Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 123
FYLGSNIÐ I HELLINUM VIÐGELMI
127
megin. Ólafur Árni Ólafsson klifraði upp á sylluna, sem var í um 3 - 5 m
hæð og kom þar auga á mannvistarleifar, eldstæði og stórgripabein. Hann
kallaði á félaga sína og fundust þá nokkrar glerperlur og skinnpjötlur þar
skammt frá.
Hellarannsóknamönnum þótti fundur þessi afar merkilegur og lét Sig-
urður Sveinn Jónsson, formaður Hellarannnsóknafélagsins, Þjóðminja-
safnið vita af honum. Af lýsingunni að dæma virtust glerperlurnar geta
verið svonefndar sörvistölur eins og tíðkuðust á víkingaöld og full ástæða
til að kanna fundinn nánar. Var gerður út rannsóknarleiðangur í hellinn
hinn 11. desember 1993.8
Rannsóknarferð
Leiðangursmenn voru Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur, Sigurð-
ur Sveinn Jónsson, jarðfræðingur og formaður Hellarannsóknafélagsins,
og Esther Hlíðar Jensen, jarðfræðingur. I förinni var einnig Páll Bene-
diktsson fréttamaður á Ríkissjónvarpinu og Jón Þór Víglundsson kvik-
myndatökumaður. I Fljótstungu slóst Árni Þorsteinsson bóndi í förina og
haföi hann meðferðis ýmiskonar sigbúnað til þess að auðvelda niður-
göngu í hellinn.
Stillt var úti, lítils háttar frost og gott ferðaveður, enda gekk ferðin
greiðlega niður í hellinn. Þar var sigbúnaðurinn tekinn fram, því að til
þess að komast niður á hellisgólfið þarf að síga niður rúmlega 3 m bratt
ísstál sem er fremst í hellinum.
Hliðið var nú opnað og haldið að fundarstað, sem er um 100 m innan
við hliðið. Þar er sylla uppi undir lofti við suðurhlið hellisins, líklega í
um 3 - 5 m hæð yfir gólfi aðalhellisins. Með nokkurri fyrirhöfn var
klifrað upp á sylluna og skyggnst um. Þarna reyndist vera dálítill hellis-
skúti, um 8 m langur, ef mælt er frá syllubrún. Framan við skútann er um
1 nr breið sylla. Skútinn er um 8 m breiður fremst, en mjókkar inn að
botni, þar sem hann er rétt rúmlega 2 m breiður. Hrúga af viðarkolum
var á gólfinu. Hæst er til lofts fremst í skútanum og þar er hægt að standa
uppréttur en þegar komið er inn fyrir eldstæðið er lofthæðin orðin
niinni en mannhæð og lækkar jafnt og þétt inn að botni hellisskútans.
Hellisgólfið er að mestu slétt, en hækkar aðeins upp að veggjunum
beggja vegna, og framarlega við vesturhliðina er gijóthrúga sem gæti ver-
ið hrun úr þakinu. Að undanskilinni viðarkolahrúgunni er hvorki gólf-
skán né önnur mannvistarlög í skútanum.
Eldstœði.
Lm 2 - 3 m frá syllubrún er 5 - 15 cm breið sprunga í gólfið samsíða