Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 52

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 52
52 NORÐURLJÓSIÐ í myrkrinu, sem hún var í, gaf hún sig að íhugun. Hugskotssjónir hennar höfðu opnast. Hún sá margt, bæði í nútíð og fortíð, miklu skýrar. Líka var hún orðin góð vinkona frú Biggs og hlustaði með síauknum áhuga, er hún ræddi við hana eða söng. Hún hlustaði líka á sálma þá og viðlög sem hún söng. Frú Biggs var glaðlynd kona og bjartsýn á lífið. Einkennilegur unaðsblær var yfir veikri rödd hennar, sem flutti með sér huggun handa ungu stúlkunni, sem lokuð var inni í myrkri sínu. Þetta komst inn í hjartadjúp hennar Jennifer. „Það var dásamlegt, hvernig ég lærði að þekkja Drottin, Jana,“ sagði frú Biggs. „Vinur minn einn fór með mig til að hlusta á Jón Williams. Aðallega fór ég vegna þess, að hann var frá Wales eins og móðir mín heitin. Ég mátti kallast alveg blind og hafði verið það í nokkur ár. Elcki gat ég séð hr. Williams, en ég gat heyrt til hans. Það, sem hann sagði, komst alveg inn í mig. Ég var leidd fram til að hitta hann, er var mér mjög góður. Hann gerði meir en leiða mig til Drottins. Har.n ta'aði við lækni, sem var vinur hans og fékk hann til að líta á augun mín. Guði sé lof fyrir alla hans gæsku. Þeir gerðu alveg dásamlega hluti fyrir mig, svo að nú get ég séð. En ég sá með sál minni fyrst áður en Drottinn gaf mér aftur sjón augna minna.“ Nú fór hún að syngja einn af sálmunum, sem hún elskaði: Sem hádegissólskin kom Herrans dýrð inn, því heimsins ljós, það er Jesús. Kom þú til ljóssins, er lýsa mun þér, ljóssins, er dagsbirta reynst hefur mér. Blind var ég áður, nú sála mín sér: Hið sanna Ijós heimsins er Jesús. Frú Biggs reyndi ekki að koma Jennifer (Jönu, eins og hún þekkti hana) til að taka nokkra ákvörðun sjálf. Hún lét einfaldan vitnisburð sinn nægja. Innra með sér bað hún, að Drottinn vildi sjálfur framkvæma náð- arverk sitt í hjarta stúlkunnar og vinna hana sjálfur sér til handa. „Hæ, Jana!“ hrópaði frú Biggs. „Ég get séð með aug- um mínum, og ég get séð með sálinni! Ó, að allir, sem eru hér í sjúkrahúsinu, fengju augu sín opnuð eins og ég mín. Svo söng hún aftur með sjálfri sér: Kom þú til ljóssins, er lýsa mun þér, Ijóssins, er dagsbirta reynst hefur mér. Blind var ég áður, nú sála mín sér hið sanna ljós heimsins er Jesús.“ Orðin og lagið festust í minni Jennifer. Hún varð þess vör, að hún var að endurtaka með sjálfri sér: „Blind var ég áður, nú sála mín sér hið sanna ljós heimsins er Jesús.“ Einkennilegur verkur kom í hjarta hennar, því að hún vissi, að ennþá þekkti hún ekki fulla merkingu þessara orða. Ekki eins og frú Biggs. En hún fann, að hún var farin að þreifa eftir henni. Loksins kom laugardagur. Þá var búist við, að Jón kæmi aftur. Frú Biggs var full eftirvæntingar, og Jenni- fer sjálf smitaðist af henni. Hún vissi, að hún beið með eftirvæntingu þess, að heyra fótatak hans. Hún þráði að heyra róminn, sem hún mundi svo vel. Hún óttaðist þó, að sá tími kæmi, að ekki yrði umflúið, að hann þekkti hana. Þeirri hugsun ýtti hún frá sér og var ánægð að vita, að hann yrði nálægur. Hann kom. Hann gekk fyrst að rekkju frú Biggs. Spenntum taugum Jennifer fannst, að hann væri alltof lengi hjá henni. Þá flutti hann sig á rúmið hennar. Aftur fann hún, að sterka, hlýja höndin var lögð á hennar hönd, og hann spurði: „Jæja, hvemig líður yður nú? Ég heyri, að bráðum verði þessar umbúðir teknar af yður.“ Jennifer muldraði, að þetta væri svo í raun og veru. Hún reyndi að dylja málróm sinn með því að breyta honum í hvísl. Það var hann, sem varð að halda uppi samtalinu. En nú sagði hann: „Frú Biggs segir mér, að hún finnur, að þér séuð nú í raun og veru að leita Drottins. Munduð þér ekki vilja biðja hann að koma alveg inn í hjarta yðar?“ „Ég — ég veit það ekki. Ég hugsaði aldrei um þessa hluti áður.“ „Áður,“ endurtók hann og greip, orðið. „Nei, ekki fyrr en þér urðuð fyrir slysinu og þurftuð að fara í sjúkrahús. Ef til vill var þetta aðferð Guðs til að leiða yður til sín, að senda yður í sjúkrahús, láta yður vera í næsta rúmi við frú Biggs, sem hann hefur notað sem sendiboða sinn til að tala við yður um sjálfan sig. Er þetta ekki þannig?“ Jennifer kinkaði kolli ofurlítið til samþykkis. Hún fann, að innra með henni var eitthvað að brotna niður. Hún vissi nú, að það, sem hjarta hennar þráði sárast, var ekki Jón Williams, heldur frelsari Jóns Williams. „Ég ætla að biðja fyrir yður,“ mælti hann með festu. „Ég ætla að biðja, að Kristur komi alveg inn í hjarta yðar, einmitt núna. . . . “ Með einföldum, brennandi orðum bað hann Guð að frelsa sál hennar.... Hún fann, að eitthvað streymdi inn í sig sem dásamleg gleði, ólýsanlegur friður, til- finning um frelsi og lausn. Hún vissi, að á því andar- taki hafði hún fundið eitthvað, sem hún hafði ekki átt áður. Jón Williams breytti viturlega. Hann lengdi ekki samtalið. Hann lét Jennifer eina með hugsanir sínar og með frú Biggs. Hann kvaddi og fór. Það var litlu síðar, að Jennifer játaði fyrir frú Biggs nýfundna trú sína. 7. kaflíi Brottför úr sjúkrahúsinu. Jón Williams hafði skrifað frú Biggs, að hann von- aðist til að geta komið einu sinni enn til hennar áður en hann færi úr héraðinu. Hjartað í Jennifer sleppti slagi, er hún heyrði þetta, því að sérfræðingurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.