Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 9

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 9
NORÐURLJÓSIÐ 9 steingervingur út um gluggann. Hana langaði ekki til að hugsa. En hún vildi ekki heldur, að hún gæti alls ekkert hugsað. Tvær konur sátu fyrir framan hana. Þær töluðu hátt. Önnur (eða báðar) virtust ekki heyra vel, svo að þær töluðu mjög hátt. „■ . . .virkilega yndisleg guðsþjónusta.“ >,Já, ég hef heyrt, að hann sé snillingur að tala yfir Ur>gu fólki. Um hvað talaði hann?“ »Jæja, mér fannst það undarlegt nafn á unglinga samkomu: „Langdregin eftirvænting gerir hjartað sjúkt.“ Hann sagði, að við gætum, þegar allt fer á öfug- 3n enda, samt treyst Drottni Jesú og þeim vonum, sem við eigum í honum. Hann leiddi þær svo dásamlega fram — von um fyrirgefningu, von um endurkomu hans....“ Oddu létti, þegar hér var komið, af því að stúlka, sem hún hafði kynnst í skólanum, settist við hlið henn- ar og fór að tala við hana, svo að hún heyrði ekki nema orð og orð á stangli af samtalinu, það sem eftir var ferðarinnar. 3. Irafli. Skýringin. Næsta morgun, þegar Odda kom niður til morgun- verðar, var maturinn tilbúinn, en frú Mason var enn að vinna í eldhúsinu fyrir luktum dyrum í stað þess að sitja glaðlega við borðsendann, tilbúin að hella í tebolla aukreitis. Frú Mason hafði hevrt, er Odda kom inn skömmu eftir kl. hálfníu kvöldið áður. Þá fór hún þegar til her- bergis síns. Þetta gat aðeins táknað eitt: Ekki hafði allt gengið til eins og ráðgert var hjá Oddu. Þótt hún væri kvíðafull og líka tilbúin að sýna samúð, þá fannst henni best að skipta sér ekkert af dóttur sinni, uns hún hefði lesið bréfið, sem komið hafði með morgunpóstinum. Odda þekkti strax hönd Davíðs á bréfinu. En hún var svo reið og sár, að henni kom fyrst af öllu í hug að fleygja bréfinu á eldinn án þess að opna það. En er hún var að handleika bréfið með þetta í huga, tók hún eftir því, að póststimpillinn á bréfinu sýndi, að það var orðið fjögurra daga gamalt. Það hafði ekki kom- ist til skila þegar í stað, af því að smávegis misritun var í ut'anáskriftinni. Er Odda hafði lesið bréfið, létti yfir henni. Var sem hún hefði varpað frá sér ásæknum áhyggjum, sem aftur og aftur höfðu vitjað hennar um nóttina. Frú Mason kom þá einnig inn, og létti henni líka. Þótt fyrstu orð Oddu væru: „Hve gremjulegt,“ þá bætti hún samstundis við: „Þótt ég búist við, að þetta sé eklci neinum að kenna. Davíð skrifaði mér, að hann gæti ekki farið út með mér, og bréfinu hafði seinkað Hann ritaði elcki rétt utan á það.“ „Hvers vegna gat hann ekki farið með þér út?“ spurði frú Mason varfærnislega. „Ferðum var öllum breytt, og hann er ennþá í London, sagði Odda til skýringar. „En hann ætlar að verða hér í kvöld, og ég á að mæta honum eins og venjulega.11 „Ég vildi, að hann kæmi hingað og sækti þig,“ sagði frú Mason. „Vissulega skammast hann sín ekki fyrir að koma hingað og lcnýja á dyr.“ „En mamma, þessi staður er svo langt fyrir utan borgina. Og þú veist, að það er alltaf orðið framorðið, áður en hann kemur til Belfast. Það er ekki eins og ég sé að fara á bak við þig. Þú veist allt um hann.“ „Ég hef aldrei hitt hann,“ sagði frá Mason, „og að minnsta kosti geðjast mér elcki að því, að þú verðir að standa og bíða, þegar hann er óstundvís. Og hugsa þú um í gærkvöldi, ég er viss um, að þú hefur óskað þess, að þú værir að bíða hans heima hjá þér, en ekki á stöðinni.“ „Ó, mamma,“ mótmælti Odda áköf. „Það kemur áreiðanlega ekki fyrir aftur, svo að það er ástæðulaust að gera veður út af því.“ Hún leit á bréfið. „Davíð segir, að hann hafi eitthvað mikilvægt að segja mér. Hvað skyldi það geta verið?“ 4. kafli. Davíð segir fréttir. Þegar Odda sá Davíð standa hjá bóksöluborðinu, fór hún að velta því fyrir sér, hvemig henni hefði getað fundist það kvöldið áður, að þetta væri leiðinlegur staður. Hún gat varla haldið sér frá að hlaupa síðustu skrefin, er hún gekk til hans. „Davíð.......“ „Odda........“ Þau heilsuðust, báðu afsökunar, báru fram mót- mæli og fullvissuðu hvort annað. Þegar þessu var lok ið, stóð Odda og beið með eftirvæntingu að heyra, hverjar væru fyrirætlanir Davíðs þetta kvöld. „Odda, heyrðu, er nokkur staður, þar sem við getum gengið saman?“ „Gengið?“ endurtók stúlkan með óvissuhreim. „Við hljótum að geta farið eitthvað. Þetta, sem mig langar til að tala um. . . .“ „Já,“ greip Odda fram í óþolinmóð. „Jæja, þetta er ekki eitthvað, sem ég get fleiprað fram úr mér í strætisvagni eða á göngu eftir stræt- inu. Við þurfum að geta talað saman.“ Odda leit snöggt og undrandi til hans. Síðan stóð hún og hugsaði sig um. Hún beit á neðri vörina. Loks- ins leit hún upp og sagði hægt: „Ég skal segja þér, hvert við getum farið. Við getum farið til Belfast kastalans. Vellirnir þar eru skemmtileg- ir. Sennilega verður margt fólk þar, en við getum talað saman.“ Hún leit með vandræðasvip á fallegu geit- skinnsskóna sína og fínu sokkana. „Ég er í raun og veru ekki búin undir göngu úti í sveit.“ „Ég vona, að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum," sagði Davíð. „Nei, nei, ég er elcki ein af þessum stúlkum, sem alltaf verður að fara með á einhverja skemmtun,“ fullvissaði Odda hann.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.