Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 176
180
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hjörleifur Stefánsson arkitekt var ráðinn deildarstjóri húsverndardeild-
ar frá 1. apríl og var síðan rfiðmn sviðsstjóri útiminjasviðs frá 1. okt. með
starfsheiti minjastjóri.
Garðar Guðmundsson sat í rannsóknarstöðu dr. Kristjáns Eldjárns ann-
að árið.
Kristinn Schram sagnfræðinemi var ráðinn tímabundið til að skrá í
tölvu kirknaskrár Matthíasar Þórðarsonar.
Guðrún Kristinsdóttir Minjavörður Austurlands sagði upp starfi sínu
frá áramótum, er hún varð safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.Var ákveð-
ið að ráða í starfið Guðnýju Zoéga cand. mag, en hún er í framhaldsnámi
og mun ekki taka við fyrr en að hausti 1998.
Gestajjöldi og sýningar
Gestir í safninu urðu alls 27.257 á árinu, þar af 7.871 skólabörn. Lætur
nærri að 11.000 gestir hafi greitt sem svarar fullum aðgangseyri, annað
eru börn, aldraðir og boðsgestir á sýningar.
17. maí, á þjóðhátíðardegi Norðmanna, var opnuð norsk-íslenzka
kirkjusýningin Kirkja og kirkjuskrúð á 3. hæð safnsins, kostuð af sjóði sem
Norðmenn gáfu 1994 til að minnast 50 ára afmælis lýðveldisins. Af því
tilefni var smíðuð og sett upp þar í forsal eftirlíking af lítilli miðalda-
kirkju. Fyrirmyndin er kirkjugrunnur sem Vilhjálmur Orn Vilhjálmsson
rannsakaði á Stöng í Þjórsárdal, en einnig voru til hliðsjónar ritaðar mið-
aldaheimildir og fornar myndir af kirkjum. Hjörleifur Stefánsson teiknaði
og sagði fýrir urn smíð kirkjunnar en forsmiður var Gunnar Bjarnason.
Áformað er að hún verði síðar endurreist við Þjóðveldisbæinn í Þjórsár-
dal. — Á sýningunni voru ýmsar kirkjugersemar beggja landanna Noregs
og Islands, bæði samsvarandi hlutir í löndunum en einnig hlutir sem
hvort land um sig á sérstæða. Þjóðminjasafn Dana lánaði hingað á sýn-
inguna skrínið frá Keldum og Grundarstól Ara lögmanns. Af Norðmanna
hálfu gerðu arkitektarnir Ola Storsletten og Ketil Kiran sýninguna, en
Lilja Arnadóttir, Margrét Gísladóttir, Þóra Kristjánsdótdr og Sigurborg
Hilmarsdóttir sáu mest um gerð hennar af safnsins hálfu. - Sýningin vakti
mikla athygli, enda var hún afar glæsileg og þar margir dýrgripir. Var hún
Qölsótt og stóð til 12. október. Þá var hún send til Noregs og opnuð í
Norsk folkemuseum í Osló 8. nóv. Voru Lilja Árnadóttir og Þóra Krist-
jánsdóttir viðstaddar opnun þar.
Við opnun hér söng Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ing-
ólfsdóttur, Káre Nordstoga dómorganisti í Osló og Per S. Bjorkum fiðlu-
leikari léku, Turid Birkeland og Björn Bjarnason menntamálaráðherrar