Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 183
ÁRSSKÝKSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS
187
fara oft vel sem minnismerki, en um þessa steina má segja að þeir séu
bæði hinir beztu listgripir og margir settir yfir þekkt fólk í Islandssög-
unni.Var nú einkum unnið að vernd steinanna í Hítardal, einnig á Ingj-
aldshóli og Húsafelli, en steinarnir þar eru íslenzkir og gerðir af þeinr
gömlu Húsafellsmönnum af sérlegum hagleik og kunnáttu. Einnig var
undirbúin viðgerð gamalla leiðisgrinda í görðum. Er um þetta samráð
við Guðmund Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóra Skipulagsnefndar
kirkjugarða. Fóru Hjörleifur Stefánsson og þjóðminjavörður ásamt hon-
um ferðir um Vestfirði og Skaftafellssýslur í þessu skyni og víðar var
ástand þessara minnisvarða kannað og reynt til úrbóta.
Nefnt skal að ýmsir starfsmenn safnsins fóru eins og ævinlega fjöl-
margar ferðir víða um land vegna könnunar og eftirlits fornleifa, ýmist á
einstaka staði eða svæði, fleiri en svo að tíundaðar verði.
Lög kveða á um að friðuðum fornleifum skuli haldið við á kostnað
ríkissjóðs, en Þjóðminjasafnið hefur aðeins í faum tilvikum getað kostað
það sem að því snýr, fjárveitingar eru engar til þess sérstaklega. A árinu
lagði safnið ráð um hreinsun og lagfæringu kvíanna á Húsafelli, sem voru
við að fara í kaf vegna framburðar, og kostaði nokkru fé til lagfæringanna
af franflagi Þjóðhátíðarsjóðs, en heimamenn unnu verkið eftir fýrirsögn.
Vatnsgangur úr Bæjargilinu færði kvíarnar nánast í kaf á ný í miklu
vatnsveðri 14. des. og skemmdi mjög það sem gert hafði verið, einnig
brotnaði þá varnargarður sem safnið hafði látið gera fyrir nokkrum árum
við friðlýsta rúst fornbýlisins Karlastaða þar í grennd, en garðurinn fékk
þó verndað rústina.
A deildinni voru skrifaðar 28 skýrslur um fornleifarannsóknir og
margvíslegar kannanir og umhverfismat.
Húsvemdardeild og húsasafnið
Lokið var viðgerð Kirkjuhvammskirkju í Húnavatnssýslu, gengið frá þilj-
um og umhverfis glugga, ramböld smíðuð og síðustu bekkir settir upp,
og síðan var kirkjan endurvígð 19. júlí við fjölmenna hátíðarathöfn.
Vígsluna framkvæmdi sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum. Kirkjan
hefur hlotið vandaða og nærfærna viðgerð á síðustu árum og er hún fal-
legur minjagripur á þessum gainla kirkjustað sem nú er í eyði, en þar er
nú ekkert hús frá fyrri tíð nema kirkjan. Hún verður notuð eftir því sem
óskað verður og messað var þar á annan í jólum. Kirkjugarðurinn er enn
kirkjugarður sóknarinnar. Gamla altaristaflan frá 1878, skírnarfat, ljósa-
hjálmur, einföld söngtafla og minningarskjöldur, sem fyrrum voru í kirkj-
unni, voru færð þangað á ný en fengið nýtt altarisklæði, þó eru gömlu