Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 5

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 ata líf fyrir líf, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd yrir hönd, fót fyrir fót, bruna fyrir bruna, sár fyrir sár, skeinu fyrir skeinu.“ (2 Mós.21.23.) Bóndi konunnar atti algert sjálfdæmi, ef bótum var haldið uppi. Við íslendingar höfum átt okkar Sturlunga-öld. Um hana mátti segja það, sem Hósea, spámaður hjá ísraels- mönnum, sagði um samtíð sína: „í landinu er engin trú- festi, né kærleikur, né þekking á Guði. Þeir sverja og Jjúga, myrða og stela og hafa framhjá. Þeir brjótast inn í hús, og hvert vígið tekur við af öðru. Fyrir því drúpir landið og allt visnar, sem í því er, jafnvel dýr merkurinnar og fuglar himinsins, og enda fiskarnir í sjónum eru hrifnir burt.“ Gæti slík öld runnið upp hér á landi? Er hún ekki þegar runnin upp? Fuglum loftsins hefur án vafa stór- lega fækkað, raddir vorsins hljóðnað mikið, sé miðað við það sem áður var. Hafa ekki fiskarnir í sjónum verið mikið til hrifnir burt vegna ofveiði annarra þjóða á íslands miðum og sjálfra okkar líka? Ég get varla trúað því, hvað þá skilið það, að skipstjórar fiskveiði- skipa skuli ekki forðast að veiða smáfisk, þegar þeir verða þess varir, að hans verður vart í aflanum. Ekki held ég, að nokkrum íslenskum bónda kæmi það til hug- ar að slátra unglömbum nýbornum, enda þótt hann ætti kost á háu verði fyrir skinnin af þeim. Bóndinn sér smn hag því meiri sem lömbin verða fleiri og vænni hl frálags. Þeim er því leyft að dafna til haustsins, þegar slátrun þeirra gefur miklu meiri arð. En „fé- girndin er rót alls þess, sem illt er,“ segir heilög ritn- ln8- Sú girnd hefur sem margar aðrar girnir, leitt fjölda fólks afvega. Völuspá talar um, að vígöld verði og vargöld áður veröld steypist. Varla verður komist hjá að álykta á þann veg, að öld sú muni nú vera að renna upp hér á landi. Síðan morðmálin voru í Vestur-Húnavatnssýslu í kringum 1830, mun mega kalla hlé á slíkum athöfnum hér á landi uns nú á allra síðustu árum, að nokkur morð hafa verið framin. Er óhugnanlegt til þess að vita nú, að slík öld skuli runnin upp aftur. En við hverju er að búast? Tilkynnt var eitt sinn í sjónvarpi, að börn ættu ekki að horfa á mynd, er átti að sýna. Samkvæmt þessu sá kona nokkur á Akureyri um það, að drengur í umsjá hennar fékk ekki að horfa á myndina. Hann var látinn hátta og fara að sofa. Daginn eftir sagði þessi drengur við konuna: „Krakkarnir segja, að þessi mynd hafi ekkert verið Ijót. Það voru ekki drepnir nema fimm menn í henni.“ Þegar biblían talar um endalok þessa tímabils, sem við Iifum á, þá láta mennirnir ekki af þjófnaði sínum, hordómi og manndránum. Siðspillingin magnast æ meir, uns Guð verður að taka í taumana. Hvort sem því verð- trúað eða ekki, segja menn, fróðir í spádómum 'blíunnar, þá er þar að finna 175 spádóma um dauða vrists, en þrjú hundruð og átján um endurkomu hans. Mannkynið á betri tíma í vændum en þá, sem nú hða yfir það. I lífi hvers einstaks manns getur, í ein- verjum mæli, slíkur tími runnið upp, ef hann vill láta af syndum sínum, fá þær allar fyrirgefnar hjá Guði fyrir sakir nafns Drottins Jesú. Kraftinn til að lifa nýju lífi vill Guð gefa okkur, ef við lesum orð hans og leitum samlífs við hann í bæn. Mætti það verða hlutskipti þeirra allra, sem hlýtt hafa erindi þessu. Tortímandinn mikli Eftir dr. Austin L. Sorenson. Áfengið, það er tortímandinn mikli. Evangeline Booth hafði réít fyrir sér, þegar hún sagði: „Fremur öllu öðru í heimi, sem orðið hefur til bölvunar, hefur áfengið úthellt meira blóði, sett upp fleiri sorgarblæj- ur, selt fleiri heimili, gjört fleira fólk gjaldþrota, vopn- að fleiri þorpara, drepið fleiri börn, brotið fleiri gift- ingarhringa, spillt meir sakleysi, blindað fleiri augu, rekið vitið úr hásæti, kramið fleiri hjörtu, gjört dreng- skapinn skipreika, vansæmt heiður kvenna, ónýtt fleiri mannsævir, rekið fleiri til að fremja sjálfsmorð og grafið fleiri grafir.“ Athugið, hvernig Matt.10.28. á við hér: „Og hræðist eigi þá, sem líkamann deyða, en geta eigi deytt sálina, en hræðist heldur þann, er mátt hefur til að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti." Áfengið er morðingi. Áfengið lýstur fimm sinnum fleiri en berldar og krabbamein. Hershöfðinginn Persing komst svo að orði: „ölvun hefur drepið fleiri menn en fallið hafa í öllum styrjöldum mannkyns- sögunnar.“ Dánartala drykkjumanna er yfirleitt þriðj- ungi hærri en annarra manna. Þjóðvegirnir eru stráðir sundruðum heimilum og slettum blóðs, af því að ölvað ir ökumenn deyða fleiri af vinum olckar og ástvinum heldur en styrjaldir. Áfengið er ræningi. Þjófurinn segir: „Peningana eða lífið.“ Áfengið heimtar: „Pen- inga þína og líf þitt.“ Abraham Lincoln sagði einu sinni: „Ef þrælahald er ekki rangt, þá er ekkert rangt.“ Við þetta bæti ég: „Sé ekki röng sala áfengis, er fram- leiðir betlara, sundruð heimili og tortýningu sálna, þá er ekkert til, í öllum alheimi Guðs, sem er rangt.“ Áfengið tortímir þjóðum. Tonybee, sagnfræðingur- inn mikli, hefur frætt oss um það, að siðmenning mikil, á ekki færri en 16 stöðum, hefur liðið undir lok vegna hnignandi hugsjóna og þar af leiðandi siðferðis- legs niðurbrots. Jón Byggkorn (áfengið) hefur ekki gert sér neinn þjóðamun. Sú þjóð, er sáð hefur þjóð- ar-ofdrykkju, hefur uppskorið þjóðar-upplausn. Peta- in marskálkur lýsti yfir því, er Frakldand var hemum- ið í síðari heimsstyrjöldinni: „Vegurinn, sem innrás- arher Nazista ferðaðist á, var búinn til og steinlagður af fimmtu innanlandsherdeild okkar: áfengissýki, trú- leysi og óskírlifi." Einhver hefur bent á það. „Sér- hver þjóð, sem tortímst hefur í sögu mannkyns hef- ur farist vegna drykkjuskapar. Ef Bandaríldn farast, þá deyja þau af drykkjuskap. Áfengið er allra versti óvinur lýðræðis, slægasti svikari þess. í Washington

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.