Kirkjutíðindi fyrir Ísland - 01.01.1878, Qupperneq 94
94
5- gr.
Sóknarnefndin skal vera sóknarprestinum til að-
stoðar í þvl, að viðhalda og efla góða reglu og siðsemi
í söfnuðinum, einnig í uppfræðing ungmenna og í því,
að samlyndi og friðsemi haldist á heimilunum og með-
al allra í söfnuðinum. Nefndarmenn skulu hvetja sókn-
arbúa til að sækja helgar tíðir, vera meðhjálparar
prestsins við guðsþjónustugjörðina í kirkjunni, stuðla til
þess, að hún fari sómasamlega fram, og söfnuðurinn
færi sjer hana sem bezt í nyt.
6. gr.
Sóknarnefndin hefir á hendi að innheimta sókn-
argjöld til prests og kirkju, og standa prestinum og
kirkjuráðandanum skil á þeim.
7- gr-
Ef fjemál kirkju eru fengin söfnuði i hendur, skal
það einnig vera ætlunarverk sóknarnefndarinnar, að
hafa á hendi umsjón yfir kirkjunni og eigum hennar,
og standa fyrir byggingu hennar eður aðgjörð, þegar
þörf gjörist.
AstæSur fyrir lagafrumvarpi þessu.
Af því minni hlutanum þótti ástæða til, að gjöra
allt, sem gjört yrði, til þess að glæða og efla kirkju-
legt fjelagslíf hjá söfnuðunum, og hvetja þátil að hugsa
um andleg og kirkjuleg málefni, og af því honum þótti
betur fara, að fela innheimtu prests- og kirkjugjalda
sjerstakri nefnd, sem safnaðarmál, en að fela það
hreppsnefndum og bæjarstjórnum, og enn af því, að
minni hlutanum þótti rjett, að gjöra það með lagafrum-
varpi mögulegt, að söfnuðirnir gætu, þarsem svo væri
ástatt, tekið að sjer umsjón og viðhald kirkna, þótti
honum ástæða til að koma fram með frumvarp þetta,
þótt hann játi, að efni þess að öðru leyti eigi beinlínis
sje fyrir innan verkahring nefndarinnar. Leyfir minni