Norðurljósið - 01.01.1978, Side 30
30
NORÐURLJÖSIÐ
Er Kristur Jesús, Drottinn dýrðar, dvaldi hér á jörð,
gegn djöfli, heimi, synd og freistni baráttan var hörð.
Hann sigur vann, og sigur hans varð sigur fyrir menn,
því að sannleikurinn, vegurinn og lífið er hann enn.
Fjórtán ára stúlka, Constance Blyth, bætti nú við
einu versi. Það beinir hugsun vorri að kraftaverk-
um og líknsemi, sem Drottinn framkvæmdi svo marg-
sinnis, er hann var hér á jörðu.
I eyðimörku saðning veitti svöngxnn, þreyttum lýð,
með smáum brauðum, litlum fiskum Drottinn fyrr á tíð.
Vort daglegt brauð og annað allt, vér fáum Guði frá,
því að Faðirinn, sem gefur allt, er samur nú sem þá.
Þettta vers var ekki þýtt nákvæmlega, var því breytt
nokkuð.
Kventrúboði, Ada Habershon, bætti þá við tveimur
versum, er einnig segja frá því, sem Kristur gerði, en
þau benda líka á, að hann færði mönnum fagnaðar-
boðin frá Guði.
Er Pétur tók að sökkva, hélt hann úti um sig brátt,
sinn arm til hjálpar Drottinn rétti, hann á nógan mátt.
Hann frelsar þann, sem til hans hrópar: „Herra, bjarga
mér!“
því að Herrans máttur nú í dag sem forðum samur er.
Er Jesúm fundu syndum hlaðnir, sjúkir, þreyttir menn,
þeim synda fyrirgefning veittist, heilsa og hvíld í senn.
Ó, kom til Drottins, kom með allt, og komu þína ei drag,
því að Kr:stur Jesús er í gær hinn sami og í dag.
Enn þá hafði ekkert verið minnst á, að Kristur kæmi
aftur til að taka fólk sitt til sín. Ungfrú A.M. Hodgkin
bætti úr þessu með versi, sem hún orti. Það hljóðar
þannig:
Vor Drottinn gaf oss loforð, er hann yfirgaf vorn
heim,
um endurkomu sína til að ríkja hér með þeim,
sem trúað hafa og treyst á hann, þá sækja mun hann
senn.
og síðan birtast með beim, því að hann er samur enn.
Dr. Griffith Thomas bætti þá enn við versi, er sýnir,
hvernig Guð hefur opinberað sig oss mönnum í
Kristi.
Sem mikinn Guð og frelsara vér finnum ávallt Krist,
sem fullkomnlega nægir oss, er samur hinst sem fyrst.
Vér trúum honum, fygjum honum, glaðir göngum vér,
því að Guð, sem heilög ritning boðar, ávallt samur er.
Þegar nánar er að gáð, þá sýnir ekkert af öllum þess-
um versum, hvað Kristur Jesús gerir fyrir fólk sitt
nú á þessum tíma. Úr því bætti maður, sem nefndi sig
„Óþekktur kristinn maður.“ Ég veit þó það um hann,
að hann hafði fengið lömunarveiki og lamast mikið,
en gerði samt það, sem hann gat í þjónustu Krists. Hann
bætti við síðasta versinu, sem hljóðar þannig:
Og frá þeim degi, er hjarta mitt var frelsara mínum fest,
ég finn í honum Hjálpara og mikinn æðsta prest.
Hann frelsar mig, hann annast mig. öll dýrð þér, Drott-
inn, ber,
því hinn dásamlegi kærleikur þ!nn sami um eilífð er.
Jobsbók
Eftir ritstjórann
Hún skyggnist bak við tjaldið, er skilur að sýnilegan
og ósýnilegan heim.
Ég byrjaði að lesa biblíuna frá upphafi til enda,
þegar ég var 14 ára gamall. Flest var mér óljóst, nema
það sem var hrein og bein frásögn af atburðum. Eink-
um gekk mér illa að skilja spámanna ritin, sömuleið-
is ljóðaritin: Jobsbók, Sálmana, Ljóðaljóðin og sömu-
leiðis bréfin í nýja testamentinu, svo ekki sé nefnd
Opinberunarbókin.
Síðan þetta var, hef ég eignast bækur, sem skýra
rit biblíunnar. Biblíulestur minn hef ég aukið mikið
Þegar eitthvað torskilið mætir auganu, þá er gott að
geta gripið bók eða bækur, sem skýra það.
Jobsbók er án vafa eitt hið allra mesta skáldverk,
sem hefur verið ritað. Þar er leitast við að krjúfa til
mergjar það, sem mörgum er og hefur verið vanda-
mál hið mesta: Hvers vegna mæta sömu örlög öllum
mönnum, góðum og vondum, réttlátum og ranglátum?
En„ Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti.“
Allir þræðir tilveru okkar renna um greipar hans.
En hann hefur gefið okkur frjálsan vilja, svo að við
getum valið, hvort við hlýðum eða óhlýðnumst, beygj-
um okkur undir hans stjórn á lífi okkar og högum eða
gerum uppreisn gegn því, sem kemur fram við okkur.
Einmitt þetta er viðfangsefni Jobsbókar.
Persónur þær, sem koma fram í Jobsbók, eru allar
afkomendur Abrahams. Sú opinberun, sem hann hafði
fengið um tign og mátt Guðs, er sameign Jobs og vina
hans, þegar bókin hefst.
Þeir, sem vilja hafa sem mest gagn af því, sem hér
verður skráð, ættu að sjálfsögðu að lesa Jobsbók sam-
hliða þessu.
Landið Úz, þar sem Job átti heima, mun hafa legið
norðaustur frá Palestínu, Gyðingalandi. Job var án
vafa niðji Abrahams og varðveitti þá trú, sem Abra-
ham átti á Jahve. Sömuleið;s helgisiði hans: að færa
Drottni fórnir.
Job átti heima í borg (29. kafli) .Þegar öldungamir
og tignarmennimir sáu hann, þá þögnuðu þeir. Hann
sat efstur meðal þe;rra „eins og konungur umkringd-
ur af hersveit sinni. . . . “ Ef til vill nálgaðist tign hans
konungstign.