Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 56

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 56
56 NORÐURLJÓSIÐ ekki. Tækifærið var nú, svo að hann hrópaði því meir á Jesúm. Drottinn heyrði hróp hans og bauð að leiða hann til sín. Er hann kom til Drottins Jesú, fékk hann að heyra þessa spurningu, sem virðist hafa verið svo margoft á vörum frelsarans: „Hvað vilt þú, að ég geri fyrir þig?“ Ekki stóð á svarinu: „Herra, það, að ég fái aftur sjón mína.“ Þá sagði Drottinn við hann: „Verð þú aftur sjáandi, trú þín hefur gjört þig heilan.“ Hann fékk þegar sjónina, fylgdi Jesú og lofaði Guð. Lofgerð er leið til sigurs. Konungurinn í Júda-ríki, Jósafat, var hræddur. Erfða- féndur ísraels Móabítar og Ammónítar ásamt nokkrum Meúnítum, höfðu myndað hernaðarbandalag til að ráð- ast á land Júda. Hvað eiga menn að gera, þegar kring- umstæðurnar eru slíkar, að hvergi er unnt að eygja nokkra Iausn? Jósafat vissi það. Hann fór að leita Drottins. Hann lét einnig boða föstu um allt ríki sitt. Þá tóku margir að fylgja fyrirmynd konungsins og fóru að leita Drott- ins. Þá vakti Drottinn þeim upp spámann, er færði þjóðinni og konungi boðskap frá Guði. Hann hljóðaði þannig: „Hræðist eigi né skelfist fyrir þessum mikla mann- fjölda, því að eigi er yður búinn bardaginn, heldur Guði Óttist eigi og skelfist eigi. Farið á móti þeim á morgun, og Drottinn mun vera með yður.“ Sannkristið fólk á mikinn og voldugan óvin, sem er Satan. Markmið hans með freistingum er að fe’la manninn, koma honum til að syndga eins og þeim Adam og Evu forðum. Eða hann vill beygja hann með erfiðleikum eins og Job. En sé þessum erfiðu kring- umstæðum mætt með lofgerð, er herbragði þessa óvinar vors snúið upp í sigur fyrir oss, en ósigur fyrir hann. Lofgerðin, sem fyllir hjarta mannsins í erfiðleikum hans, sýnir bæði eng’um og mönnum, að sá maður treystir Guði. Við munum eftir því, þegar þeir Páll og Sílas voru teknir höndum í Filippí. Allur múgurinn reis í gegn þeim. Yfirvöld staðarins létu berja þá með stöfum. Þeim var fleygt í fangageymslu og jám sett á fætur þeim. Hvað gerðist þarna? Grátur og örvinglun hjá þessum þjónum Drottins? Bænagerð og Guði sungið lof um mið nætti. Eflaust hefur þetta truflað svefn annarra band- ingja, sem voru þama. Þeir hlustuðu samt á þá, sögðu þeim ekki að þegja. Hvað gerðist þá? Guð sendi jarðskjálfta. Allar dyr opnuðust. Fjötr- arnir féllu af öllum. Þar á eftir frelsaðist fangavörð- urinn og allt hans heimafólk. Næsta dag komu svo boðin að láta þá lausa. Hvað hefði gerst, ef þeir Páll og Sílas hefðu farið að kvarta og kveina yfir hlutskipti sínu? Hefðu þeir möglað og sagt: „Hvers vegna, Drottinn, lætur þú fara svona með okkur? Eigum við ekkert betra skilið en þetta?“ Osfrv. Þeir gerðu það ekki. Þeir tóku á móti þessari reynslu sem einhverju, er kæmi beint frá Drottni í þeim tilgangi, sem hann vissi um. Þess vegna voru þeir reiðubúnir, er svara þurfti spurningu fanga- varðarins og leiða hann til trúar á Drottin Jesúm. Og ekki hann einan og heimili hans allt, heldur líka alla þá, sem trúað hafa síðan á Drottin Jesúm og meðtelc- ið hjálpræðisboðskapinn, sem Páll boðaði þarna. Guðs barn, láttu ekki erfiðleika ræna þig trúargleði og samfélagi við Drottin. Lofaðu Guð og vegsamaðu hann. Þá kemur eitthvað gott fram úr erfiðleikum þín- um. Stundum hverfa erfiðleikarnir ekki, heldur jafnvel versna, þegar farið er að lofa Guð. Sagan af Job sýnir það. Hann var stórríkur maður og átti engan sinn líka á jörðu. Svo dundi ógæfan yfir hann á einni stundu. Hann missti allar eigur sínar og öll bömin sín. Hvað gerði Job þá, er hann fékk þessar hræðilegu fréttir? Hann féll til jarðar og tilbað og sagði: „Nalcinn kom ég af móðurskauti, og nakinn mun ég aftur þangað (í gröf- ina, til heljar) fara. Drottinn gaf, og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. í öllu þessu syndgaði Job ekki, og ekki átaldi hann Guð heimskulega.“ Lagður var síðan á hann hræðilegur sjúkdómur. Þá var trú Jobs sannarlega reynd. En ,,þótt hann deyði mig, skal ég samt halda áfram að treysta á hann.“ (Job. 13.15. ensk þýðing) Jafnvel þótt lofgerðin þagnaði, hélt trúartraustið áfram. En hve smár hann var, vissi Job ekki fyrr en Guð talaði til hans, rakti fyrir honum sum af undrum sköpunar sinnar. Þá varð hann að segja: „Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefur auga mitt litið þig. Fyrir því tek ég orð mín aftur og iðrast í dufti r>2 öskn." Á tímum gamla sáttmálans vom Guði færðar fómir. Það gátu verið nautpeningur, sauðfé, geitur, fuglar, hveiti, baðmolía og vín. Þær átti að færa Guði í musteri hans, er það hafði verið reist, en í sambandi við tjaldbúðina þar áður. Engar slíkar byggingar eru til nú, þar sem Guð hefur látið reisa sér altari til að brenna þar slíkum fórnum. En það eru aðrar fórnir, sem við eigum að bera fram nú: „Fyrir hann (Jesúm) slcul- um vér óaflátanlega frambera lofgerðarfórn fyrir Guð, það er: ávöxt vara, er játa nafn hans.“ (Hebr.12.15.) I frumkristninni lofuðu menn Guð. Þeir neyttu fæðu með fögnuði og einfaldleik hjartans, og lofuðu Guð. Hér er lofgjörð nefnd í sambandi við máltíðir. „Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng," seg- ir Jakob í bréfi sínu (5.3.) „Ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum, — syngið og leikið Drottni í hjörtum yðar.“ (Efes.5.19.) Sama á- minning er endurtekin í Kólossu-bréfinu. Svo margar og fjölbreyttar eru velgjörðir Guðs við börnin hans, að við ættum að láta stöðugt hljóma lofsöng um Guð vorn, eins og segir í einum sálmi heilagrar ritningar. Á himni verður lofgerð og lofsöngur, sem við færum Guði, mikill þáttur í lífi okkar þar. „Og út gekk rödd frá hásætinu og sagði: „Lofsyngið Guði vorum allir þér þjónar hans, þér sem hann óttist smáir og stórir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.