Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Page 59
59
þetta brauð upp með 600 kr., en iookr. þar af, (ogað
auki 100 kr. handa Stöð í Stöðvarfirði), virðist mega
taka frá Hólmum í Reyðarfirði, sem hefir í tekjur ná-
lega 2500 kr., en 500 kr. er stungið upp á, að greiðist
úr landssjóði. þ>á er og, eins og áður á vikið, stungið
upp á, að Klyppstaðar og Húsavíkur sóknir verði lagð-
ar til Dvergasteins. Tekjur þessa brauðs, sem hafa
verið að upphæð 1072 kr. 52 a., mega álítast heldur
að vaxa en minnka, þegar Fjarðar sókn er tekin frá
brauðinu, en Klyppstaðar og Húsavíkur sóknir lagðar
til þess; en prestsþjónusta í hinu sameinaða Dverga-
steins- og Klyppstaðar brauði verður óerfiðari en hún
hefir verið í Dvergasteins brauðinu með Fjarðar sókn,
einkum ef Húsavíkur kirkja er lögð niður, og sóknin
sameinuð við Klyppsstaðar sókn, sem nefndinni virðist
vera tiltækilegt. Stöð í Stöðvarfirði, með tæpra 500
kr. tekjum, er svo lítið brauð, að nauðsyn virtist að
leggja því verulega uppbót, og er því stungið upp á,
að það sje bætt upp með 500 kr. alls, nefnilega 200 kr.
frá Hofi í Vopnafirði, 100 kr. frá Hólmum í Reyðarfirði,
og 200 kr. frá Heydölum, en það brauð hefir í tekjur
nálega 2000 kr.
3. Austur-Skaptafells-prófastsdæmi.
í þessu prófastsdæmi er ekki stungið upp á öðr-
um breytingum á brauða- eða kirkna-skipun en þeim,
að Einholts prestakall verði lagt niður sem sjerstakt
brauð, og sameinað við Bjarnarnes, eins og nú sem
stendur á sjer stað, og ekki sýnist neinum sjerlegum
annmörkum bundið. Tekjur hins sameinaða brauðs yrðu
c. 1350 kr. Hjer eru tvö brauð: Sandfell f Oræfum,
með tæpum 300 kr. tekjum, og Kálfafellsstaður, með
tæpum 600 kr. tekjum, svo lítil, að nauðsyn virðist að
bæta þessi brauð upp, til þess að þau megi tekjanna
vegna heita nokkurn veginn aðgengileg, hið fyrnefnda
með 500 kr., og hið síðarnefnda með 300 kr., og er