Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 28

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 28
28 N ORÐURL JÓSIÐ látið sættast við Guð, lagt niður vopn sín og veitt Jesú viðtöku sem konungi sínum og Drottni, þá bið ég hann ,,í Krists stað: Láttu sættast við Guð.“ Krýn þú Jesúm sem konung lífs þíns, sem héðan í frá skuli vera stjómari þinn, svo að þú hagir lífi þínu eftir vilja hans á þann hátt, sem sá vilji er birtur í nýja testamentinu. „ , _ Sæmundur G. Johannesson. GLLLFAGRI snær Heill sé þér fagri, hrífandi, bjarti, hábomi snær! Krýndur glitperlu skarti, hrannarðu geiminn svo langt augað lítur, lögmál hvers sumars með valdsprota brýtur. Hrynur þú niður á húsþök og stræti, hríslast um þá, er á stígnum ég mæti. Kyssirðu lýðinn á vanga og varir, virðir jafnt skrúðann og aumustu spjarir. Blíður sem engill þú bláhvolfin flýgur, bjartur og fagur á jörðina stígur. Stefnulaus berstu og staðbundinn eigi, stanzar og ærslast við sérhvern á vegi, stígur hvert spor sem í dillandi draumi, drifinn og knúinn af vindanna straumi, flögrar og hringsnýst með flaumiðu gosi, fagna þér dróttir með öryggisbrosi. Ginnir þú seppa með glófingrum smáum, glettist og hvískrar í trjákrónum háum. Allir sér hraða, á engu gefst frestur, allir jafnt fagna þér, brimhvíti gestur. Viknandi klukkurnar kalla til tíða, klökkblíðir tónar að eyrum mér líða. Hvatar fram öld sem í herdeildum þröngum, heilsar hver öðrum í viðlagasöngum. Hábomi snær! Þú með kaldlyndis-kæti, komstu frá himni að troðast und fæti, troðast með hófi og sameinast sóti, saurnum að litast í bæjarins róti, varpast á glæ og að velkja þitt fiður, var það til þess, að þú steigst hingað niður? Áður en bölvunin beitti mig fleini bráljós mín voru sem kristallinn hreini, bjart var sem gullið og blómelskt mitt hjarta, brosti mér lífið. — En nóttin kom svarta. Göfuga fjölskyldu, góðvini alla, Guð og mig sjálfa ég hef misst við að falla. Argasti skríllinn af braut minni beygir, bara’ ef hann sér mig og undrandi þegir. Býður við klæðunum blettuðu mínum betlarann jafnvel í tötmnum sínum. Hygg að, ef nóttin mér helmöskva rekti, hataðri, smáðri, er veg sinn ei þekkti. Vinsnauð og grátin, er ráðlaus ég reika rétt eins og svipur, er aðrir sér leika. Margur á sögu í myrkrunum geymda, mönnunum týnda — að eilífu gleymda. Andvörp og bænir, sem andvana hnigu ástvinum fjarri á blóðdrifna stigu. — Drottinn, ef léti mig glópskunnar gjalda, gæfi mér líkbeð á jöklinum kalda. Flekkaður misgerð á foræðis vegi friðvana syndarinn kvíða þarf eigi. Þú, sem ert fallinn og þenkir í bláinn, þig fyrir Jesús er krossfestur, dáinn. Hann reisir fallinn og lífsgleði’ inn leiðir, lemstraðan fótinn úr snörunni greiðir, heyrir hvert bænarorð, breyskir ef kalla, blíðrómi friðarins kallar á alla. Náðarraust lcærleikans nemur mitt eyra, náð fyrir mig? - Vill hann andvörp mín heyra? Drottinn, mig þvoðu í dreyrlindum þínum, dæmdu mig sýkna af brotunum mínum, kvölum svo linni, og heldæmda hrundin hvítari snjó verði’ í Guðs ríki fundinn. Ásmundur Eiríksson sneri á íslensku úr norsku. Af samanburði við frumkvæðið á ensku sést, að þær þýðingar báðar hafa verið Iistavel gerðar. Kvæðið var birt í „Norðurljósinu“ 1930. S.G.J. CR „ANDLEGUM LJÖÐUM“: Tárhrein var ég líkt og trafhreini snærinn, tignuð af öllum var listræna mærin. Gæfan mér dó. Ég varð trygðsvikin, troðin, táldregin, spottuð. — Svo byrjaði voðinn. Hverjum sem vildi ég sál mína seldi, syndin var gjaldeyrir málsverðs að kveldi. Beiskari malurt ég bölveginn þrædd', bannfærðí mennina, — sakleysið hæddi. Dauðinn mig skelfdi um daga og nætur. -- Dimman er sagnfá um tár þess, er grætur. Dauður í synd og dýpstu bundinn neyð, dómur og eilíf hegning Guðs mín beið. Hræddist ég glötun, hjálp var hvergi að fá, Herrann er kom og mildur leit mig á. Ó, þetta tillit, elsku þess og náð aldrei fær tunga mannleg orðum tjáð. Líf var í því og lausn frá sekt og neyð, Ijómaði um mig kærleikssólin heið. S. G. J.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.