Norðurljósið - 01.01.1978, Side 18
18
NORÐURLJÖSIÐ
indastólunum, sem stóðu þar hjá borði. Þjónninn setti
af stað rafknúinn blævæng og fór hljóðlega út um
einar dyrnar af mörgum með tjaldi fyrir. Bak við þann
enda stofunnar, sem notaður var sem borðstofa, voru
tvennar dyr með tvöföldum hurðum fyrir, sem opn-
uðust út á veggsvalir. Tekið var að rökkva, en Odda
gat þó séð móta fyrir trjám og runnum í litlum, um-
luktum garði.
Betty hafði sagt, að vinir þeirra ættu heima í hæð
í húsi. Ávallt endranær hefði Odda haft mikinn á-
huga fyrir þessari nýju gerð á íbúð. Eins og á stóð var
hjarta hennar áhyggjufullt og hugarró hennar trufluð,
vegna hugsana, sem höfðu byrjað eftir hugsunarlausu
orðin, sem hún heyrði í skrifstofunni. Fáum stundum
fyrr höfðu vonir hennar verið sem rauðar rósir. Hve
allt hafði farið öðruvísi, hugsaði hún með nokkurri
beiskju. Nærri því með tregðu minntist Odda annarra
orða, sem sögð höfðu verið um hana, þegar hún ætl-
aði að finna Davíð: „Skyldi Odda vita, hvert hún á
að snúa sér, verði hún fyrir vonbrigðum?“
„Ég veit það ekki,“ hugsaði Odda vansæl. Rósemi
hennar og sjálfstraust virtust hafa yfirgefið hana. „Hve
fegin vildi ég vita það.“
15. kafli.
Ekki vonbrigði.
Rétt um leið og hún viðurkenndi þörf sína kom
svarið. Stofan virtist fyllast hljómlist, þegar hlýleg
rödd drengs söng:
„Hann er ekki horfna vonin,
Herrann Jesús meira’ er mér
en í fögrum dægurdraumum
dreymt mig hafði, að hann er.
Er ég þekkti” hann betur, betur,
brenna hjá mér innra’ ég fann:
að sem allra flestir, flestir,
fari líka’ að elska hann.
Að sem allra flestir, flestir
fari líka að elska hann.“
Þetta voru fögur orð, og þau voru sungin af fagurri
röddu. En Oddu var það mikilvægast á því andartaki,
að sérhvert orð var sannfæring söngvarans. Sá vissi,
sem úti var á svölunum, hvað það var að fá vonir sínar
uppfylltar í stað þess að sjá þær bregðast.
Odda reis á fætur og sneri sér að glugganum. Þá
heyrði hún létt fótatak við hlið sér. Ung stúlka kom
inn úr einum dyrunum, sem tjöldin voru fyrir. Hún
raulaði lágt lagið, sem sungið hafði verið með svo
mikilli viðkvæmni. Stúlkan virtist ekki furða sig
neitt á því að sjá Oddu. Og í stað þess að kynna sig,
spurði Odda í skyndi:
„Hver var að syngja?“
„Það var blindur drengur,“ var svarað. „Hann dvelur
hiá okkur um tíma. Hann syngur mjög fallega. Viltu
sjá hann?“
„Nei‘ sagði Odda og hörfaði undan. Henni urðu
skyndilega Ijós tárin á vöngum sínum. „En sértu vinur
Betty og Dicks, þá hiýtur þú að geta sagt mér, hvernig
ég get lært að syngja þetta líka.“ Brenda Grant vissi
þá, að kunningjastúlkan nýja átti ekki við, að hana
langaði til að læra nýtt lag.
Stúlkurnar tvær settust á þægilegan legubekk, og
Brenda lauk upp lítilli biblíu, sem hún tók af borði
þar rétt hjá.
„Hvers vegna viltu finna Drottin Jesúm?“ spurði
hún hljóðlega.
„Af því að ég þarfnast hans,“ mælti Odda í bænar-
rómi. „Ég hélt ég væri svo gáfuð, að ég gæti stjórnað
lífi mínu. En allt hefur gengið á tréfótum. Ég er ný-
búin að gera mér Ijóst, að raunverulega ætti ég að vera
dauð núna. Væri ég það, mundi ég vera glötuð.“ Hún
þagnaði, eins og þetta skelfilega orð hefði orðið enn
Ijósara fyrir huga hennar en nokkru sinni fyrr. „Ég
hélt, að lífið yrði svo skemmtilegt. Nú er það allt eyði-
lagt. Þeir vilja láta mig fljúga heim, en ég þori það
eklci. Ég veit ekki, hvað ég að gera.“ Orðagusa Oddu
var nokkuð lík vælum í vonsviknu og hræddu bami.
En Brendu var einlægni hennar augljós.
„Hefur þú nokkru sinni hugsað út í það, að ástæðan
fyrir því, að þú getur ekki stjórnað lífi þínu sjálf, er sú,
að þú ert syndari! Aldrei getur þú bjargað þér sjálf,
þegar syndin er annars vegar.“
„Ég er búin að reka mig á það líka,“ viðurkenndi
Odda. „Ég veit, að biblían segir, að allir séu syndarar,
því að það var ritningargrein um það á spjaldi í flug-
höfn í Lundúnum, og ég hataði hana alltaf.“
„En nú veist þú, að hún er sönn?“ „Já.“
„En hefur þú nokkru sinni íhugað það, að Guð
getur ekki látið sem hann sjái ekki syndina, af því að
hann er sjálfur heilagur? Hún mundi því ávallt skilja
okkur frá honum. En sonur hans, Drottinn vor Jesús
Kristur, kom til jarðarinnar og tók á sig refsinguna
fyrir syndir okkar og bar þær á líkama sínum á brott,
hann, lambið Guðs, sem tekur á brott synd heims-
ins.“
„En beri hann á brott syndir alls heimsins, þá er
allt í lagi með alla,“ sagði Odda efablandin.
„Það gæti verið svo, ef allir vildu það,“ sagði Brenda
hljóðlega, „því að Jesús bar í raun og veru syndir allra.
En það er eitt, sem Guð getur ekki fyrirgefið."
„Hvað er það?“ spurði Odda áhyggjufullum rómi.
Guð getur ekki fyrirgefið neinum, sem vill ekki
trúa á Drottin Jesúm og veita viðtöku hreinsun dýr-
mæta blóðsins hans frá synd.“
„En þannig var ég,“ sagði Odda.
„Ertu þannig ennþá?“ spurði Brenda.
Andartak hugsaði Odda sig um. „Nei,“ sagði hún
að lokum. „Ég vil verða hrein af syndinni, og ég trúi,
að Drottinn Jesús geti gjört það fyrir mig, og ég vil
þjóna honum.“
Stúlkurnar féllu á kné, og Brenda kenndi þessari
ný-afturhorfnu sál, hvemig ætti að biðja til Guðs, sem