Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 57

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 57
NORÐURLJÓSIÐ 57 Þá heyrði Jóhannes „rödd sem mikils fjölda, og sem rödd margra valna og sem rödd frá sterkum þrumum. Þær sögðu: Halelúja! því að Drottinn Guð vor, hinn alvaldi, er konungur orðinn. Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina.“ (Opinb.l9.5.-7.) Lesið hef ég sögur af því, er fólk lenti í miklum erfiðleikum eða sýktist af sjúkdómi, sem gat verið hættulegur heilsu og lífi, að það brást þannig við þessu, að það fór að lofa og vegsama Drottin fyrir þetta, sem dunið hafði yfir það. Fólkið þakkaði fyrir erfiðu kringumstæðurnar. Þá brá svo við, að erfiðleik- ar og jafnvel sjúkdómar hurfu á skömmum tíma. Ein af fleiri skýringum á þessu er vafalaust sú, að Satan getur hafa fengið leyfi að leggja þetta á Guðs bamið. En er það gerði ekki annað en lofa Guð hástöfum, í stað þess að fara að mögla, þá gafst hann upp og hætti árásinni. önnur skýring er sú, að „glatt hjarta veitir góða heilsubót.“ (Orðskv.17.27.) Guð gefi, að við öll, sem erum böm Guðs fyrir trúna á Drottin Jesúm, verðum auðug af lofgerð, einn- ig á þeim stundum, þegar við skiljum ekki, hvers vegna Guð neitar okkur um það, sem hugurinn girnist og hjartað þráir. Megi það verða svo, að við treystum Guði ávalt, svo að við lofum hann og vegsömum, líka þegar hann af kærleika sínum verður að segja ,,Nei“ við óskum okkar og eftirþrá hjartans. S. G. J. Þakkargerð „Verðið þakklátir," ritaði postulinn ICólossumönn- um. (Kól.3.15.) Þakkargerð á að spretta upp úr þeim jarðvegi, sem er þakklátt hjarta. Trúaðir menn í Kól- ossu áttu að „skara fram úr í þakklátssemi" (Kól.2.7.) Við getum oft verið í vafa um, hver sé vilji Guðs í einhverju efni. Hér kemst enginn vafi að. „Gerið þakkir í öllum hlutum, því að það hefur Guð kunn- gjört yður sem vilja sinn fyrir Krist Jesúm. Þakkargerð „í öllum hlutum“ verður ekki fram- kvæmd nema í trú. Hún verður að spretta upp og streyma fram af bjargfastri vissu, að „þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs.“ (Róm.8.28.) Guðs barn, sem í sannleika trúir þessu, getur þjáðst af því, sem komið getur fyrir það eða ástvini þess. En reynsl- an bitra er samt einn af þessum „öllum hlutum." Fyrir hana ber því að þalcka. Guð er enn sá Guð, „sem stýrir stjarnaher og stjórnnar veröldinni.“ Israelsmenn fengu til foma þessi fyrirmæli: „Gangið inn um hlið hans með þakkargerð." (Sálm.104.4.) Þá bjó dýrð Drottins í musterinu í Jerúsalem. Menn komu til að birtast fyrir augliti hans. Þakkargerð er ekki sprottin af eigingirni. Bænin getur átt slíka rót, þegar hún er beiðni um eitthvað. Þakkargerðin gefur Guði dýrðina. Hver em helstu þakkarefnin? Þau skulu nú talin hér á eftir: 1. Við eigum að þakka Guði fyrir Drottin Jesúm Krist. Dæmi þessa verða þegar fyrir oss í Lúk. 2. kafla, þegar þau Símeon og Anna spákona komu í helgi- dóminn og sáu kornabarnið Jesúm. Andi Guðs sýndi þeim, að þarna var fyrirheitni lausnarinn kominn. Þau lofuðu Guð og vegsömuðu hann. Sálm. 103. 1, —13. grein sýna okkur þetta: „Lofa þú, Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn. Lofa þú, Drottin, sála mín og gleym eigi neinum velgerðum hans, sem fyrirgefur allar misgerðir þínar, læknar öll þín mein.“ Hér er það fyrirgefning synd- anna, sem er þakkarefnið og lækning meina sálarinn- ar. Þetta kemur enn betur fram í næsta texta: Róm.7.24.,25. Postulinn hefur þar á undan ritað um vandamálið mikla, valdið, er syndin getur haft yfir líkama mannsins. Sigur virðist ófáanlegur. En þá ritar postulinn: „Ég aumur maður, hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama? Ég þakka Guði fyrir Jesúm Krist Drottin vorn.“ Sigurinn, lausnin, kemur fyrir Jesúm Krist. Lofgerð veitir sigur, eins og ritað hefur verið hér á undan. Þakkargerðin á að taka við. Guði ber að þakka fyrir allar velgerðir hans. „Læknar öll þín mein.“ Þetta á við fyrst og fremst um sálrænu meinin. En oft eru þau rótin að líkamleg- um meinum. Stundum eru þau komin frá hinum vonda, Satan. Ætlun hans er, að við fyllumst uppreisnarhug gegn Guði, þegar blæs á móti. En þetta hefur verið rætt áður í greinunum í sambandi við Job. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ Þannig ritar Páll í 1 Kor. 15.57. Hann hefur þar á undan í kaflanum staðið sem á fjallstindi og skyggnst yfir svið lífsins og dauðans. Fyrir mannlegum augum virðist lífið dæmt til ósigurs í baráttu sinni við dauðann. Þannig hafði tilveran alltaf skreiðst áfram í þúsundir ára. Var nokkur von um sigur lífsins? Sú von kom með Jesú Kristi. Hún varð að vissu, þegar hann sjálfur reis frá dauðum. Ó, hvílíkt þakkar- efni; upprisa Krists! Bréf sitt til Kólossumanna byrjar postulinn Páll með lofgerð og þakkargerð til Guðs. Hann biður um, að þeir verði „styrktir með hvers konar krafti eftir mætti dýrðar hans, svo að þér fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað Föðum- um, sem hefur gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu.“ Guð hefur gjört jörðina, sem við búum á, aðdáan- lega fagra, eins og sögðu geimfarar er fengu að sjá hana álengdar. Hve ólýsanlega fögur hlýtur að vera arfleifð heilagra í ljósinu! Ef við gætum séð börn Guðs í öllum heimi, eins og Guð sér þau mundum við fá að skygnast inn í ríkmann- legar íbúðir, horft á fögur klæði og velmegun. En við mundum líka sjá allt þar fyrir neðan niður í sárustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.