Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 32

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 32
32 NORÐURLJÓSIÐ var upp undir handarjaðri konu, sem hóf þá fræði- stefnu og þar með trú, sem guðspeki er nefnd. Ind- verjar trúa kenningunni um endurholdgun, að minnsta kosti margir. Eða þá að andi, sál, framliðins manns geti tekið sér bústað í líkama manns aftur. Nú var tekið að kenna vestrænum heimi, að Kristur ætti að opinberast aftur í indverjanum Krishnamurti. Fór prestur nokkur íslenskur til að vera viðstaddur. En eitthvað fór þetta úr reipunum. Kristur kom ekki aftur til að taka sér bústað í líkama Indverjans. Hann fór síðar að kenna, og ræður hans voru gefnar út. í einni þeirra komst hann svo að orði, að maðurinn væri neisti, sem flygi upp úr bálinu, en félli síðan niður í það aftur. Þetta er heiðin hugsun, ekki samkvæm opinberun Guðs. Guð gefur okkur lífið. Þá myndast sjálfstæð persóna, maður, sem aldrei verður að engu, þótt líkam- inn verði að mold. Þetta er tign mannsins. Vinur Jobs, Bildad frá Súa, lítur svipað á málið, að Guð sé að refsa Job fyrir misgjörðir hans. Þá hugsun getur Job ekki þolað. Hann er alveg sann- færður um réttlæti sitt. Hins vegar spyr hann: „Hvern'g ætti hreinn að koma af óhreinum?" (14.4.) Hann svarar sér sjálfur: „Ekki einn.“ Job lítur á ríki náttúrunnar. Tré má höggva niður. En rætur þess verða kyrrar í moldinni. Við ilminn af vatninu brumar það. „En deyi maðurinn, þá liggur hann flatur, og gefi manneskjan upp andann, hvar er hún þá?“....„Þar til himnarnir farast, rumska þeir ekki (dánir menn) og eru ekki vaktir af svefninum.” 14.10.-12.V. Drottinn Jesús svaraði spumingunni, hvar manneskj- an væri, gefi hún upp andann. Svarið er í sögunni af ríka manninum og Lasarusi. (Lúk.l6.19.-31.) Þeir voru í dánarhe:mi, í helju. En Job átti enn eftir spurningu: Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur?“ (14.14.) Þessari spumingu Jobs svaraði Kristur með upprisu sinni. Raunverulega var henni svarað, þegar hann gaf upp andann á krossinum. Þá skalf jörðin og björgin klofnuðu og margir líkamir sofnaðra, helgra manna risu upp. (Matt.27.50.-53.) Var Job á meðal þeirra? Hann var maður „réttlátur og ráðvandur, guðhrædd- ur og grandvar.” Tók þá ekki Kristur hann með sér ásamt mörgum öðrum, er hann steig upp til hæða? (Eefes.4.8.) Loksins kom sá tími, að Drottinn fór að svara Job. Spyr hann þá Job margra spurninga. Hin fyrsta er þessi: „Hver er sá, er myrkvar ráðsályktun Guðs með óskynsamlegum orðum?“ Þar á eftir komu þrjátíu og níu aðrar spumingar. Sumum þeirra geta vísinda- menn nútímans svarað. Sumum er ósvarað enn. Seinast bend:r Drottinn Job á tvö dýr, sem hann hefur skapað. Hið fvrra er nykurinn, vatnahestur venjulegast nefndur. Á dögum Jobs áttu vatnahestar heima í Jórdan. I núverandi þýðingu er hún ekki nefnd nafni sínu, heldur kölluð áin. En Jórdan stendur þar í enskum þýðingum. Biblíuorðabók sýnir, að Jórdan hefur staðið í textanum. Hvers vegna hefur þessu verið breytt? Fyrir tæpum hundrað ámm var gamla testamentið mjög gagnrýnt. Jobsbók var talin samin á dögum Salómós eða seinna. En þá hafa engir vatnahestar verið lengur í Jórdan. Hins vegar vom þeir og eru í Níl og fleiri stórám. Þannig fer mannleg viska oft að ráði sínu, þegar hún telur sig vita betur en biblí- una. Ljónið er nefnt konungur dýranna. En Guð hefuT heilan kafla í bók Jobs um krókódílinn og segir, að hann er konungur yfir öllum drembnum dýrum. Um krókódíllinn segir Drottmn: „Enginn er svo fífldjarf- ur, að hann þori að egna hann — og hver er þá sá, er þorir að ganga fram fyrir mitt auglit? Við þeirri spurningu var ekkert svar til á dögum Jobs. En Guði sé lof! Nú er t'l svar við þessari spurn- ingu Drottins. í Hebreabréfinu 10. kafla 19.-22. grein lesum við á þessa leið: „Er vér nú bræður, megum fyrir Jesú blóð með djörfung ganga inn í hið heilaga, þangað sem hann vígði oss veginn, nýjan veg og lifandi inn í gegnum fortjaldið, það er að segja hans eigin líkama, og er vér höfum mikinn prest yfir húsi Guðs, þá látum oss ganga fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti.“ Þetta er svarið. Blóð Jesú, úthellt á krossinum á Golgata, gefur oss djörfung. Það hreinsar oss af allri synd, segir í 1. bréfi Jóhannesar 1. kafla 7. grein. Ættemi, staða, gáfur, menntun, þjóðemi gagna mér eða þér elcki neitt, heldur þetta: „Jesús dó fyrir þig og mig.“ Þessi hugsun Jeggur í duftið stærilæti mannsins. Vera má, að tilgangurinn með ritun Jobsbókar hafi einmitt verið sá, að mennirnir skyldu sjá, að þeir eru ekki nógu hreinir, góð:r og réttlátir til að geta gengið fram fyrir auglit Guðs og dvalið hjá honum. Syndin eða sjálfsánægjan yfir eigin réttlæti opna engum hlið himinsins he’dur trúin á Jesúm og traustið á verðleika hans, fyrirgefningu og hreinsun syndanna fyrir Jesú blóð. S. G. J. ÚR ANDLEGUM LJÖÐUM. öll dýrð og tign þér, Drottinn, veitist, þú, dýrðar Faðir hár, þú lifir einn og aldrei breytist um alda þúsund ár. Þú öllu líf og anda gefur og eins og blæju himna saman vefur. þótt eilífð hverfi í alda sjá, þú enn ert morgni tímans á. S. G. J.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.