Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
list (“de skjönne Kunster”) eins og frásögur Biblíunnar og hin klassíska
fornöld.3
Tilgangur ferðarinnar
A fyrri hluta 19. aldar fóru nemendur við Listaháskólann í námsferðir til
Svíþjóðar, Noregs, Englands og Frakklands, og umfram allt til Þýskalands
og Italíu. Stöku maður komst alla leið til Spánar, Grikklands og Austur-
landa. Eftir að N.L.Hojen var ráðinn prófessor í sögu og goðafræði við
skólann 1829 var lögð áhersla á söguleg minnismerki föðurlandsins og
fóru nemendur reglulega í stuttar ferðir til að teikna í Danmörku og á
Skáni. Winstrup kom þannig í dómkirkjuna í Lundi 1834 og þar teiknaði
hann þessa glæsilegustu miðaldabyggingu Norðurlanda. Hann var eins og
ungir arkitektar á þessum tíma sérlega vel lesinn í byggingarlist, bæði
sögulegri og nýrri, frá löngum ferðum í Þýskalandi, en þangað kom hann
fyrst 1838 með leikhúsmálaranum C.F.Christensen og vini sínum,
Theophilus Hansen, og í annað sinn 1844, þegar hann kynnti sér m.a.
nýtískulegar byggingar í Berlín.4
Islandsferðin var ekki raunveruleg námsferð, þó að tilgangur ferðar-
innar væri að kynna sér Reykjavík og sérstaklega dómkirkjuna þar. Eftir
Skaftárelda 1783 og Móðuharðindin sem á eftir fóru var biskupsetrið í
Skálholti lagt niður, og árið 1785 var ákveðið að reisa nýja dómkirkju
ásamt latínu- og prestaskóla í
Reykjavík eftir teikningum hirð-
timburmeistara Andreas Kirkerup
(1. mynd). Kirkjan var vígð 1796
og latínuskólinn fékk inni í timb-
urhúsi á Hólavelli. Biskupsetrið á
Hólurn í Hjaltadal var lagt niður,
og skólahúsið reyndist illa byggt,
og reyndist því þörf á betra og
meira rými. Því voru nemendurnir
fluttir 1804 til fyrrum kóngsgarðs
á Bessastöðum, og skólahúsið selt.
Dómkirkjan, sem byggð var úr
grágrýti og timbri, hafði þarfnast
1. mynd. L.A. Winstrup: Fyrsta uppkast
að nýju dómkirkjunni í Reykjavík, í riss-
bók, KA.