Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 150
154
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
veislugildi. Minjunum var einnig raðað í undirflokka eftir aldri og var
Grásteinn settur í 4. flokk með 19. og 20. aldar minjum.10
Flokkunarkerfi þetta hefur nú verið aflagt og er í mesta lagi haft til
hliðsjónar í minjavörslunni. Þess háttar einkunnagjöf fornleifa þótti ekki
gefast vel. Gildi minja er hvikult og ekki fast í hendi, það getur verið háð
tíðaranda, síbreytilegu umhverfi og afstöðu til annarra minja svo að dæmi
séu tekin.
Grásteinn var aftur í fréttum í júní 1994 vegna þess að hann var fyrir
áformuðum vegaframkvæmdum, er breikka átti Vesturlandsveg. 1 frétta-
þættinum 19.19 á Stöð 2 sagði frá því hinn 20. júní það ár að færa þyrfti
steininn um 25 m leið, en Erla Stefánsdóttir, sem þjóðkunn sé fyrir tengsl
sín við huldufólk, sæi hús í báðunr steinunum og í þeim litlar verur glað-
legar.Var haft eftir Erlu að þessar verur hefðu flutt í steininn eftir að hann
var síðast færður.11
Tveimur dögunr síðar sagði Einar Birnir, sem fæddur er og uppalinn í
Grafarholti og síðasti ábúandi þar, í fréttunr Stöðvar 2 að Grásteinn væri
ekki álfasteinn. Hrekkur hefði konrið þeirri sögu af stað.12
Þetta sama ár vann Arbæjarsafn að endurskoðun og útgáfu á skrá unr
fornleifar í Reykjavík og var henni gefið heitið Fornleifaskrá Reykjavík-
ur. Um haustið færði Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur, nú sem
starfsnraður Arbæjarsafns, inn í skrána upplýsingarnar unr steininn, senr
hann hafði aflað við áðurnefnda könnun sína árið 1983, en nú undir
nafninu Grásteinn og með þessari viðbót:
„Steinninn stendur nú á nranngerðri undirstöðu úr steinunr. Upphaf-
lega stóð hann annars staðar nærri. Alfatrúin er seinni tínra uppfmning.
(Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri). Álfasögnin við steininn var óþekkt fyrr
á tínrunr, og hvergi þekkt í nágrenninu. Nú er verið að breikka Vestur-
landsveginn og færist hann þá nær steininunr.“13
Steinninn var talinn til svokallaðra „huglægra fornminja" sem „tengj-
ast hugarheinri forfeðranna og þykja nrikilvægur vitnisburður unr and-
lega menningu þeirra og þjóðarinnar."14 Gilti einu þótt álagatrú á stein-
inn væri ný af nálinni og tengdist hugarheinri samtímamanna en ekki
,,forfeðranna.“
Við Grástein var sett upp borgarnrinjaskilti Arbæjarsafns.
Var nú kyrrt unr þetta nrál til ársins 1998 aðVegagerðin vildi ráðast í
framkvænrdir við Vesturlandsveg. Við mat á unrhverfisáhrifunr vegna
breikkunar vegarins benti Arbæjarsafn á að veglínan færi nærri Grásteini,
en taka yrði tillit til hans með því að hann væri á Fornleifaskrá Reykja-
víkur.15