Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 3

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 ?eíur t>ruggun og sala áfengs öls komið í veg fyrir Pað, að unglingar neyti snemma víns og gerist drykk- e Idir? Ekki hef ég trú á því- Einmitt í Svíþjóð, þar sem u engt öl er bruggað handa ungmennum, lcemur það i jos, hef ég lesið eða heyrt, að áfenga ölið sé beita akkusar. Ungmennin fara fljótt að vilja fá eitthvað sterkara. Áfenga öl.ð verður þeim þá skólaganga í ® engisnautn, ofneyslu áfengis, drykkjuskap. Heyrt ég, að mörgum þar sækist það nám fljótt. Vestrænar þjóðir, en af þeim hef ég meira frétt en austrænum, eiga sín vandamál, er skapa mikla pUgleika. Eitt þeirra er svo nefnt unglingavandamál. , r rætt og ritað mikið um það. Reynt er að relcja Præðina þá, sem mynda þann örlaga vef. Auðvitað lef ég heyrt eða lesið minnst af því, sem rætt er eða r,tað um það. Rætur þess munu liggja víða. En skortur a 3ga er góður jarðvegur fyrir það. Skynsamleg stjórn a börnum og agi, þegar þau óhlýðnast, er þeim í raun °g veru skjólveggur kærleikans. Þau vita, hvað þeim er obsett að gera. Það veitir öryggiskennd, sem ekkert nnnað getur veitt. Væri þessu ekki þannig farið, þá mundi Guð kær- eikans aldrei hafa lagt eins mikla áherslu á aga eins og hann gerir í Orði sínu. Biblían segir óhlut- ^rægt frá söguhetjum sinum, kostum þeirra og göllum, orðum þeirra og athöfnum. íslendingur sá, er frægastur hefur borið Davíðs nafn, var skáldið frá Fagraskógi. Frægastur allra kon- Uuga ísraels var Davíð konungur. Alkunn er sú hrösun, sem henti þennan konung, er hann girntist konu náunga síns. Lögmál Guðs sagði og segir enn: ,,Þú skalt ekki drýgja hór.“ Þekkti Davíð petta boðorð? Vafalaust, því að hann talar svo marg oft um orð og boð Drottins i Sálmum sínum. Hvernig ól hann börn sín upp? Hvað henti þau á fullorðins- árum? Elsti sonur Davíðs hét Amnon. Ástarhug felldi hann bl hálfsystur sinnar, sem Tamar hét. Hann ginnti hana hl sín, tók hana með valdi, nauðgaði henni, daufheyrð- ,st við bænum hennar að fremja ekki slíkt óhæfuverk. Samkvæmt lögmáli því, sem Guð hafði gefið ísrael, átti Ámnon að deyja fyrir glæp sinn. Slíkan dóm dæmdi Oavíð ekki né framkvæmdi. Hann elskaði Amnon. Sjálfur hafði hann syndgað á sviði kynlífsins. Albróðir Jamar, Absalóm, hefndi síðar systur sinnar. Hann orap Amnon, lét sveina sína vega hann. Davíð fyrirgaf honum eftir nokkur ár. Adónía hét þriðji sonur Davíðs. Þegar faðir hans var orðinn gama'l og sjúkur, gerði hann uppreisn gegn honum. Lét hann smyrja sig til konungs án samþykkis oður síns. Um Adónía segir ritningin: „Faðir hans iafði aldrei á ævinni angrað hann með því að segja yIð hann: „Hví gerir þú þetta?“ Satt er það, að Davíð varð mjög reiður, er hann frétti athæfi elsta sonar síns. En þess er ekki getið, að hann segði við hann ávítunar orð. Ekki er þess heldur getið, að hann segði nokkurt avítunarorð við Absalóm, er fundum þeirra feðga bar saman nokkrum árum eftir, að Absalóm drap Amnon bróður sinn. Af öllu þessu virðist mega draga þá ályktun, að Davíð hafi aLð upp syni sína mjög á svipaðan hátt og þeir foreldrar gera nú, sem ala börn sín upp í agaleysi og sjálfræði. „Maðurinn er dýr,“ sagði fræðslubók um kynlífsmál. Hún var ein hinna fyrstu, sem gefnar voru út á landi hér, sem ræddu þann þátt mannlífsins. Undir þetta taka þeir, sem kenna þróun mannsins, en neita þeirri staðhæfingu biblíunnar, að Guð hafi skapað mann- inn. Ef til vill eru þeir ekki alltaf svona berorðiv. Hvað um það, maðurinn væri dýr að uppruna, hefði Guð ekki skapað hann. En Guð hefur gætt manninn þeim hæfileika, að hann getur trúað á Guð, náð sam- bandi við Guð, ef hann fullnægir skilyrðum þeim, er samband við Guð er háð. En vita foreldrar allir, hvernig sum æðri dýr breyta við afkvæmi sín, ef þau hlýðnast ekki móður sinni? Ef kettlingur óhlýðnast kattamömmu, getur hún átt það til að bíía í hnakkadrambið á honum, halda honum þannig föstum, meðan hún sparkar duglega í afturend- ann á honum. Þannig hirtir hún kettlinginn sinn, til þess að hann læri þá kattasiði, sem hún vill kenna honum. Þetta hef ég horft á og sjálfsagt margir fleiri. Ég hef líka horft á lamb, er sogið hafði móður sína, vilja halda áfram að fá meiri mjólk, þótt hún væri þrotin í júgri ærinnar. Þá barði hún það með öðru horninu. Hætti það betli sínu þá. Ekki má gleyma sögunni af birnunni. Man ég eigi þó, hvar hún gerðist. Minnir mig það væri í Sviss. Maður nokkur sá birnu koma niður að á. Húnar tveir fylgdu henni, og var annar eldri. Birnan vildi fara yfir um ána. Hún fékk yngri húninn eldri húninum, að hann skyldi hjálpa honum yfir um ána. Ekki var húnninn fús ti! þess, en hlýða varð hann. Er komið var út í miðja ána, sleppti hann húninum. Birnan barg honum. En fáir mundu hafa kært sig um þá hirtingu, er húnninn eldri fékk á eftir hjá móður sinni. Með öðrum orðum: Hún beitti aga við óhlýðinn son. Foreldrar, feður og mæður barna, sem þið elskið, er ekki svo? Þið vafalaust viljið láta þau verða góða, löghlýðna borgara, er þeim vex vit og aldur. Heyrið, hvað Salómó konungur sagði. Hann var vitrasti maður veraldar, í Orðskviðum hans stendur meðal annars: „Aga þú son þinn, þá mun hann láta þig hafa ró og veita unað sálu þinni.“ (Orðskv. 29.17.). Hverjir fylla fangelsin hérlendis? Eru það ekki menn, sem vísvitandi brjóta lög eða vegna ölvunar reglur um almenna framkomu fólks? Satt er það, að saklausir menn eru stundum ranglega grunaðir og settir í gæsluvarðhald. En þeir eru fáir á móti öllum hinum. Veniulega mun sakleysi eða sekt koma fljót- lega í ljós. Salómó konungur sagði: „Slæm hirting bíður þess, sem yfirgefur rétta leið. „Margir eru mennirnir þeir sem rekið hafa sig á þetta. Við höfum þau lög, sem

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.