Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 25

Norðurljósið - 01.01.1978, Síða 25
NORÐURLJÖSIÐ 25 Nú er enginn slíkur milliveggur. Drottinn braut hann niður með dauða sínum fyrir syndir allra manna. Ef við höfum tekið við Kristi sem frelsara, erum við orðin Guðs börn. Án mismunar vegna þjóðemis megum við í trú ganga fram fyrir Guð. Við skulum ávallt gera það í Jesú nafni. 10. kafli. Heilagur Andi. „Kristur keypti oss.... til þess að. . . . vér öðluð- umst fyrirheitið um Andann.“ Gal.3.13.,14. „Enginn getur sagt „Drottinn Jesús“ nema af heilög- um, Anda.“ (l.ICor.12.3) „Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs Andi. En vér höfum.... hlotið Andann, sem er frá Guði, til þess að vér skulum vúa, hvað oss er af Guði gefið.“ l.Kor.2.11.,12. „Þegar hann, sannleiksandinn, kemur mun hann leiða yður í allan sannleika.“ Jóh.16.13. Heilög riíning nefnir Anda Guðs fyrst, þegar hann >,sveif yfir vötnunum.11 Nýja testamentið talar um hann fyrst, þegar hann kveikti það líf með Maríu heitkonu Jósefs, er átti að verða sú persóna, sem mest hefur kveðið að í allri sögu mannkynsins. Þegar sá tími kom, er Jesús frá Nasaret skyldi hefja starf sitt, þá steig heilagur Andi niður yfir hann, er hann hafði verið skírður. Þá urðu mikil þáttaskil í ævi Jesú. Kyrrláta ævin í Nasaret var horfin að eilífu. Næstu árin þrjú og líklega hálfu betur urðu mikil annríkis ár, rneðan Drottinn vor Jesús ferðaðist um, kenndi orð Guðs, læknaði hina sjúku og þjálfaði menn þá, sem taka skyldu við starfi hans. Elcki nægði sú þjálfun þó. Upprisinn bauð Drottinn þeim að vera kyrrum í borginni, „bíða eftir fyrirheiti Pöðurins, sem þér — sagði hann — hafið heyrt mig tala um.... Þér skuluð skírðir verða með heilögum Anda nú innan fárra daga.“ (Post. 1.4.,5.) Þegar svo heilagur Andi kom, fengu lærisveinar hans kraftinn, sem þá hafði áður skort. Þá predikaði Eétur með svo miklum krafti, að meira en þrjú þúsund manns bættust í samfélagið á þeim eina degi. Pétur postuli predikaði he’ðingjunum Krist líka, gerði það með krafti heilags Anda.. Er hann hafði mælt þessi orð: „Honum bera alh'r spámennirnir vitni, sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn synda- yrhgefning," þá „féll heilagur Andi yfir alla þá, sem °rðið heyrðu.“ Þeir trúðu og frelsuðust um leið. Heilagur Andi heldur áfram starfi sínu enn í dag. ann leiðir þá í allan sannleikann, sem í auðmýkt vilja ata leiða sig og sleppa þeim kenningum og venjum, er standast ekki í ljósi orðs Guðs. — Guð gefi að hann ai ieht alla þá, sem Iesa þetta. 11. kafli. »Ekki framar þjóna syndinni.“ Róm.6.6. »Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum, dánir frá syndunum, lifa réttlætinu.“ lPét.2.24. „Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar,. . . .heldur frambjóðið sjálfa yður Guði,. . . .því að synd skal ekki drottna yfir yður.“ Róm.6.12.,13.,14. Enginn maður þekkir, hve margir eru þeir menn, sem þjóna öðrum. Sumir eru þó atvinnurekendur eða stunda sjálfstætt starf. Syndinni í einhverri mynd þjónar hver óendurfædd- ur maður, sem kemst til vits og ára. Syndin er sem her- konungur til foma, er tók fjölda frjálsra karla og kvenna, en lét síðan fólk þetta þjóna sér sem ánauð- uga þræla og ambáttir. Annar vilji en þess eigin stjórn- aði athöfnum þess. Oftsinnis voru einvaldar þessir harðstjórar mildir. Venjulegast varaði ánauðin, meðan fólkið lifði. Lík- aminn hvarf þá til moldarinnar, en sálin til dánar- heima. „Þrællinn er þar laus við húsbónda sinn,“ segir í Jobsbók (3.19.). I dánarheimum stunda menn ekki búskap eða verslun. Bameignir eða iðnaður þekkjast þar ekki, engin líkamleg þjónusta í nokkurri mynd. Umskipti algjör hafa átt sér stað. Þetta er það, sem Drottinn ætlast til, að alger breyt- ing lífemis eigi sér stað, þegar einhver syndug sál veitir honum viðtöku og fer að lifa honum. Syndin er gamli húsbóndinn, atvinnuveitandinn í öllu því, sem er gagn- stætt vilja Guðs. Við afturhvarfið á að segja upp vist- inni, þjónustunni við ranglætið og syndina. I stað þess kemur ný vist. Þar er atvinnuveitandinn Guð. Starfið, sem hann fyrst og fremst vill, að við leysum af hendi er réttlát breytni. Hún á að koma í ljós í öllum sam- skiptum okkar við aðra og vera vel af hendi leyst: „Hvort sem þú í hendi hefur hamar, skóflu eða pál, pentskúf, meitil, penna, nál, hvaða starf, sem Guð þér gefur, gerðu það af lífi og sál.“ Höf. Sigurbjörn Sveinsson, ritað hér eftir minni. Þannig á einnig að vera þjónusta vor við réttlætið, framkvæmd af lífi og sál, leyst af hendi fyrir Guðs náð og kraft. Þá liggur að baki þjónusta sú, sem við veittum ranglætinu og syndinni áður fyrr. Ný þjónusta, nýtt líferni kemur í staðinn. 12. kafli. „Þeir heyra ekki heiminum til.“ Jóh.17.16. „Náð sé með yður og friður. . . .frá Drottni vomm Jesú Kristi, sem gaf sjálfan sig fyrir syndir vorar til að frelsa oss frá þessari yfirstandandi vondu öld.“ Gal.1.3.,4. „Þér eruð dánir með Kristi undan valdi heimsvætt- anna (frumreglna heimsins.") Kól.2.20. (bókstafleg þýðing.) „Það sé fjarri mér að hrósa mér, nema af krossi Drott ins vors Jesú Krists, fyrir hvern heimurinn er mér kross- festur og ég heiminum. Gal.6.14.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.