Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 14

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 14
14 NORÐURLJÓSIÐ „Ég er sænsk, en ég tala dálítið ensku. Hvað hefur komið fyrir?“ Áður en Odda gat svarað tóku hinar konurnar að tala á sínu máli við sænsku konuna. Þó nokkrar fóru jafnsnemma að svara. Þegar þær þögnuðu, sagði Odda: „Ég var í flugvélinni, sem hrapaði.“ „Flugvél,“ sagði sænslca konan og leit óákveðið í kringum sig, „hvar er flugvélin?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Odda, „en ég held, að ég hafa meitt mig í fætinum. Getur þú hjálpað mér?“ „Afsakaðu,“ og hin konon beygði sig skjótt niður. Oddu, sem var grannvaxin, hóf hún upp með sterkum örmum og bar hana að bifreiðinni. „Ég er Tove Peter- sen. Ég get flutt þig til þorps, þar sem eru nokkrir enskir kristniboðar. Þeir munu hjálpa þér. Frú James er hjúkrunarkona.“ Hún talaði lágt og sefandi, með- an, hún kom Oddu þægilega fyrir. En frá því jepp- inn lagði af stað, mundi Odda mjög lítið eftir ferðinni þessa átta km. til næsta þorps, nema það, að hún skalf af kulda og kenndi mikils sársauka í fætinum, þegar jeppinn tók beygjur á veginum. Jeppinn nam staðar, og Odda heyrði frk. Petersen skýra frá því, að hún hefði fundið Oddu slasaða hjá veginum. „Auðvitað tökum við á móti henni,“ sagði vingjam- leg kvenrödd, „en hvaðan skyldi hún vera komin? Sjálfsagt er einhver að leita hennar.“ Frk. Peterson svaraði hægt: „Hún segir, að hún sé úr flugvél, sem hrapaði. . . .“ „En það hefur engin flugvél hrapað," greip karl- mannsrödd fram í. „Þetta er það, sem ég sagði.“ Þá sagði kvenrödd rólega: „Þetta skiptir ekki máli nú. Fyrst verðum við að kanna, hvort hún hefur slas- ast í raun og veru og annast um hana.“ Odda var nú tekin úr jeppanum og borin upp þröng- an, dimman stiga, inn um lágar dyr í lítið herbergi. Þar var hún lögð varlega í rúm. Vika leið. Odda varð gagnkunnug þessu herbergi. Hún lá í rúminu og beið þess, að ökkli, sem tognað hafði mikið, læknaðist. Hún lét augun reika um hrjúfu, hvítkölkuðu borðin í veggjunum, raftana í loftinu, gluggana, er skreyttir voru fallegum tjöldum með blómamyndum. Sýndi þetta, að Betty James skapaði sér heimili eins snoturt og kringumstæður leifðu. Áhuga hennar mest vöktu myndimar, er sumar voru úr tíma- ritum, en aðrar sýndu hópa ungs fólks, er minntu á ár í menntaskóla. Loks námu augu Oddu staðar við lítið málverk á tréplötu. Var það grunnur bak við orð- in. „Þessa von höfum vér. . .. “ Áhugann fyrir umhverfi sínu missti hún, er hún eftir fáeina daga félck slæma lungnabólgu. Var orsök hennar tauga-áfallið og legan úti í rigningunni. Er hún gat sest upp aftur, var sem boðskapur textans væri skráður á hjarta hennar. Eitt af hinu fyrsta, sem hún spurði húsfreyju að, var þetta: „Hvað merkja þessi orð: „Þessa von höfum vér. .?“ Betty var að gera við tötralegar sálmabækur, sem notaðar voru á fámennu samkomunum þarna. Betty þagði, meðan hún klippti sundur límbandið og gekk snoturlega frá endanum. Þá leit hún upp og sagði. „Þetta er hluti af grein í biblíunni. Allur er text- inn svona: „Sem vér höfum eins og akkeri sálar- innar traust og öruggt, og það nær alla leið inn fyrir fortjaldið." Fyrir okkur Dick merkir þetta það, að við getum treyst Guði til að gera allt það fyrir okkur, sem hann hefur heitið að gjöra; að eilífar sálir okkar eru óhultar í umsjá hans, endurleystar af syni bans Jesú Kristi. Við höfum þá von að fara til að vera með honum, þegar við höfum lokið verki okkar hér. Við höfum þá von, að hann komi aftur til að sækja okkur, ef til vill áður en við deyjum. Og þó að allt virðist ganga illa, þá er von okkar á Guð traust og örugg.“ Hún stóð upp og geklc í áttina til skrifborðsins. „Ég skal sýna þér hvar þetta er skráð í biblíunni.“ „Vertu ekki að hafa fyrir því,“ svaraði Odda snöggt. „Ég var aðeins að velta fyrir mér, hvað þetta þýddi.“ Þar með sneri hún sér til veggjar. Betty horfði á hana hugsandi. AUir þeir, sem þekktu hana vel, mundu hafa giskað á, að hún sendi í skyndi upp bæn um hjálp til að fást við þennan erfiða gest. 10. kafli. Vonir bregðast. Dagarnir þarna í litla þorpinu hefðu verið Oddu ánægja, ef hún hefði getað eitt. Það var að koma orð- um heim, að hún væri óhult og yrði bráðum alveg heil- brigð. Hjónin vildu aldrei trúa því, að hún hefði verið flugfreyja í flugvél, sem hafði farist. Þeim höfðu engar fregnir borist um, að flugvél hefði farist þar í grennd- inni og gátu því aðeins gert ráð fyrir því, að Odda hefði einhverja ástæðu til að fela sannleikann bak við gagn- sæja lygi. Mörgum sinnum bað Betty Oddu að segja sannleik- ann, því að hún var viss um, að svona löng fjarvera hlyti að baka einhverjum kvíða. En Odda lærði brátt að endurtaka ekki sögu sína, heldur breyta umtals- efninu. Ástæðan fyrir fréttaskorti var mjög einföld. Odda hafði verið aftur í stéli vélarinnar. Það brotnaði af og varpaði henni til jarðar,þar var mjög þykkur gróður og kjarr. Stélbúturinn féll niður í ólgandi, vatnsmildu ána, sem Odda hafði séð, síðan hafði hann borist marga kílómetra niður ána, uns hann festist undir bakka, sem óþekkjanleg hrúga. Þar var hann í marga mánuði áður en hann fannst. Löskuð vélin flaug áfram, rétt aðeins ofan við trjátoppana, uns hún rak sig á í litla, fjarlæga landinu Sikkim. Fólkði þar sá um þá, sem slysið lifðu af, En það leið þó nokkur tími, uns hægt var að koma fregn- um af þeim til umheimsins, því að skriðuföll höfðu gersamlega lokað eina veginum, sem þaðan lá út úr dalnum. Kristniboðarnir ungu höfðu allt of mikið að gera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.