Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 170
174
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Bók Jenny Jochens er þarfaverk íyrir þá sem leita að yfirliti á heims-
tungu utn stöðu og kjör betur settra kvenna eftir vitnisburðum norrænna
miðaldarita. Islendingi sæmilega að sér i fornritum kemur hinsvegar fátt á
óvart fyrren kemur að vaðmálskaflanum, risi bókarinnar. Þá vitrast les-
anda að þær bækur sem hann hefir flett árum saman búa yfir þögulli til-
veru þúsunda nafnlausra kvenna sem hvergi er getið á síðum bóka. Þessar
konur voru ávallt til reiðu þegar persónur fornsagna þurftu ástúð, mat,
klæði, þvott og skó (bls. 126). Þögular ófu þær fataefni úr ull hvegu
mannsbarni í landinu til skjóls innst sem yst frá vöggu til grafar. Sérstaða
íslensku miðaldakonunnar fólst í hlutverki hennar á tvö hundruð ára
tímabili, 1100-1300, þegar til urðu merkileg íslensk fornrit sem enn
skipta sköpum fyrir sjálfskilning og orðstír þjóðarinnar. A þessu tímabili
var að mati Jenny Jochens greitt með vaðmáli fyrir korn og erlendan
munaðarvarning. Lesendur Islendinga sagna geta séð spretta orðalaust
frarnúr þeim hundruð þúsunda vaðmálstranga, tákn iðju kvenna sem
stóðu við vef meðan sögurnar urðu til (bls. 158). Jenny Jochens bregður
upp eindreginni kynbundinni sýn á íslenskt efnahagslíf og útskýrir að um
1100 hafi verið uppurið silfrið sem karlmenn höfðu unnið í ófriði í út-
löndum á víkingatíð og fyrr var notað til þess að kaupa fyrir innfluttan
varning. Gjaldmiðillinn sem við tók í tvö hundruð ár voru voðir sem
konur ófu í friði heima. Kjarni vaðnrálskafla bókar Jenny Jochens birtist
þegar í hógværum orðum Jóns Jóhannessonar: „Tvær helztu útflutnings-
vörurnar á þjóðveldisöld, vararfeldir og vaðmál, voru iðnaðarvörur. ...
Tóvinna var stunduð af konum á hverjum bæ, enda eru snældusnúðar og
kljásteinar með algengustu fornminjum í gömlum bæjarústum“ (Islend-
inga saga I, Rvk. 1956, bls. 368). Elsa E. Guðjónsson vakti nýlega athygli
á því að „þó svo að íslenskar konur hafi framleitt vaðmál í vefstöðum frá
upphafi landnáms eru ekki varðveittir neinir íslenskir vefstaðarhlutar frá
miðöldum og reyndar enginn sem hægt hefur verið að tímasetja eldri en
frá fyrri hluta 18. aldar“ (Kljásteinavefstaðir á Islandi og á Grænlandi. Ar-
bók Hins (slenzkafornleifafélags 1996-1997. Rvk. 1998, bls. 96—97).
Bók Jenny Jochens bætir ekki við nýrri þekkingu í vaðmálskaflanum,
en nýaldarbragð er að því að höfundur setur iðju kvenna í samhengi við
stríð og frið og ályktar að konur hafi gengið sælli og stoltari til hvílu
meðan vaðmál var unnið einungis til hlífðar heimilisfólki; þreyttar eftir
iðnað til útflutnings hvíldust konur ekki eins vært og áður; firring frá til-
gangi verksins sagði til sín. Þá skýrir Jochens með einfoldum hætti
hvernig vefnaður kvenna skapaði efnahagsgrundvöll undir bóknrennta-
iðju tímabilsins sem að sínu leyti sótti þrótt að utan.