Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 194
198
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
taka við því safni og fa fyrir það geymsluhúsnæði en byggja síðar yfir það sýn-
ingarskemmu við safnið.
Af sérstökum gripum sem safninu bárust má nefna tvœr rafstöðvar með túrbín-
um, sem Sigfús Vigfússon á Geirlandi smíðaði og Bergur bróðir hans gaf, og er
áformað að setja upp sýningardeild rafminja með bíla- og vélaeign safnsins. Þá
fékk safnið útsaumsverk Sigríðar Gísladóttur frá Hamragörðum og kaffikönnu úr
silfri úr eigu Guðríðar Eiríksdóttur frá Þjórsártúni.
Aðsókn að Byggðasafni Vestmannaeyja varð minni en oft áður vegna
færri ferðamanna yfir suinarið, olli því slærnt tíðarfar.
Fyrsta Ijósavél Rafveitu Vestmannaeyja, frá 1915, sem bjargað var undan
hraunflóði 1973, var tekin úr kjallara safnhússins og mun verða komið fyrir í
húsakynnum Bæjarveitna, þar sem tök verða á að sýna hana.
Legsteinn sr. Olafs Egilssonar á Ofanleiti, d. 1639, er hertekinn var afTyrkjan-
um 1627, var tekinn inn í safnið, íslenzkur steinn og merkilegur.
I Byggða- og náttúrusafn Arnesinga komu 6.780 gestir, þar af 895 er-
lendir. Þar var sumarsýning um strand gufubátsins Njáls 1907, sett upp Ijósmyndasýn-
ing af Árnesingum í kvistherbergi og leikfangasýning. Þá var jólasýning með jóla-
tré frá 1873 frá Hruna, talið elzta varðveitt jólatré hérlendis.
Lokið var viðgerð Hússins og sett upp lítil safnbúð. Gerður var smábækhngur
um Húsið, er leiðsögubæklingur nú á þremur tungumálum.
Samstarf er við Sjóminjasafnið um aðgangseyri og kynningar. Lögð var
áherzla á helgardagskrár safnanna.
Byggðasafnið hefur umsjón með Þuríðarbúð á Stokkseyri og er aðili aðVarð-
veizlufélagi Baugsstaðaijómabús.
I Sjóminjasafnið á Eyrarbakka komu 3.483 gestir, þar af 437 erlendir og
520 skólanemar. Safnið minntist 100 ára afmælis Eyrarbakka með dagskrárliðum
í hátíðahöldunum og gekkst fýrir gönguferð urn Eyrarbakka, þar sem rakin var
saga byggðar og íbúa fýrrum. Það lagði til efhi í sérsýninguna Saga bátanna, unr
vélbátaútgerð frá Eyrarbakka, veggspjöld með texturn og ljósmyndum, m.a. frá
útgerð og hafnarmannvirkjum. Þar voru sýnd bátalíkön Gríms Karlssonar vél-
stjóra í Njarðvík. Ornefnaskrá Guðmundar Þórarinssonar var gefin út á ný með
viðaukum. Saminn var kynningarbæklingur um sögu safnsins með enskum og
dönskum texta.
Meðal helztu nýfenginna gripa má nefna dengingarhcel, tvo Imakka eftir Olaf
Sigurðsson söðlasmið og safn Ijósmynda af íslenzkum skipum.
Byggðasafn Suðurnesja í Keflavík var opið á sunnudögum kl. 13,30-17,00,
að auki var safnahúsið í Innri-Njarðvík opið á sunnudögum. Tilraun var gerð til
að hafa söfnin opin föstudaga og laugardaga, en aðsókn varð ekki sem skyldi.