Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 33
MYNDIR AF TÓMASI SÆMUNDSSYNI
37
svo að Jón Sigurðsson lagði fram 43 ríkisdali úr eigin vasa til að kosta
flutninginn með skipi til Eyrarbakka. Þangað var steinninn sendur 1853,
nærri áratug eftir birtingu boðsbréfsins. Þá var eftir þrautin þyngri að
koma honum austur að Breiðabólstað. Hann var talinn vega „30-40
vættir“7 og óx mönnum flutningurinn mjög í augum sem von var. Það
var mest fyrir atfylgi Sigurðar hreppstjóra Isleifssonar á Barkarstöðum í
Fljótshlíð, sem kvæntur var Ingibjörgu, systur sr. Tómasar, að loks tókst
að koma varðanum á æki, draga hann alla leið austur og koma honum
fyrir í kirkjugarðinum á Breiðabólstað. Hefur það verið meira en lítið
þrekvirki á þeirra tíma mælikvarða. (1. mynd).
Aðurnefndri grein í Þjóðólfi fylgir nákvæm lýsing varðans eftir sr. Jón
Halldórsson sem tók við Breiðabólstað eftir sr. Tómas. I Kirknaskýrslum
Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar8 er stutt en greinagóð lýsing,
dagsett á Breiðabólstað 19. ágúst 1911: „Hjer er merkur minnisvarði yfir
Tómas Sæmundsson með inngreyptum 4 marmara relieffum og er eitt
andlitsmynd hans sjálfs, hitt symbólskar myndir.“ Síðan lýsir hann hverri
lágmynd fyrir sig og skýrir þær en klykkir þannig út: „ReliefHn eru farin
að skemmast, ættu að takast úr og varðveitast á Þjms., en eir-afsteypur
koma í staðinn.“ -Vísar hér til svohljóðandi neðanmálsgreinar sem hann
hefur skrifað löngu seinna: „Kom þessu í verk 1929. Marmaramyndirnar
eru nr. 22-25 í Höggmyndasafninu...“. Stöpullinn undir steininum er og
skemdur, en setja þarf steininn á steinstöpul nýjan (65x65 h. 36,5 sm).
GröfTómasar er ijett fýrir sunnan steininn.“
Matthías færir síðan marmaramyndirnar inn í skrá Listasafnsins (Högg-
tnyndasafnið) 23.4.1929 með svofelldum orðum:
Myndkringlur 4 með upphleyptum myndum (eftir danska mynda-
smiðinn Hermann Vilhelm Bissen?) Þær voru gerðar á minnisvarða
Tómasar prófasts Sæmundssonar á legstað hans í kirkjugarðinum á
Breiðabólstað í Fljótshlíð, en nú teknar úr honum eftir tilmælum
þjóðminjavarðar, þareð þær voru farnar að skemmast, og settar í stað
þeirra (af)steyptar bronzimyndir, nákvæmlega eftirmyndir af þessum
myndkringlum, sem eru úr marmara. -22., af framhlið minnisvarðans,
mynd af sjera Tómasi, vangamynd; sjer á vinstri hlið. -23., af suðurhlið
steinsins, hjarðmaður (,,pastor“) skyggnist eftir kindum. -24., af norð-
urhliðinni, menntadís (,,genius“) bendir rithöfundi (þ.e. sjera T.), hve
hann skal rita. 25., af bakhliðinni, minnisdís („memoria“, sagan), stend-
ur hjá öskukeri á stalli og hengir sveig á það. Þessi kringla er með RR
neðst vinstra megin, og virðist þar sje um upphafsstafi myndasmiðsins,