Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 55

Norðurljósið - 01.01.1978, Qupperneq 55
N ORÐURLJ ÓSIÐ 55 hélt hann með titrandi hendi og sneri sér snöggt að frú Biggs. „Þetta — þetta er ekki Jana Ascott, mælti hann stamandi. „Það er hún áreiðanlega.“ andmælti frú Biggs. „Littu á það, sem hún hefur skrifað neðst á myndina." Aftur leit hann á myndina, en allra neðst á hana í þetta sinn. Þar sá hann ritað þetta, sem virtist slá á tvo strengi í minni hans: „Þín mjög einlæg, Jana Ascott.“ „Hvar á hún heima?“ ruddist með hásum rómi fram úr Jóni. „2b, Hilderley Court,“ svaraði frú Biggs. „Hvað er þetta, þú lítur út eins og eitthvað gangi að þér, herra Williams. Hvað er að?“ Hún varð undrandi. Jón muldraði einhver kveðjuorð í flýti, sem voru óskiljanleg. Hann þaut út úr húsinu. Hann hljóp ofan strætið. Hann náði í leigubifreið. „2b Hilderley Court!“ nærri því hrópaði hann. „Og flýttu þér.“ 9. kafli. Saman upp frá þessu. Jón þrýsti bjölluhnappinn í nr. 2b og beið. Mundi hún vera heima? Jú, hann heyrði mjúkt fótatak, sá skugga bærast inni fyrir. Hurðinni var hægt lokið upp. Jennifer varð blóðrjóð í kinnum og hörfaði aftur á bak eins og utan við sig. Jón gekk inn og lokaði hurð- inni á eftir sér. Með lotningu lagði hann armana utan um hana. Hún veitti enga mótspyrnu. Hún var svo hamingjusæl að vera hjá honum aftur. „Ó, Jennifer, Jennifer mín,“ hvíslaði hann slitrótt. „Minn indæli, andlegi félagi. Guð hefur tengt okkur saman nú með böndum, sem ekkert á jörðu eða himni megnar að rjúfa.“ „Ó, Jón, Jón.“ var hið eina, sem hún gat sagt og skýldi höfði sínu við brjóst hans. „Komdu, við skulum krjúpa niður og biðja. Það verður fyrsta sambænin okkar." Með tengdum örmum krupu þau niður hlið við hlið. Jón bað fyrst, síðan hún. Þau úthelltu hjörtum sínum fyrir Drottni, þakklát fyrir veginn, sem hann hafði leitt þau. Þau helguðu sig honum á ný til sam- einaðrar þjónustu. Svo krupu þau lengi enn í þögn, dá- samlega sæl og sameinuð frammi fyrir Drottni, eins og þau væru hrifin upp í sjöunda himin saman. Þá risu þau á fætur og horfðu lengi hvort á annað. Jón gat ekki haft augun af andliti hennar. „Ó, hve blíð og indæl og helguð þú ert orðin, Jennifer, tilvonandi eiginkona mín.“ Jennifer varð heldur ekki þreytt, með endurheimtri sjón sinni í tvenns konar skilningi, að horfa á karlmannlega, sterka andlitssvipinn, sem hún hafði svo lengi þráð að sjá. Þau komu að lokurn aftur niður á jörðina. „Við verðum að fara og segja henni frú Biggs frá þessu. Komdu, við skulum fara undir eins.“ Þetta geislandi par gelck síðan út á strætið, náði sér í leigubifreið, og þau voru senn farin að knýja á dyrnar hjá frú Biggs. I óumræðilegri gleði sinni var Jón nærri því búinn að ryðja henni um koll, þegar hún opnaði fyrir þeim, og hann þrýsti Jennifer áfram í arma hennar. „Hjá'pi mér! Hvað hefur gripið ykkur bæði?“ hróp- aði hún. „Ó, frú Biggs!“ hrópaði Jón glaður. „Jana — Jenni- fer — þú skilur, Jana er Jennifer — ég á við, Jennifer er Jana — ó, við höfum fundist aftur loksins eftir svo langan tíma!“ Óðamála sagði hann frú Biggs alla sög- una. Hún varð fyrst ráðþrota, þá fór hún að ná sam- henginu og varð yfir sig hrifin, er hún skildi til fulls alla söguna. Hún vissi ekki, hvort hún ætti heldur að hlæja eða gráta, er hún horfði á geislandi hamingju þeirra. „Og nú, frú Biggs,“ sagði Jón og hélt fast í Jennifer, eins og hann gæti aldrei látið hana fara. — „Nú ætlum við að starfa saman fyrir Krist — í eigin söfnuði okk- ar, á okkar eigin prestssetri, eigin heimili okkar, eða hvar, sem Drottinn vill, ferðast saman, þjóna Drottni saman, óendanlega til eilífðar.“ (Endir.) Lofgerð Stytsti sálmur biblíunnar byrjar á þessa leið: „Lofið Drottin, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir,“ (Sálm.117.1.) Þetta var ritað á tímum gamla testamentisins. Fyrir hvað áttu allar þjóðir að lofa Drottin? Ástæðan, sem er gefin þar, er þessi: „Því að miskunn hans er voldug yfir oss, og trúfesti Drottins varir að eilífu.“ í sí-breytilegum heimi og á umskiptaríkri ævi er gott að eiga eitthvað, sem er varanlegt. Sálmaskáldið ónafngreinda fær frá Guði skilning á því, að trúfesti Drottins breyti sér aldrei, hún vari að eilífu. Hverjir eru þeir, sem eiga að lofa Drottin? Við lesum í Postulasögunni 2. kafla, að lama maður var læknaður. Fyrst stóð hann, er hann var reistur á fætur, þá gekk hann, en síðan hljóp hann og lofaði Guð. Allir þeir, sem fá einhverja sérstaka líkn eða velgerð frá Guði, eiga því að lofa hann. Blindur maður sat við veginn, sem lá til Jeríkó. Hann heyrði, að mannfjöldi mikill fór framhjá. Hann spurðist fyrir og fékk að vita, að Jesús frá Nasaret væri þar á ferð. Jesús frá Nasaret. Hann sem læknaði sjúka og gaf blindum sýn. Tækifærið mátti hann ekki missa. Hann tók að hrópa hástöfum: „Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!“ Hróp hans báru þann árangur fyrst, að menn sögðu honum að þegja. Átti hann að hlýða þessu? alls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.