Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 31
35
HALLDÓR J. JÓNSSON
MYNDIR AF TÓMASI SÆMUNDSSYNI
SéraTómas Sæmundsson, einn Fjölnismanna og síðast prestur á Breiða-
t>ólstað í Fljótshlíð, lést árið 1841, langt fyrir aldur fram, aðeins tæpra 34
ai'a. Hann varð að vonum mörgum harmdauði. Minningarorð Jónasar
fLillgrímssonar um hann eru prentuð i sjötta árgangi Fjölnis1 og eftir-
oiælin alkunnu, „Dáinn, horfinn“ harmafregn, í Ljóðmælunr Jónasar frá
1847 og oft síðan.2
I Fjölni og Nýjum félagsritum árið 1844 er birt „Boðsbréf um minn-
lsvarða eptir sjera Tómas Sæmundsson,“ dagsett 31. mars 1844.’ Er þar
svo að orði konnst að „ýmsir af vinum sjeraTómasar“ liafi rætt um sín á
núUi „hversu það væri tilhlýðilegt og æskilegt í alla staði, að honum yrði
reist eitthvert minningarmark af sameiginlegum kostnaði allra vina hans
°g ættjarðar sinnar.“ I bréfinu er boðað til sanrskota í þessu skyni.
”Er...svo til ætlað urn minnisvarðann, að hann verði telgdur og klappaður
að vetri komandi og sendur heim að vordögunr 1845.“ Undir boðsbréfið
skrifa Konráð Gíslason, Gísli Thorarensen, Brynjólfur Pétursson, Gísli
^lagnússon ogjón Sigurðsson.
En ekki gekk allt eftir eins og ætlað var samkvæmt boðsbréfinu. I átt-
Llnda árgangi Fjölnis er smágrein, dagsett „laugardaginn íyrstan í sumri
1845.“ Þar er greinargerð frá höfundum boðsbréfsins um samskotin sem
Vlrðast hafa fengið dræmar undirtektir - sagt að safnast hafi 229 dalir en
ekki sé „að hugsa til að fa sæmilegan nnnnisvarða fyrir minna enn 300
dala í minnsta lagi.“ Fram kemur að Jónas Hallgrímsson hafði verið kos-
11111 í nefndina í stað Gísla Magnússonar sem var farinn heinr til íslands.4
Jónas átti þá örstutt eftir ólifað, dó 26. maí 1845.
I bjóðólfi 1855 er minnisvarðamálið rakið all-ítarlega.5 Þar er talið að
Lrynjólfur Pétursson hafi verið aðal-forgöngumaður samskotanna og
kaft á hendi fjárreiður vegna þessara franrkvæmda. Greinarhöfúndur6 tel-
Ul að snríði varðans hafi verið lokið jafnvel nokkrunr árunr áður en
Erynjólfur féll frá 1853 en sanrskotaféð þá verið upp urið og ekkert af-
lögu til að greiða flutning steinsins heinr til íslands og á áfangastað. Lauk