Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 35

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 35
NORÐURLJÓSIÐ 35 KOL8KEGGIJR Eftir S. G. J. Landkyljur þýðar fylla fagra voð, friðsæla kvöldið rökkurslæðu vefur Hlíðina kæru, land og létta gnoð. Landflótta maður einn á þiljum tefur, horfir á ísland hyljast bláum laugum, höfug er dögg í Kolskeggs fránum augum. Kveður hann neyddur kæra vini og sveit, knúinn af skyldu þungri í útlegð stranga, framar ei aftur frækinn bróður leit, fullhugann syrgði daga marga og langa. Glæsibrag, fríðleik Gunnars ei hann bar. Glysljóminn blindar hálfskyggn augu löngum. Ættemi, fegurð, auður, gáfnafar, allt er það dáð með fögrum skáldasöngum. Sáttmála rjúfa, svíkja gefin heit synzt hefir tíðum viska heimsins mönnum, orðheldni metur einskis þeirra sveit, eigingirnd fómar tryggð og rétti sönnum. Hrósað er þeim, er heyja blóðug stríð, hetjan, er sveik, fær lof í dýrum brögum. Friðsamur maður fífl er þeirri tíð, fellur í gleymsku, nefnist lítt í sögum. i,Aldrei að víkja“ eigin vilja frá, aðrir þó séu troðnir undir fótum. ,,Aldrei að vægja,“ aðra láta sjá odeigan hug og veifað hvössum spjótum. Gunnari þetta hugarfar var hjá, heim er hann sneri af lífsins vegamótum. Kolskeggur sýndi æðri anda þá: ,-Aldrei að svíkja,“ halda uppi bótum. Heiðarleik sýna, halda grið og sátt, heitorð að efna, víkja ei frá réttu, rarlmennsku heimtar, kjark og viljamátt. olskeggur eigi rann frá marki settu. ugarfar Gunnars heiminn blóði roðar, hjartaþel Kolskeggs friðinn jörðu boðar. A’skyggn frá hæðum augu Drottins veita aí manns og hvötum nánar gsetur, rettlætis verka, réttra hvata leita, rettlátum manni Drottinn befir á mætur. omar hans eru dómum manna hærri, , r°^mn á hjartað lítur, vér hið ytra, na dmorð tryggð er honum miklu kærri e ur en svikin, jafnvel þau, sem glitra. Kolskeggur þegar heit sín hélt og orð, himnanna Drottinn leit á það með gleði. Dimmnættið milda Dana huldi storð, draummaður Ijós að Kolskeggs gengur beði, Kallar a hann að koma, fylgja sér. Kolskeggur síðan Herrans maður er. Hann fann ei yndi á Dana grænum grundum, þó glitri sund hjá beykiskógum vænum. I Garðaríki var á vetrarstundum, á víðum sléttum fjarri heiðablænum. Til Miklagarðs, að Grikklands fögru fjöllum, hann fór og stýrði kappasveitum snjöllum. Hetjunni miklu hér var enginn jafn, hvasseggjað saxið beit í stríði hörðu. Kolskeggur hræddist aðeins eitt á jörðu: Eiðrof, að hljóta tryggðaníðings nafn. Með eiginkonu unga í hraustum örmum, og elskaður, virtur lét af fomum hörmum, unz dauðinn kom, er ljóssins himna hlið — ei haugur dimmur — blöstu honum við. Réttlætis vegna raun hann þoldi fyrr, ranglæti, heitrof sjá ei himins dyr. Með konungi dýrðar, Kristi, dvelur sá, er köllun hans gegnir, víkur ei réttu frá. Tilboð liggur fyrir um útgáfu ljóða minna. Er það frá Prentsmiðju Odds Björnssonar, Akureyri, og er á þá leið, að ég útvegi fyrirfram 200 áskrifendur. Er þá þeim, er lesa Nlj., hérmeð boðin áskrift, ef þeir hafa hug á að eignast ljóð mín. Mér er sagt, að þau séu efni í þrjár bækur. Eru það mest ljóð, en líka vísur. Andleg ljóð gefin út 1964, verða ekki í þessari útgáfu. Þau eru uppseld. Áhugafólk, vinsamlegast sendið mér undirrituðum nöfn ykkar og heimilisfang. CR ANDLEGUM ljöðum. Teng saman lífsins sundruð bönd, Lát son Guðs rekja lífs þíns vef. Vel stjórnar öllu Herrans hönd, af hjarta þig á vald hans gef. Viðlag: Teng saman lífsins sundruð bönd, Lát son Guðs bæta töpuð ár. Legg þig í dag í Drottins hönd, og dvel ei meir, ei meir, við sorg og tár. Teng saman lífsins sundruð bönd, og sæludaga horfna þér mun aftur veita Herrans hönd, uns hjartað fullt af lofgjörð er. Teng saman lífsins brostnu bönd. Og blómin fölnuð lifna á ný á sínum tíma í Herrans hönd, er hverfa gömul raunaský. Þýtt. S. G. J. Sæmundur G. Jóhannesson, Vinaminni, pósthólf 418, 602 Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.