Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Page 60
GO
stungið upp á, að uppbsetur þessar verði greiddar úr
landssjóði.
4. Y estur-Skaptafells-prófastsdæmi.
Hjer er stungið upp á, að prestaköllunum verði
fækkað um þrjú, og virðist ekki landslagið leggja nein-
ar óyíirvinnanlegar tálmanir í veginn fyrir slíka breyt-
ingu á brauðaskipuninni, enda er þessi 'skoðun að nokkru
leyti byggð á reynslu undanfarins tíma, þegar einn
prestur um stundar sakir hefir orðið að þjóna tveim
prestaköllum, vegna þess að prestar ekki hafa fengizt til
brauðanna, þá er þau hafa losnað. Hið fyrsta brauð,
sem stungið er upp á að leggja niður, er Kálfafell á
Síðu, sem er mjög lítið brauð, og tekjur þess undir
300 kr.; þetta brauð virðist án mjög mikilla vankvæða
geta sameinazt við Kirkjubæjarklausturs-brauð, sem
hefir í tekjur rúmar 1100 kr., og yrðu þannig tekjur
hins sameinaða brauðs um 1400 kr. þ>á er stungið
upp á, að sameina Langholt (Meðallandsþing) við
Lykkvabæjarklaustur. Brauð þessi hafa í tekjur: hið
fyrra tæpar 500 kr., en hið síðara rúmar 500 kr., og
yrðu þannig tekjur hins sameinaða brauðs um 1000 kr.
Vegalengdin er þessari sameiningu ekki til fyrirstöðu,
og sá einasti verulegi annmarki, sem við hana verður
talinn, er sá, að Kúðafljót, sem aðskilur Langholts og
Lykkvabæjarklausturs sóknir, rennur gegnum presta-
kallið, og verður á leið prestsins til útkirkjunnar; en
þótt Kúðafljót sje mikið vatnsfall, er það samt sem
áður eigi álitið hættulegt yfirferðar. Hin þriðja sam-
eining er sameining Reynisþinga og Sólheimaþinga í
Mýrdal í eitt brauð, er mætti kalla Mýrdalsþing. J>ar
sem hið fyrra af prestaköllum þessum hefir 700 kr.,
en hið síðara 600 kr. í tekjur, yrði tekju-upphæð hins
sameinaða brauðs 1300 kr., og yrði brauð þetta eigi
mjög erfitt; að vísu eru þar nú 4 kirkjur, en nefndin
álítur, að vel mætti leggja niður Sólheima og Höfða-