Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
orsakast að mestu leyti af vindlingareyk. (Af ryki
stundum Þýð.)
Maður, sem í langan tíma hafði verið vinur minn,
kom til mín fyrir nokkru, er ég var á Dallas-svæðinu.
Hann sagði við mig: ,,Dr. Rice, þú kenndir mér allt,
sem ég þekkti í biblíunni. Þú kenndir mér að gefa tíund,
°§ ég hef gefð um hálfa milljón dollara til málefnis
Drottins. Eitt kenndir þú mér enn, og ég vildi ekki
hlusta á þig, — það var um tóþakið. Nú er ég kominn
°ieð Iungnaþan. Ég þori ekki að vera fjarri lækni mín-
um, bví að tvisvar eða þrisvar í viku get ég dáið ef ég
fæ ekki aukaskammt af súrefni. Ég vildi óska, að ég
hefði hlustað á þig, er þú sagðir mér frá skaðvæni vindl-
inganna.“
Er ég var í Muskegen, Michigan, fór ég að halda
blessunarríkar vakningarsamkomur í Calvary Bapista-
kirkjunni. Djákni mætti mér hjá flugvélinni og hann
sagði: „Það er hræðilegt, hvernig konur reykja nú á
dögum. Veistu, að kona sóknarprestsins í Biskupakirkj-
unni hér reykir vindlinga stöðugt?“
ɧ svaraði: „Kannski er þetta orðrómur einn. Þú
veist þetta ekki með vissu?“
>,Jú, ég veit það“ svaraði hann. „Ég veit það, af því
að hún kaupir alltaf vindlingana í búðinni minni. Ég
hef sjálfur selt henni þá.“
Ég sagði við hann: „Hver er munurinn á því, að það
sé rangt að reykja og rangt fyrir sannkristinn mann
að selja vindlinga?"
Hann varð undrun lostinn. „Ég hef aldrei hugsað
um það.“
Til að styrkja þá bændur, sem rækta tóbak, greið-
um við í Bandaríkjunum um áttatíu milljónir dollara
arlega til að tryggja tekjur þeirra. Það er heimskuleg,
ókristilleg og óvísindaleg afstaða, þegar stjórnin vill
setja lög, sem banna sölu á sakkaríni, af því að drykki
nraður um 33 lítra á dag Cola drykk, í venjulegan
rnannsaldur — sem er gerður sætur með sakkaríni, þá
gseti hann feng'ð krabbamein. En hún styrkir fram-
leiðslu tóbaks, sem er sannað, að veldur krabbameini
°g tylft annarra sjúkdóma, fjötrar viljann, gerir líkam-
ann fúlan og vanheiðrar Guð.
Þeir, sem selja tóbak, eru samsekir hinum, sem nota
bað. Stjórnin, þeir í henni, sem ráða yfir sölu þess, verða
að svara fyrir synd sína, frammi fyrir Guði.
3. Áfengissalar eru undir bölvun Guðs.
I spádómsbók Habakúks 2. kafla 15. grein standa
bessi orð: „Vei þeim, sem gefur nágranna sínum (á-
fengan) drykk.“ Það hvílir bölvun yfir þeim, sem leggja
nagrönnum sínum eða meðbræðrum til áfengi.
I Springfield, Illinois, var ég að halda vakningar-
samkomur. Ég predikaði um vínsöluna og sagði: „Gef-
'ð gætur að manninum, sem selur áfengi og gefið gæt-
að fjölskvldu hans. Bölvun og erfiðleikar munu
vissulega koma, af því að Guð hefur sagt: „Vei þeim,
sem gefur náunga sínum áfengan drykk.“ Maður, sem
rak vínsölu þar í borginni, varð mjög reiður og talaði
aiveg æðislega um heimsku þessa predikara.
Tveimur vikum eftir, að ég laulc samkomunni og
var farinn heim, bárust mér þær fréttir, að maður þessi
fór dag nokkurn að opna vínsölustað sinn. Með lykil-
inn í skránni datt hann niður dauður af hjartaslagi.
Þetta gerist eklci ávallt svona skjótt. En það er
bölvun yfir sérhverjum manni, sem hjálpar til að selja
áfengi, hjálpar til að gera menn að drykkjumönnum og
fátæklingum. Þeir auka glæpi. Þeir gera menn að
styrkþegum. Með vínsölunni hjálpa þeir til að senda
sálir vesalinga til helvítis, þrælbundnum vegna áfengis-
SÖIll
Þetta merkir, að matsöluhúsið, gistihúsið, farfugla-
heimilið bera ábyrgð gagnvart Guði. Engum manni er
óhætt, sem kvænist flugfreyju, ef henni finnst sér
frjálst að bera fram vín þar. Finni hún ekki í samvisku
sinni, að þetta er synd, þá mun hún ekki hafa samvisku-
bit af því, þótt hún drekki sjálf. Með því að selja áfengi
hefur hún selt sannfæringu sína.
Kaupmaðurinn, er selur bjór, ætti að muna: „Vei
þeim, sem gefur nágranna sínum áfengan drykk. „Bölv-
un Guðs yfir áfengissölunni nær til allra, sem selja það
og framþera það.
Þetta eru alvarlegar aðvaranir frá Guði. Ö, hve
sannkristið fólk ætti að leggja þær sér á hjarta. Vér
ættum elcki að umbera þá, samþykkja gerðir þeirra né
taka á móti þeim sem góðu, kristnu fólki, sem þrjóta
slcýr boð Guðs í þessu alvarlega máli. (Þýtt af S.G.J.)
OR „ANDLEGUM LJÖÐUM“:
Á ættjörð vorri unun þýr,
og eilíf sæla ríkir þar.
Ei heyrast andvörp, hryggðin flýr,
sem hjartað stundum áður bar.
Viðlag:
Vér lifum brauði lífsins á,
og lífsins vatn þar teiga má,
er svalar andans þorsta og þrá,
oss þyrstir, hungrar aldrei meir.
:,:Hvað, þyrstir aldrei meir?“
Nei, þyrstir aldrei meir!
Því hvern, er trúir, Herrann kvað,
hann hungrar, þyrstir aldrei meir.
Þar hrynja engin harmatár,
en heilög gleðin skín á brá.
Vér dveljum þar um eilíf ár
í unaðsfriði Guði hjá.
Vér lifum þar í Drottins dýrð,
þá dýrð vér munum líta senn.
Hún verður ei með orðum skýrð,
sem oss er fært að skilja enn.
S. G. J.