Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 173
RIKISKONUR AF RAÐNUM HUG
177
texta sem eru þess eðlis að skilgreina öðru fremur það sem ekki mátti og
síst gerðist, en nefna sjaldnast það sem oftast gerðist og algengast var.
Onnur ályktun sem lýsir grunnfærni kemur fram þar sem höfundur ætlar
að minniháttar fólk hafi fremur en ríkisfólk farið eftir boðum kirkjunnar
um að jáyrði konu væri skilyrði til hjúskapar (bls. 64). Hið gagnstæða er
þó mun sennilegra þar sem siðferðisreglurnar komu að ofan, og eftirlit
kirkjunnar hefir varla verið eins strangt með þeim sem ekkert áttu uppí
sektir einsog hinum sem áttu fúlgur. Hér má minna á að Aaron Gurevitch
bendir á í merkilegri bók sinni, Medieml popular culture (Cambridge 1988),
að alþýðan hafi verið fastheldin á arfgengar venjur og gjarnan látið boð
kirkjunnar sem vind um eyru þjóta, hið sama er auðskilið af vitnisburðum
almúga í sveitahéruðum í Suður-Frakklandi sem Emmanuel Le Roy
Ladurie birtir í bókinni Montaillou: village occitan de 1294 d 1324 (Paris
1978), fólkið þar lét hamingju sína segja sér vilja guðs.
I kaflanum um kvennaverk segir eðlilega margt af ullarvinnu og vefn-
aði og þar gætir þess sumstaðar að höfundur hefir ekki full tök á að nota
sértæk orð sem skyldi og skortir þekkingu á verklagi og áhöldum sem
beitt var við tóvinnu og vefnað. A þessu sviði hefir Elsa E. Guðjónsson
yfirburðaþekkingu og greinar hennar skrifaðar jafnt á íslensku, dönsku og
ensku eru undirstöðurit í þessum efnum. I grein í tímaritinu Textile Hi-
story 21 (2) 1990, bls. 165-179 fjallar Elsa um íslenska vefstaðinn og birtir
teikningu þar sem hverjum hlut hans er fengið enskt heiti og sama mynd
fylgir grein Elsu um túlkun á fjórða vopni valkyrjanna í Darraðarljóðum í
sama tímariti (Textile History 20 (2) 1989, bls. 185-197). Á bls. 136 í bók
sinni lýsir Jenny Jochens vefstað. Þar notar hún orðið hræll og þýðir með
enska orðinu shuttle sem á íslensku þýðist þó víst með orðinu skytta. Elsa
notar hinsvegar orðið pin heater yfir hrœl en hann er áhald til gjörólíkra
nota en skytta, notkun hræls lýsir Elsa glögglega í grein í vorhefti Skírnis
1992. Á sama stað þýðir Jenny Jochens orðið yllir með enska orðinu cross-
bar og mun þar eiga við skilfjöl sem er fost fjöl í vefstað. Elsa hefir hins-
vegar leitt gild rök að því í fyrrnefndri grein í Textile History 1989, að
járnvarður yllir í Darraðarljóðum samsvari skilskafti jafnt og langskeftri exi,
en skilskaft er hreyfanlegt áhald og gagnast gjörólíkt skiljjöl. Orðið skilskaft
þýðir Elsa á ensku með shed rod. Skýringar Elsu, sem er handgengnust ís-
lenska vefstaðnum, eru á traustari grunni en aðrar lýsingar, því rýrir það
gildi bókar Jenny Jochens að höfundi virðist hafa sést yfir ofannefndar
greinar Elsu. Hér má enn við bæta að lýsingu Jochens á gerð röggvarvefn-
aðar ber ekki saman við lýsingu Elsu í þeirri grein sem Jochens vitnar þó
til; í grein Elsu kemur skýrt fram að röggvarnar voru hnýttar í uppistöð-