Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1998, Blaðsíða 179
ÁRSSKÝRSLA ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS
183
töku. Þá liðsinnti hún nemendum ýmissa skóla sem sérstaklega vildu
skoða textíla safnsins og kynnti nemendum í forvörzlu frumatriði henn-
ar.
Margrét hélt erindi á námskeiði í fyrirbyggjandi forvörzlu sem Félag
ísl. forvarða hélt, einkum um meðferð textíla í geymslum, og flutti erindi
á námskeiði fyrir meðhjálpara og kirkjuverði í Skálholti. Þá veitti hún
ráðgjöf vegna geymslu- og sýninga Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.
Annað
Nú hillir undir að fram fari allsherjarviðgerð á safnhúsinu, breytingar hið
innra og viðbygging. Voru kannaðir möguleikar á húsnæði fýrir skrif-
stofur tímabundið annars staðar þar sem ljóst er að flytja verður alla starf-
semi og safngripi úr húsinu á meðan og skrifstofur verða ekki fluttar
þangað á ný. Hinn 22. des. undirrituðu menntamálaráðherra, formaður
Þjóðminjaráðs og háskólarektor samkomulag um lóðarréttindi safnsins og
að það fái síðar Jarðfræðahús Háskólans, hina gömlu Atvinnudeild, með
möguleika á viðbyggingum, en ríkið greiðir í staðinn fyrir byggingar-
málum Náttúruvísindahúss Háskólans íVatnsmýrinni.
Ritaskrá staifsmanna safnsins
Agúst Georgsson: Staða Sjóminjasafns Islands og söfntw sjóminja. Fréttabréf
safnmanna, 5. tbl. 6. árg.
Sarni: / tilefni af grein Örlygs Kristfmnssonar ‘Um sjóminjar Islands’. Sama
blað.
Hallgerður Gísladóttir (ás. Arna Hjartarsyni): Rútshellir. Arbók 1997,
bls. 35-48.
Sama: Hofnirfornréttir. Heirna er bezt, 4. tbl., bls. 141-145.
Sama: Islenskar jurtir. Sama rit, 5. tbl., bls. 184-189.
Hjörleifur Stefánsson: Islenskar miðaldakirkjur. Kirkja og kirkjuskrúð,
sýningarskrá, bls. 25-41.
Inga Lára Baldvinsdóttir: Söfnun Ijósmynda á Islandi. Fréttabréf safn-
manna (erindi flutt á málþingi Ljósmyndarafélags Islands, birtist einnig í
Fréttabréfi Ljósnryndarafélags Islands.)
Sama: Af (sfirskum Ijósmyndurum. Arsrit Sögufélags Isfirðinga, bls. 68-74.
Þór Magnússon: Þrjár smágreinar um safngripi. Arbók 1997, bls. 87-98.
Sarni: Kirkjuklukkur. Kirkja og kirkjuskrúð, sýningarskrá, bls. 108-110.
Þóra Kristjánsdóttir: Islensk kirkjulist á miðöldum. Kirkja og kirkjuskrúð,
sýningarskrá, bls. 53-60.