Norðurljósið - 01.01.1978, Page 1
59. árgangur
Janúar—Desember 1978
1. —12. tölublað
Nýárskveðja 1978
EFNÍVÍÐUR FIÐLUNNAR.
Þýtt. Endursagt. Frumorkt.
í útjaðri skógar var eitt sinn tré,
svo ungt og fagurgrænt,
sem þroskaðist óðum, varð þrekið, hátt,
og þótti öllum vænt.
Til himins stefndi það, hló við sól,
ei hræddist vind og regn.
Er nístandi frostvindur næddi um það,
í nepjunni jókst þess megn.
Það stóð af sér hríðar og stormahret,
varð sterkt, er liðu ár.
í viðinn kom scigla, en stæltist stofn.
Það stóð sem drangur hár.
Með skyndingu reyndist þess sköpum rennt.
Það skalf við bitur högg.
Og logsárri holund þau lögðu það
sem Ijárinn gras í dögg.
Það limarnar missti og laufskrúð sitt,
mjög lengi þurrkað var,
þá sundrað í smábúta, selt og dreift. —
Þess sögu Iauk ei þar.
Því lisíhagur smiður þá leit einn bút,
hvað leyndist honum með?
Slíkt efni í fiðlu, að annað eins
hann aldrei hafði séð.
Og listamanns, smiðsins haga hönd,
þá hóf sitt fiðlusmíð.
Hann kappsamur, ötull að því vann
um ekki skamma hríð.
Af ötulleik miklum hann áfram vann.
— Hve örvar hugsjón lýð? —
Hann dreymdi þá stund, þegar lyki loks
á listaverki smíð.
Og fullsmíðuð lolcs þegar fiðlan varð,
hve fögur þá hún var.
Og leikin af snillinga listahönd
hún Iangt af öðrum bar.
Vor heiiagi frelsari himnum frá
nú horfir á oss menn,
hvort fúslega við gerumst fiðlan hans?
Hvort flýjum við hann enn?
Með innilegri ósk um farsælt, nýtt ár!
Stekkjargerði 7, Akureyri.