Norðurljósið - 01.01.1978, Page 49

Norðurljósið - 01.01.1978, Page 49
NORÐURLJÓSIÐ 49 Er hún gekk upp þrepin að dyrunum, tók hún upp sólgleraugun og smeygði þeim á sig. Henni varð dálítið dimmra fyrir augum, en hún sá alveg greinilega til, svo að hún gat komist út í horn. Ef einhverjir tækju eftir gleraugum hennar, mundu þeir víst halda, að eitt- hvað gengi að henni í augunum, svo að hún þyrfti að nota þau. Söfnuðurinn beið þess, að samkoman hæfist. Jenni- fer beið líka með einkennilegri tilfinningu ótta og kvíða. Setjum nú svo, að hún „sneri sér?“ Þá hugsun rak hún ákveðið frá sér. Hún reyndi að hlæja að sjálfri sér fyrir hana. Hún var of siðfáguð, of viljasterk, of jafn- lynd til þess að slíkt henti hana. 4. kafli. Slysið. Forvitin og hrifin horfði Jennifer á, þegar fólkið streymdi inn í salinn. Sætaraðirnar fylltust. Það hélt áfram að koma. Þeir, sem þegar voru sestir, voru beðnir að færa sig saman. Til allra heilla var góð loft- ræsting í salnum, þótt þétt væru setnir bekkir. Sam- ræðukliðurinn hljóðnaði, er lítill hópur gekk upp á ræðupallinn. Prestur þar á staðnum, sem virtist vita dá’ítið af sér, þótt elcki væri hann montinn, settist i formanns sætið. Aðrir prestar og klerkar sátu sín hvoru megin við hann. Jón Williams settist í sætið við hægri hlið formannsins. Hann laut höfði, krosslagði arma og horfði ekki á fólkið. Hann var sem lokaður inni í sjálfum sér. Hann er að biðja, auðvitað, hugsaði Jenni- fer. Hún velti fyrir sér, hverju það mundi líkt að biðja þannig. Einu bænirnar, sem hún mundi eftir, voru úr barnæsku hennar, setningar, sem sátu svo fastar í minni hennar, að þær voru orðnar merkingarvana end- urtekningar. Samkoman hófst. Sunginn var fyrst sálmur, sem Jennifer hafði aldrei heyrt. Orðin voru mjög blátt áfram, lagið létt og ljúft, viðlagið, kórinn hreif fólk með sér, og söfnuðurinn söng það af hjarta. Jafnvel formaðurinn virðulegi söng af hjarta og sló taktinn með sálmablaðinu og brosti með uppörvunarbrosi til fólksins. Jón söng, en augu hans störðu á eitthvað, hrifningar svipur var á andliti hans eins og hann sæi eitthvað — eða Einhvem — utan takmarka sals- ins. Jennifer leiddist þetta, sem hún kallaði „kynning- arnar“. Lesið var úr biblíunni, bæn var flutt, sem presturinn, er flutti hana „var sjáanlega að búa til jafnóðum og hann hélt áfram,“ var lýsing sú, er Jennifer gaf sjálfri sér af henni. Hann þagnaði til að leiðrétta sig, stundum endurtók hann orð sín — en Jennifer gerði sér ljóst, að þetta væri bæn í raun og veru. Einhver talaði sem væri hann nákunnugur Guði og bæri meir fyrir brjósti, um hvað hann var að biðja heldur en orðaval í bæn sinni. Bæði frá þeim á ræðupallinum og frá fólkinu í salnum heyrðust inni- leg „Amen,“ þegar hann lauk bæn sinni. Síðan kom annar sálmur, svipaður hinum fyrsta, nokkrar tilkynningar, áskoranir um fjárhagslegan stuðn ing. Samskot yrðu ekki tekin, en kassi yrði við dyrnar. Formaðurinn mælti þá nokkur inngangsorð. Þá var kominn tími fyrir Jón Williams að tala. Hann steig fram, leit yfir söfnuðinn andartak, hóf upp arminn og mælti hljóðlega: „Við skulum hafa stutta bæn.“ Jennifer laut höfði sem aðrir og hlustaði á sterka, hljómmikla rödd mannsins, er hún eitt sinn hafði þekkt svo vel. Hve breyttur hann var! Jafnvel rödd hans. Hún gat ekki annað en dáðst að nýjum þrótti hennar og þroskunar parsónuleika hans. En þetta gerði hana dálít- ið hrædda við hann. Henni fannst hún vera þróttlaus og áhrifalaus, var hrædd um, að hann gæti sveigt sig eins og hann vildi. Jón lauk bæn sinni. Síðan hóf hann ræðuna. Orð hans komu hægt, hikandi fyrst, eins og hann fyndi sér þrýst niður undan þunga þeirrar ábyrgðar, sem á honum hvíldi. Þá fór hann að tala hraðar, röddin varð þróttmeiri, rómurinn hækkaði á þann hátt, sem Wales-búar einir ná, uns frá honum streymdi til fólks- ins sterk og heit áskorun .Þetta var samt ekki tilraun að hrífa með sér áheyrendur með tómri mælsku, tilfinn- inga hita. Jennifer varð að kannast við það. Hann tal- aði um fyrir þeim svo einlæglega, svo blátt áfram svo hjartanlega einfalt, að Jennifer sjálf fann, að það heillaði hana. tJr ríku safni af smásögum tók hann fram myndir. Sumar voru úr biblíunni, aðrar frá reynslu hans sjálfs eða fólks, er hann hafði kynnst. Hann virtist hafa kraft til að segja það, er náði til einkadjúps hvers hjarta fyrir framan hann Jenni- fer sjálf fann, að hún varð þurr í kverkunum og heitt á vöngunum, er hann sagði frá fornkonungi, sem lét konu sína fara til Ahía spámanns. „Hún kom í dular- búningi," hrópaði þrumandi rödd Jóns, „og jafnskjótt og hann heyrði fótatak hennar, kallaði gamli, blindi spámaðurinn til hennar: Kom þú inn, kona Jeróbómas, hvers vegna Iæst þú vera önnur en þú ert?“ Jennifer skalf, titraði. Hvers vegna hafði Jón sagt þetta? Hafði hann séð í gegnum dularbúning hennar? Hún sá þá, að hann leit í aðra átt, ekki beint á hana. Hún náði sér skjótt eftir þessa andartaks hræðslu. Ræðu sinni lauk Jón með hljóðlegri, rólegri áskor- un, sem var alveg laus við sýndarmennsku eða æsingu tilfinninga. Hann sárbað fólkið að gefa Kristi líf sitt, ef bað hefði ekki þegar gert það, og byrja nýtt líf með Kristi. Hann bauð þeim, er fyndu hvöt hjá hér til þess, að koma upp að ræðupallinum. Einn maður eða ein kona, piltur eða stúlka risu hér og þar úr sæti og gengu til ræðupallsins. Gagntekin horfði Jennifer á fólkið. Hvernig skyldi því líða? velti hún fyrir sér. Hver var þessi einkennilega knýjandi hvöt, sem fólk- ið hafði fengið? Sjálf var hún ósnortin af þessu, þótt hún hefði hrifist af mælsku Jóns. Meðan sungin var síðasti sálmurinn, smeygði hún sér út. Hún vildi ekki lenda í mannfjöldanum, sem bráðum mundi fylla alla útganga. Er hún var komin út og laus við áhrif raddar Jóns, fann hún, að hún

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.