Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 20
20
NORÐURLJÓSIÐ
„Ég svaf ekki mjög vel,“ mælti Odda seinlega. „En í
raun og veru var það ekki sakir hitans. Ég er lafhrædd,
Brenda, af því að þeir vilja, að ég fljúgi heim.“
„Finnst þér þú ættir að gera það?“ spurði Brenda.
„Ef ég geri það ekki, missi ég atvinnu mína, og ég
þarf að bíða eftir sjóferð, og ég veit, að móðir mín er
kvíðandi út af mér, svo að mig langar til að komast
heim eins fljótt og unnt er.“
„Og....?“
„Ég er viss um, að ég get það ekki,“ mælti Odda
með vælurómi. „Ég mundi alltaf vera að hugsa um
þessar hræðilegu mínútur á undan slysinu."
„Svo að þetta er vandamálið?"
„Þetta er vandamálið,“ samsinnti Odda.
Brenda var hugsandi í fáein andartök. Síðan leit hún
upp og horfði í augun á Oddu. „Hefur þú gert þetta að
bænarefni?“
„Það hef ég ekki gert,“ svaraði Odda.
„Jæja, mér finnst nú,“ sagði Brenda með sanngirni,
„að þú gætir byrjað að ganga þann veg, sem þú ætlar
að fara. Fyrst þú hefur nú tekið á móti Drottni Jesú
sem frelsara þínum, þá ert þú ekki lengur þín eigin eign.
Héðan af átt þú að vera undir stjórn hans og fram-
kvæma áform hans með ævi þína, hvert svo sem það
áform kann að vera. Það getur verið, að það sé hans
vilji, að þú sért hér í Kalkúttu og farir heim með skipi.
Hann getur ætlað þér aðra starfsbraut síðar. Hins vegar
ef hann vill, að þú farlr heim nú þegar, þá getur þú
alveg örugg treyst honum til að flytja þig þangað ó-
hulta og að varðveita þig frá ofsahræðslu á leiðinni.“
Odda hlýddi á þetta með mikilli gaumgæfni og kink-
aði lcolli til samþykkis, er Brenda lauk máli sínu. „Já,
þetta allt er alveg satt, en hvemig get ég vitað, hvað
Guð vill láta m:g gera?“
„Þetta er réttmæt spuming,“ samsinnti Brenda,
„og það er ekki alltaf auðvelt að segja einhverri ann-
arri, hvernig hún muni fá að vita vilja Guðs. En bið
þú um þetta. Vertu fús til að gera það, sem Guð vill,
og hann mun ekki láta þig gera glappaskot.“
„Þakka þér fyrir,“ sagði Odda og gekk til herberg-
is síns. Brenda var önnum kafin við heimilisstörfin.
En um það bil hálfri stundu síðar heyrði hún eitthvað
glamra eins og talsímatóli væri lyft upp. Stutt samtal
fór fram. Hún heyrði ekkert, hvað gerðist, en hjarta
hennar átti frið, því að hún sá gegnum opnar dyrnar
á herbergi Oddu, að hún hafði tekið hinn litla farangur
sinn saman. Rúmfötin hafði hún líka brotið snyrtilega
saman, svo að þau vom tilbúin að vera þvegin.
18. kafli.
Skref fyrir skref.
Odda hafði ákveðið, að hún yrði að fljúga heim.
Alla ævi gladdi það hana, hve ákveðinn skrifstofustjóri
flugfélagsins hafði verið, og fyrir ráðið skynsamlega,
sem Brenda Grant hafði gefið henni.
Meðan flugvélin stóra þaut áfram, fór Odda að slaka
meira á. Hún gerði sér ljóst, að næsta flugferð yrði ekki
nærri því eins erfið, og smám saman mundi hún gleyma
flugslysinu og læra að þykja gaman að fljúga aftur.
Hún fann líka innra með sér einhvern nýjan, kitlandi
áhuga. Brenda hafði sagt henni, að Guð hefði sitt áform
með ævi hennar. Það áform hlaut að vera gott og rétt,
fyrst Guð hafði gert það. Hann þekkti allt og skildi
allt. Ef hún gæti alltaf fundið, hvert áform Guðs væri
og fylgt því skref fyrir skref, þá mundi hún aldrei gera
glappaskot. Hún þurfti ekki að hafa nagandi ásakanir,
sem sæktu stöðugt á huga hennar. . . . eins og þær höfðu
sótt á hana, síðan hún rak Davíð frá sér. Þetta var unnið
verlc, sem ekki var unnt að láta ógert aftur. Hún gerði
sér þó ljóst, að alvarlega hindrunin, hve ólíkt þau litu
á andleg efni, var nú horfin.
Guð gæti ætlað henni allt aðra starfsbraut. Hann
gæti líka ætlað henni að halda áfram að vera flugfreyja.
En einhvern veginn mundi það verða allt öðruvísi,
vegna þess það væri áform Guðs. Hún yrði að grípa
hvert tækifæri til að tala við aðra um hann. Hún mátti
ekki fela þessa nýfundnu sælu og hamingju innra með
sér. Skyndilega og án þess að geta gert sér grein fyrir
því, kom henni í hug bláeyga kristniboðsstúlkan, sem
verið hafði í umsjá hennar í síðustu flugferðinni Hún
hafði virst svo veik, en eiga þó svo mikinn frið. Hvar
skyldi hún vera nú? Framkvæmdastjórinn í Kalkúttu
hafði sagt henni, að daginn áður en Odda kom í skrif-
stofuna, hefði hann frétt, að þónokkrir farþegar höfðu
dáið við áreksturinn, og einn eða tve'r höfðu dáið
seinna. „Ef til vill mæti ég henni á himnum,“ hugsaði
Odda. Þá skildi hún skyndilega, hvers vegna hún hafði
getað sigrast á flughræðslu sinni. Áður hafði ótti henn-
ar við dauðann verið óttinn við ókunna myrkrið hin-
um megin eftir dóminn, sem móðir hennar hafði stund-
um talað um svo alvarlega. Nú be:ð hennar ekki dómur,
engin fyrirdæming, því að hún var falin í Kristi Jesú
Drottni sínum.
Hönd var lögð á öxl hennar. Hún þrýsti hana fast
og vingjarnlega. Rödd, er hún þekkti, mælti: „Hvað,
ég held, að þetta sé Odda Mason. En gaman! Ég þekkti
þig varla. Hvar hefur þú verið?“
Odda leit upp og í hlæjandi augu manns, sem eftirlit
hafði með farþegunum. Hún hafði oft unnið með hon-
um.
„Jón!“ hrópaði hún, „það var gaman að sjá þig.“
„Hvernig er þetta, Odda, lentir þú ekki í flugslysi
fyrir nokkrum vikum? Ég hélt þú hefðir farist.“ Vin-
gjarnleg ásjónan var alvarleg nú.
„Nei, ég bjargaðist, þannig, að það gekk kraftaverki
næst þökk sé Guði, Jón, því að ég var ekki búin undir
að devja.“
Ljós kviknaði í augunum, sem horfðu í augu hennar.
„En þú ert það nú, skilst mér? Og ég þalcka Guði líka,
því að ég bað fyrir þér, Odda. Andlitssvipur þinn er
allur annar nú. Ég hefði nærri því getað vitað þetta án
þess að þú segðir mér það.“ Aftur þrýsti hann snöggt
með hendinni og var farinn. Odda fór að hugsa um,
hve dásamlegt er að eiga ókunna vini, sem leggja okkur