Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Qupperneq 85
85
prestakallið niður á hreppa og- hreppsparta í hlutfalli
við fólkstölu um næsta nýár á undan. Sama er og, ef
kaupstaður er í prestakallinu.
Áður en niðurjöfnunin á fram að fara, ber prest-
inum, þar sem þannig er ástatt, að gefa hlutaðeigandi
hreppsnefndum eða bæjarstjórn skýrslu um fólkstöl-
una, bæði í öllu prestakallinu, og sjerstaklega í hverj-
um hluta þess, að tilgreindri þeirri upphæð í álnatali,
sem hver hluti prestakallsins á að greiða.
Rjett er, að gjaldið sje greitt annaðhvort í pen-
ingum, eptir verðlagsskrár meðalverði allra meðalverða,
eða í þessum landaurum, þannig að alin komi fyrir alirt:
sauðum, veturgömlum og eldri, ullu, smjöri og fiski. Ef
gjaldið eigi er greitt á rjettum tíma, má taka það lög-
taki hjá gjaldendum.
Nefndin leyfir sjer, að gjöra þessar athugasemdir
um hinar einstöku ákvarðanir frumvarpsins:
Um i. gr.
Jafnframt því, að afnema preststíundina og dags-
verkin, verðurað sjá prestunum fyrir fullu endurgjaldi
fyrir þessar tekjur. Með tilliti til upphæðar endur-
gjaldsins þótti rjettast, að fara eptir meðaltali af hin-
um afnumdu tekjum um hin 5 síðustu ár, og er þá svo
til ætlazt, að umboðsstjórnin ætti að ákveða upphæð
þessa fyrir hverja sókn eitt skipti fyrir öll. Að upp-
hæðin sje ákveðin í álnatali, virðist rjettara vegna
þeirra breytinga, sem peningaverðið er undirorpið.
þegar um það er að rseða, hvaðan þetta endurgjald
skuli takast, virðist sanngjarnast, að hinni ákveðnu upp-
hæð fyrir hverja sókn verði jafnað niður á sóknarmenn
eptir efnum og ástæðum, og þykir meiri hluta nefnd-
arinnar rjettara, að fela hreppsnefndunum þessa niður-
jöfnun og innheimtu, og setja þannig þetta nýmæli í