Norðurljósið - 01.01.1978, Page 40

Norðurljósið - 01.01.1978, Page 40
40 NORÐURLJÓSIÐ Jakob var maður, sem þekkti af eigin raun dag neyð- arinnar, þegar hann átti að mæta sviknum bróður sín- um, Esaú. En Jakob bað, og Drottinn bænheyrði hami á neyðar degi. 3. vers: Hann sendi þér hjálp frá helgidóminum, styðji þig frá Zíon.“ Sálmur þessi er orktur eftir það, að örkin var komin í tjaldbúðina, sem Davíð lét reisa henni, Á degi neyðar og erfiðleika gátu menn fært Drottni fórnir. Davíð yrkir þetta andlega Ijóð til að uppörva þá, sem eiga í ýmsum erfiðleikum. 4. vers: „Hann minnist allra fómargjafa þinna og taki brennifóm þína gilda.“ Hér leggur Davíð áherslu á fómargjafir og brennifórn sem grundvöll bænheyrslu. Á þessum gundvelli verður syndugur maður að nálg- ast Guð, að fórn hefur verið færð, einhver hefur gefið líf sitt fyrir hann. Við vitum nú, að allar þessar fórnir, sem færðar voru á dögum sáttmálans við ísrael, voru aðeins táknmyndir einar af fórninni miklu, sem Drott- inn Jesús mundi síðar færa fyrir syndir mannanna. Fórnin hans er fullgilda fórnin, sem nægir stærsta syndara. 5. vers: „Hann veiti þér það, sem hjarta þitt þráir, og veitti framgang öllum áformum þínum.“ Manns- hjartað getur þráð marga hluti, margs konar jarðneslc gæði. „Mörg eru áformin í mannshjartanu, en ráðs- ályktun Drottins stendur," segir orð hans líka. Það er gott, að þessu er þannig farið, að „ráðsálykt- un Drottins stendur.“ Við breytumst svo mjög oft, mennirnir. Þar með breytast óskir okkar og langanir. En „ráðsályktun Drottins stendur," það, sem hann vill láta fram við okkur koma. 6. vers: „Ö, að vér mættum fagna yfir sigri þínum og veifa fánanum í nafni Guðs vors. Drottinn uppfylli allar óskir þínar.“ Efni sálmsins snýst nú meir og meir að baráttu þess, sem hann er orktur um. Ekki er sagt, hver þar átti í hlut. Ef til vill hefur það verið Davíð sjálfur, sem með sálmi þessum vildi leggja þjóð sinni bænarorð í munn, að hún bæði fyrir honum við guðsþjónustumar á 7.íon. 7. vers. Fyrirbænir styrkja Davíð. „Nú veit ég, að Drottinn veitir hjálp sínum smurða, svarar honum frá sínum helga himni, í máttarverkum kemur fulltingi hægri handar hans fram.“ Davíð fékk oft að sjá full- tingi máttar Guðs, þegar hann barðist við óvini sína. Það ætti einnig að vera reynsla guðsbarna, þegar þau leita hjálpar Guðs í alls konar baráttu og erfiðleikum, sem geta mætt þeim. Það skiptir miklu, hvemig erfiðleikum er mætt. Berjast má við þá í eigin krafti. Leita má hjálpar manna til að létta þá eða sigra. En þeir geta líka orðið verkfærið, sem Guð notar þeim til blessunar, sem verða fyrir þeim, ef þeir vegna vandræða sinna leita Guðs. 8. vers. „Hinir síæra sig af vögnum sínum og hest- um, en vér af nafni Drottins, Guðs vora.“ Ekki vantaði það, nóga hafði Faraó vagnana og hestana, þegar Egiftar eltu ísraelsmenn, er þeir voru famir burt frá þeirri ánauð, sem hafði þjakað þá. En lítið gagn varð Egiftum að þeim, þegar Drottinn lét hafið Rauða falla yfir þá. Sá Drottinn, sem klauf hafið, klýfur margt erfiðleikahafið enn í dag, þegar til hans er hrópað, honum treyst. 9. vers: „Þeir fá knésig og falla, en vér rísum og stöndum uppréttir.11 Oft hafði þetta gerst í sögu ísraels fyrir daga Davíðs og svo á hans dögum. Óvígir her- skarar höfðu farið á móti þeim. En er ísraelsmenn auðmýktu sig fyrir Drottni og leituðu hans af öllu hjarta, þá sýndi hann náð sína, mislainn og mátt og bjargaði þeim. Þetta hefur fólk Guðs hér á jörðu oft fengið að reyna síðan. Þá vex þekking á Guði og hann verður dýrmætari en áður, samfélagið innilegra, því að „Guð agar þann, sem hann elskar.“ 10. vers. „Drottinn! hjálpa konunginum og bænheyr oss, er vér hrópum." Þessi orð minna á það, hvað sann kristnum mönnum nú á dögum er boðið að gjöra. Þeim er boðið að biðja fyrir þeim, sem hátt eru settir, „til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði.“ (lTím.2.1.-4.) Lesið þessar greinir. 22. sálmurinn. 1. grein: Til helgisöngs. Sálmurinn er ætlaður til notkunar við guðsþjónustur ísraels. Lag Hind morgunroðans. í bók þeirri, sem ég styðst við, er ég rita þessar greinar um sálmana, segir, að heiti þetta sé eitt af ráðgátunum, sem Davíð virðist hafa hafa haft unun af að setja sem fyrirsagnir við sálma sína. En bent er á, að hindin er dýr, sem er elt með hundum og veitt. Hún þelckir bæði hræðslu og angist eins og Davíð sjálfur þekkti af eigin raun. 2. grein: „Guð minn! hví hefur þú yfirgefið mig? Langt burt frá hjálp minni eru kveinstafir mínir." Spurninguna hrópaði Drottinn Jesús, er hann hékk á krossinum á Golgata. Hér er ákall, sem ekki fær svar. Hvers vegna? Guð er fjarlægur honum, sem hrópar. Orðið kveinstafir merkir öskur, en líka „Vein, skerandi óp.“ segir ísl. orðabók. 3. grein: „Guð minn!“ hrópa ég um daga, en þú svarar ekki, og um nætur, en ég finn enga fró.“ Þetta lýsir vafalaust reynslu Davíðs sjálfs. En þetta var líka reynsla Drottins Jesú, er hann hékk á krossinum á Golgata. Hann hélck þar í myrkri í þrjár stundir. (Matt. 27.46. í ritningunni segir: „Myrkur mun ofsækja óvini hans.“ Syndarar eru í uppreisn á móti Guði, uns þeir sættast við hann. Þess vegna hlýtur hann að líta á þá sem óvini sína og hegna þeim með myrkri, jafnvel þótt hann elski þá. 4. grein: „Og samt ert þú hinn Heilagi, sá sem situr uppi yfir lofsöngvum ísraels. Guð er efni þeirra. Orð þeirra er innblásið af Guði. Þau eru ekki hugar- órar draumsjónamanna, skálda. 5. grein: „Þér treystu feður vorir, treystu þér — og þú hjálpaðir þeim.“ Hver, sem vill lesa gamla testa-

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.