Norðurljósið - 01.01.1978, Side 58

Norðurljósið - 01.01.1978, Side 58
58 NORÐURLJÖSIÐ örbyrgð, þar sem klæðin eru tötrar og húsakynnin aumustu hreysi. Hvílíkt þakkar efni, að á hinni nýju jörð, á arfleifð heilagra í ljósinu, þar verður allt, sem gleður augað og örvar hjartað til þakkargerðar, sem það færir Guði skapara sínum og Drottni Jesú Kristi endurlausnara sínum. Mörg eru boðorðin og áminningarnar, sem við fáum í nýja testamentinu. Þrisvar sinnum býður það okkur að þakka, gera þakkir í öllum hlutum. (Fil.4.6., 1 Þess. 5.18. og Efes.5.20.) Sú spurning vaknar: Hvemig getum við þetta? Hvernig getum við þakkað Guði fyrir vonbrigði og mótlæti? Það getum við með því að trúa og treysta Róm.8.28.: „Allt samverkar þeim til góðs, sem elska Guð.“ Þetta er stjarnan, sem blikar björt á himni kærleika Guðs, þegar náttmyrkur vonbrigða, sorgar, harms og þjáning- ar grúfir yfir götu okkar hér á jörðinni. S. G. J. Hfamingluleiðin Hefur þú hugleitt það, lesandi minn, að Guð sendi son sinn Jesúm Krist í heiminn til þess að frelsa okkur, synduga menn, með dauða sínum á krossinum og upprisu? Þegar Guð sendi son sinn í heiminn og lét hann vera hér á meðal manna, voru margir, sem gengu honum á hönd og fylgdu honum. Þó voru ennþá fleiri, er settu sig upp á móti honum, fyrirlitu hann og hæddu. Þeir handtóku hann að lokum, dæmdu hann til dauða og hengdu hann á kross. Saklaus leið hann allt þetta til lausnar þér og mér. Blóð hans hreinsar oss af allri synd, segir í orði Guðs. Hvað verður þá um syndabyrðina þína, lesandi minn? Frá upphafi hefur Guð gefið okkur alfrjálsan vilja. Hann leyfir okkur að álykta, ef við viljum, að Guð sé alls ekki til. Gerir þú það, ef til vill? Biblíuna, orð hans, getur þú haft að engu, sömuleiðis söfnuð hans hér á jörðinni. Þrátt fyrir þetta elskar Jesús þig samt og kallar þig burtu frá syndinni. Þú átt kost á að koma til hans með byrði allra synda þinna. Þú átt kost á að auð- mýkja þig fyrir honum og biðja hann um fyrirgefningu synda þinna. Þú getur valið svall, glaum og gleði heimsins, sem varir aðeins um tíma. Eða varanlega gleði Drottins og hamingju, sem varir nú og um eilífð. Við getum aðeins farið tvær leiðir: að fylgja frels- aranum eða fylgja honum alls ekki. Hvora leiðina ætlar þú að velja, lesandi góður, ef þú hefur ekki enn tekið ákvörðun? Ég vil fylgja Jesú, því að hjá honum finn ég gleði, frið og fögnuð. önnur leið er mér ekki fær. Ég skrifa þessar Iínur vegna þess, að allt bendir til þess, að endurkoma Jesú, sem hann gaf okkur fyrir- heit um, sé í nánd. Spádómar biblíunnar eru nú að rætast. Lestu 24. og 25. kafla guðspjalls Matteusar og fylgstu með. Guð gefi þér náð til að gera köllun þína og útvalningu vissa, áður en það verður of seint. „Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð,“ (1 Pét.5.5. Jakobsbr.4.5.) Allir vilja vera ham- ingjusamir. Vilt þú það ekki Hka? — Guð blessi þig og alla, sem lesa þetta S. L. S. Lausn á andlegum erfibleikum Kæra frú J. (Hún átti í miklum andlegum erfiðleik- um.) Ég rakst áðan á bréfið þitt á borðinu hjá mér. Ég man ekki, hvort ég er búinn að skrifa þér. Það berst svo mikið að mér og svo mikið er að gera, að ég er hræddur um, að sumt verði eitthvað útundan. Þau orð, sem standa í Jóhannesar guðspjalli 6.37., eiga að nægja þér eins og þau hjálpuðu mér á myrk- ustu stund ævi minnar. Þau eru: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ Þetta er loforð Drottins Jesú. Við komum til hans, játum honum synd- ir okkar, hrasanir, yfirsjónir, segjum honum frá öllu, sem amar að. Ef til vill finnum við enga breytingu. En þá eigum við að trúa því, að Drottinn Jesús, sem getur ekki logið, hafi tekið á móti okkur, hvað svo sem menn, illir andar eða Satan sjálfur segja, eða hvísla inn í huga okkar. Fyrr eða síðar lætur þetta þá undan. I bréf Pls postula til Filippímanna, 4. kafla, 6.--7. grein ritar hann: „Verið ekld hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ Besta leiðin út úr þessum ógöngum þínum getur verið sú: að þakka Guði fyrir þessa erfiðleika og lofa hann fyrir að senda þér þá. Séu þessir erfiðleikar frá hinum vonda, gefst hann fljótlega upp með árásir sínar, sé þeim mætt með stöðugri Iofgerð og þakkargerð. Þetta er staðreynd, sem fólk hefur fengið að þreifa á. Svo eru þessi orð Drottins Jesú, sem má hafa upp fyrir sér aftur og aftur: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.“ Jóhannesar guðspjall 14.1. Þetta má segja við sjálfan sig aftur og aftur og bæta við: „Ég vil ekki vera hrædd(ur), af því að Drottinn Jesús segir: „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.“ Orðið að trúa merkir að treysta. Við eigum að treysta Drottni Jesú og Guði föðurnum á himnum. Ég læt hér með lítið rit: „Daglegur styrkur." Notaðu það á degi hverjum, einn dag í einu, en farðu mörgum sinnum yfir orðin og gerðu bænirnar að þínum bæn- um. — Skrifaðu mér fljótlega aftur og láttu mig vita árangurinn. — Kær kveðja. Sæmundur G. Jóhannesson.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.