Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fór heim til íslands frá Höfn 1834. Á þeim tíma var ljósmyndatæknin enn
á tilraunastigi og ekki orðin almenn eða útbreidd, jafnvel ekki í þeim
löndum semTómas fór um á hinni miklu Evrópureisu sinni. Hann hefur
því aldrei setið fyrir hjá ljósmyndara. Hefur hann þá setið fyrir hjá högg-
myndasmið (Bissen?) áður en hann fór heim frá Danmörku? Ekki getur
það talist líklegt, þó að útilokað sé það ekki. Hins vegar var nokkuð um
það að Islendingar sem dvöldust ytra létu gera af sér málaðar smámyndir
(,,miniatur“-málverk).24
Glataða myndin, Mms. 490, sem að framan getur, er einmitt ein af því
tagi og nokkrar af líkri gerð eru varðveittar í Mannamyndasafni Þjóð-
minjasafnsins. Þó svo að menn hefðu fýrir satt að Mms. 490 væri í raun-
inni af sr.Tómasi en ekki Baldvini, er hún engan veginn líkleg til að geta
verið fyrirmynd að marmaramyndinni á legsteininum. Dr. Helgi P.
Briem, sem vitnað er til hér að framan, kvaðst hafa heyrt að lágmyndin sé
mótuð eftir „silhouette“-mynd (psaligrafi) eins og þeim sem tíðkuðust
nokkuð í þá daga og enn eru til, m.a. í Þjóðminjasafninu.25
Ekki bar dr. Helgi neinn heimildarmann fyrir þessu en tilgátan er alls
ekki ósennileg, meðal annars vegna þess að „silhouette“-myndirnar voru
einmitt vangamyndir eins og lágmyndin á legsteininum.
Tilvísanir og athugasemdir
1. Fjölnir. Árrit handa íslendingum. Sjötta ár. Kh. 1843, bls. 1-6.
2. Eru úr bréfi Jónasar til Konráðs Gíslasonar, dags. 2. ágúst 1841.
3. Fjölnir. Sjöunda ár. Kh. 1844, bls. 139-140, og Ný félagsrit. Fjórða ár. Kh. 1844, bls.
177-178.
4. Fjölnir. Áttunda ár. Kh. 1845, bls. 83.
5. Þjóðólfur, 7. ár, 8. sept, bls. 121-122.
6. Vafalaustjón Guðmundsson ritstjóri.
7. Vætt var breytileg þyngdareining, á þessum tíma líklega tæp 40 kg.
8. Flandrit i Þjóðminjasafni.
9. Óprentað handrit i Þjóðminjasafhi.
10. Jón HelgasomTómas Sæmundsson.Æfiferill hans og æfistarf. Rv. 1941, bls. 85.
11. Sbr. t.d. Weilbachs Kunstnerleksikon. Redaktion: Merete Bodelsen og Poul Engels-
toft.I.Kbh. 1947, bls. 106.
12. Bissen var mjög mikilvirkur um þær mundir og gerði fjölmargar lágmyndir og stytt-
ur, sbr. t.d.Weilbachs Kunstnerleksikon I, bls. 107-108.
13. BréfTómasar Sæmundssonar gefin út á hundrað ára afmæli hans 7. júní 1907. Búið
hefur til prentunar Jón Helgason. Rv. 1907, bls.VI.
14. Matthías tilfærir enga heimild fyrir því að vangamyndin hafi komið „um líkt leyti