Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 177
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS
181
landanna fluttu ávörp en Forseti íslands, dr. Ólafur Ragnar Grímsson,
opnaði sýninguna. Norska sendiráðið bauð veitingar.
Gefin var út vönduð sýningarskrá á íslenzku og norsku með greinum
ýrnissa starfsmanna (sjá ritaskrá), en Ivar Brynjólfsson ljósmyndari tók
myndir í hana.
20. maí flutti Ola Storsletten erindi í tengslunr við sýninguna unr
norskar stafkirkjur.
19. sept. var opnuð ljósmyndasýning FinnansTapio Heikkilá í Bogasal
um finnskt búsetulandslag, í tengslum við norræna ráðstefnu um það efni
er Norræna húsið hélt fyrir forgöngu Kristins Magnússonar deildarstjóra
Nesstofusafns og Birgittu Spur forstöðumanns Safns Siguijóns Ólafsson-
ar.
Þá rná og nefna, að Musica Antiqua hélt tónleika í safninu 12. október.
Að kvöldi 16. ágúst var sunginn náttsöngur (completorium) í efra
anddyri safnsins framan við eftirgerð miðaldakirkjunnar, í tilefni menn-
ingarnætur Reykjavíkur. Leiddi hópur guðfræðinema sönginn, forsöngv-
ari Arni Svanur Daníelsson guðfræðinemi. Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð
var þá einnig opin.
6. des. var opnuð sýning í Bogasal um jólagjafir, að verulegum hluta
leikfangagjöf Elsu E. Guðjónsson fv. deildarstj. og Þórs Guðjónssonar til
safnsins. Fiðlukór barna lék og síðan kveikti Forseti Islands, dr. Ólafur
Ragnar Grímsson, á jólatrénu. Var svo jólasveinaheimsókn að venju fram
til jóla við mikla aðsókn, einkum barna.
Efnt var til undirbúnings sýningar sem einkum er á vegum Smith-
sonian-stofnunarinnar í Washington, um landafundi Ameríku árið 1000,
sem verður einkum í Bandaríkjunum og Kanada, en einnig á Norður-
löndum, ef til vill í fleiri gerð en einni.Verður sýningin samvinnuverkefni
allra Norðurlandanna og Bandaríkjanna og Kanada. Þjóðminjavörður
sótti undirbúningsfund í Kaupmannahöfn 9.-10. des. 1996 en hingað
komu síðan fulltrúar sýningaraðila á fund 22. apríl. Lilja Arnadóttir deild-
arstjóri og Sigurgeir Steingrímsson sérfr. við Arnastofnun taka af Islands
hálfu þátt í undirbúningnum.
Undirbúningur var hafinn að sýningu á kirkjuklæðum Margrétar
Danadrottningar í Bogasal á listahátíð 1998.
Utlán gripa á sýningar
Nokkrir hlutir og myndir voru lánuð á sýningu á Borðeyri í ágúst er
minnzt var 150 ára affnælis verzlunarstaðar þar, en afmælið var 23. des-
ember árið áður.