Norðurljósið - 01.01.1978, Page 59

Norðurljósið - 01.01.1978, Page 59
NORÐURLJÖSIÐ 59 „Nafn Hrottins er sterkur turn66 I biblíunni, heilögu orði Guðs til okkar mannanna, standa þessi orð: „Nafn Drottins er sterkur turn, þangað hleypur hinn réttláti og er þar óhultur.“ (Orðs- kv.18.10.) Ég hafði áður ekki veitt þessum orðum sérstaka athygli. Dag nokkurn í vetur urðu þau allt í einu ljóslifandi fyrir mér. Þessi sönnu og heilögu orð urðu mér raunveruleiki. Þannig er með öll orð Drottins. Þau eru lifandi og máttug. Þegar við áköllum nafn Drottins og treystum því, að hann hjálpi okkur á þann hátt, sem bestur er, þá er eins og við séum komin í sterkan turn. Elckert, sem kemur utan að frá, getur haft áhrif á okkur. Það er sama, hve mikið gengur á í kringum okkur. Við verðum ónæm fyrir því, vegna þess að við erum í sterka turninum. Við treystum nafni Drottins, að hann muni hjálpa og leiða. Það bregst heldur aldrei, að hann geri það. Nú finnst mér, að einhver lesandi hugsi sem svo: „Hvernig er hægt að segja, að öll orð Drottins séu heilög, þar sem margir vísindamenn og svonefndir lærðir menn kenna, að ekkert sé að marka það, sem biblían -- Guðs orð — segir um upphaf lífsins, slcöpun mannsins og alls, sem lifir? „Þeir hafa hafnað orði Drottins, hvaða visku hafa þeir þá?“ spyr Drottinn í Jeremía spádómsbók 8.9. Það er einmitt þetta: þeir hafa enga visku, þegar þeir hafna heilögum orðum biblíunnar. Menn setja í staðinn kenninguna um þróun. En hún er byggð á getgátum, fölsunum og lygum. Þetta eru stór orð, það veit ég, en það er svona samt. Fundnar steinrunnar leifar eru meira og minna umdeildar, þótt þróunarmenn telji þær órælc sönnunargögn. Mannsfósturs-myndirnar, sem settar eru í kennslu- bækur, eru flestar falsaðar, einlcum þær, sem eiga að sýna mjög ungt fóstur, t. d. þriggja vikna. Þar er það látið líkjast fóstri dýra. Margir hafa látið bleklcjast af þessum fölsuðu fósturmyndum og hafa litið svo á, úr því að fóstrið beri enga mannsmynd svo ungt, þá sé ekki svo voðalegt að eyða því. Ég veit um ungar stúlkur, sem héldu, að fóstrið væri raunverulega eins og kennslubækurnar sýna það, engin mannsmynd á því. Þegar ég sagði þeim, að mannsmynd kæmi strax á fóstrið, urðu þær undrandi skelfdar. Jafnframt litu þær með meiri lotningu til lífsins. Amerískur yfirlæknir, dr. C. J. Barone, segir: „Rann- sóknir á fyrstu frumunni og síðan fóstrinu, sýna, að í henni leynist vísirinn að líffærum barnsins ófædda. Þar er að finna upphafið að augum, hjarta, fótum, nefi og vörum. Ef það er ekki handaverk Guðs, þá veit ég ekki, hvað það er.“ Það er átakanlegt, og raunar alveg óþolandi — að slík heimska, sem þróunarkenningin er, skuli vera kennd í skólum landsins og í skólum margra annarra landa. En svo fer þeim, sem ekki vilja taka á móti sannleikanum, þeir sitja uppi með lygina. Sóley Jónsdóttir. Fjársjóðurinn Þáttur í útvarpi á íslensltu frá Monte Carlo, er Jógvan Purkhús flutti. Kæru þið, sem heyrið til mín í dag. Mig langar að hefja mál mitt með því að lesa úr orði Guðs. „Líkt er himnaríki fjársjóði, er fólginn var í akri, en maður nokkur fann og faldi, og í gleði sinni fer hann burt og selur allt, sem sem hann á, og kaupir akur þennan.“ Matt.13.45.-46. Sjálfsagt hefur eitthvað verið um það, að menn hafi falið dýrgripi eða fjársjóði í jörðu áður fyrr. Lítið var um læstar hirslur, en jörðin í mið-austurlöndum er þurr og þar með góður geymslustaður. Af því að allar dæmisögur Jesú hafa einhvern ákveðinn boðskap að flytja, þá megum við spyrja: Hvað táknar þessi dæmisaga um fjársjóðinn? Hvert er meginefni þessarar líkingar? Um hvaða fjársjóð er Drottinn að tala hér? Að hverju er hugsun okkar beint með þessum orðum? „Líkt er himnaríki fjársjóði, er fólginn var í akri.“ Mér finnst, að með þessari stuttu, en skýru líkingu, er okkur bent á hin andlegu, eilífu verðmæti. Hvað er dýrmætt, hvað hefir eilíft gildi? Hvað er í rauninni einhvers virði? Hver er ríkur? Hver er auðugur? Hver er hinn sanni mælikvarði á verðmætum? Eru það hin efnislegu? Eru það hin andlegu? Segia má, að hart sækist menn eftir efnislegum eða tímanlegum verðmætum. Kannski erum við nútíma- menn líkir manni, sem er önnum lcafinn að grafa eftir földum fjársjóði. En rétt er það, að verðmætasköpun- in er nauðsynleg, hún er ómissandi þáttur í okkar dag- !ega lífi. Og áður en ég ræði um hin andlegu verðmæti, langar mig rétt að nefna fjóra flokka tímanlegra verðmæta. 1. Nefna má hinar efnislegu frumþarfir mannsins, svo sem fæði, klæði, húsnæði, gott umhverfi, atvinnu, sem sagt daglegt viðurværi og daglegar nauðsynjar. 2. Nefna má hin persónulegu verðmæti; heimili, fjölskyldu, góða vini, lífsorku og heilbrigði. Og tími okkar a.Fra er mjög verðmætur. 3. Hin félagslegu verðmæti, t.d. heilbrigðisþjónusta, lögvernd og réttarfar. Menntun barna og ungmenna. Ýmisleg hjálparstarfsemi. Stjórnmálalegt frelsi. 4. Hin menningarlegu verðmæti. Talað er um góðar bækur sem perlur bókmentanna. Tónlistin og mynd-

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.