Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 184
188
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kirkjuklæðin varðveitt. í Hvammi er nú fjölsóttur ferðamannastaður og
tjaldstæði ferðamanna. Rétt ofar við Hvammsána er nýlega endurgerð í
gömlu fari vatnsmylla frá Syðstahvammi, sem menn þar nyrðra útbjuggu
að gömlum hætti.
Víðimýrarkirkja hlaut umfangsmikla viðgerð. Gólfbitar voru lagfærðir
og gólf, gert við fúaskemmdir í þiljum og klæðningu, einkum á vestur-
stafni. Moldir voru illa farnar og þurfti að hlaða veggi og tyrfa þekju að
nýju.
I Glaumbæ voru ýmsar minni háttar viðgerðir á moldum og þiljum í
frambæ.
I Nýja-bæ á Hólum í Hjaltadal var baðstofan endurbyggð, nær allir
veggir hennar endurhlaðnir og mikið gert við grind.
Gluggar í Saurbæjarkirkju í Eyjafirði voru endurbættir.
I Laufási var öll norðurstofan tekin ofan og gert við grind og allar
innri þiljur, veggir endurhlaðnir og þekja endurnýjuð.
A Þverá í Laxárdal var þekja yfir göngum endurnýjuð og lagður plast-
dúkur í stað bárujárns, sem sett hafði verið á göngin.
Göngin í Grenjaðarstaðarbænum voru endurhlaðin og bætt, einnig
endurnýjaðir stokkar í blásturskerfi.
A Sauðanesi var hafin trésmíðavinna í gamla húsinu og sett gólf á 1. og
2. hæð.
A Burstarfelli voru ýmiss konar minni háttar viðgerðir og lagfæringar.
Haldið var áfram viðgerð á Keldum og lokið að gera við hjall, skemm-
ur og smiðju, veggir endurhlaðnir, grind húsanna mikið endurnýjuð og
settir rimlar fyrir hjallinn svo sem fyrrum hafði verið. Einnig var endur-
lilaðinn vesturveggur baðstofu og vesturtraðir endurhlaðnar. Var nú
ákveðið að vanda svo viðgerð allra mannvirkja hér sem verða mætti, þar
sem á Keldum eru tvímælalaust elztu hús í landinu, þótt þau séu margof-
antekin og endurnýjuð og vafalítið oft breytt í ýmsu.Var því skráð hvað-
eina sem gert var og rannsökuð fyrri byggingarstig húsa og breytingar
eftir því sem unnt var. Aður en baðstofuveggurinn var endurhlaðinn var
grafið til fornleifa milli baðstofu og íbúðarhússins frá 1937, þar sem síðast
stóð Vesturskemma, og kom þar í ljós vesturhluti elzta skálans, frá mið-
öldum að ætla megi. - Þór Hjaltalín sagnfræðingur var ráðinn til að skrá
og afla heimilda um byggingarsögu á Keldum.
Sveinn Björnsson listmálari var jarðsettur í Krýsuvík 9. maí. Hann
hafði vinnnustofu þar syðra og dvaldist löngum þar, hafði sjálfur óskað að
fá að verða grafinn í garðinum. Ekki hafði verið grafið þar síðan 1917
enda var kirkjan þá nánast orðin óhæf til messugerðar og 1929 var hún