Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 60

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 60
60 NORÐURLJÓSIÐ listin hafa skapað marga gimsteina á sviðum menn- ingar. Vissulega getur maðurinn með hæfileikum sín- um skapað mikil verðmæti. Fyrir þessi efnislegu, per- sónulegu, félagslegu og menningarlegu verðmæti get- um við verið þakklát. En nú komum við að því, sem er kjami málsins í þessari dæmisögu Jesú. Hann er sú staðreynd, að andlegu verðmætin era svo miklu, miklu æðri og dýr- mætari en hin tímanlegu, af því að þau hafa eilíft gildi. Og þá getum við spurt: Hvað er þá fólgið í þess- um mikla andlega fjársjóði, sem nefndur er í líking- unni? Svarið felst í upphafsorðum dæmisögunnar „Líkt er himnaríki fjársjóði..Himnaríki, guðsríki, ríki Krists er það ríki, er hann kom til að stofna í þessum heimi. Hann kom með þekkinguna á Guði. Hann kom með hjálpræði Guðs. Trúin á Guð, orð Guðs og sannindi þess, er slíkur fjársjóður. Það að eignast frið í sál, að eignast samband við Guð, að eignast forréttindi bænarinnar. Það að öðlast samfélag kristirna manna, að öðlast and'ega, trúar- lega reynslu, aö öolast ný markmið og ný verkefni í samræmi við vilja Guðs. Þetta eru verðmæti, sem standast alveg til fulls samanburð við nokkurn jarð- neskan fjársjóð. Þennan guðdómlega fjársjóð er hægt að höndla, með því að taka á móti Drottni Jesú í trú sem persónulegum frelsara og Drottni. I Biblíunni kemur víða fram ákveðinn mælikvarði, er sýnir, hvað er dýrmætt eða verðmætt fyrir Guði. Hann kemur, t.d., fram í orðum Jesú, hve sál manns- ins er dýrmæt í augum Guðs. „Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?“ Matt. 16.26. Hér höfum við mælikvarða Guðs á verðmætum. Sæll er sá maður, sem hefir eignast fjársjóð trúar- innar. Sæli er sá, sem er orðinn ríkur hjá Guði. Drottinn segir fyrir munn Jesaja þessi athyglisverðu orð: „Heyrið, allir þér, sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins, og þér, sem ekkert silfur eigið; komið, kaupið korn og etið! Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk! Hví reiðið þér silfur fyrir það, sem ekki er brauð, og gróða yðar fyrir það, sem ekki er til saðnings. Hlýðið á mig, þá skuluð þér fá gott að eta og sálir yðar gæða sér á feiti. Hneigið eyru yðar og komið til mín, heyrið, svo að sálir yðar megi lifna við!... Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur! (Jes. 55.1.-4.,6.) Þannig er það, því miður, að menn láta gróða sinn fyrir það, sem ekki er til saðnings, sem ekki veitir fulinægju, sem ekki veitir eilífa, varandi hamingju og biessun. En Jesús benti mönnunum á hina réttu leið: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Matt.6.33. HIN ANDLEGU VERÐMÆTI. Þekkingin á Guði. Trúin á Guð. Orð Guðs. Sannindi þess. Samfélag trúaðra. Forréttindi bænarinnar. Að eiga Guð að. Frið í sál og samvisku. Að geta öðlast andlega reynslu. Verkefni, sem eru í samræmi við vilja Guðs. Ekki er hægt að kaupa hjálpræði Guðs, en í ritn. er í vissum skilningi talað um að kaupa andleg verðmæti. Op.3.18. „Yður sem trúið, er hann dýrmætur.“ 1 Pét.2.7. „Þennan fjársjóð höfum vér í Ieirkerum.“ 2 Kor. 4.7. „Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta Matt. 6.21. „1 Kristi eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingar- innar fólgnir.“ Kól. 2.3. Maðurinn í öndvegi Eftir Guðvin Gunnlaugsson. ! dag ætla ég að tala um efnið: Maðurinn í öndvegi. Fyrst skulum við heyra nokkur orð úr spádómsbók Jeremía 6. kap. 10. v. „Við hvern á ég að tala, og hvem á ég að gera varan við, svo að þeir heyri? Sjá, eyra þeirra er óumskorið, svo að þeir geta ekki tekið eftir. Já, orð Drottins er orðið þeim að háði, þeir hafa engar mætur á því.“ 16.-19. vers „Svo mælti Drottinn": „Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.“ En þeir sögðu: „Vér viljum ekki fara hana.“ Þá setti ég varðmenn gegn yður: „Takið eftir lúðurhljóminum." En þeir sögðu: „Vér viljum elcki taka eftir honum.“ „Heyrið því þjóðir, og sjá þú söfnuður, hvað í þeim býr. Heyr það, jörð: Sjá, ég Ieiði ógæfu yfir þessa þjóð, ávöxt- inn af ráðabraggi þeirra. Því að orðum mínum hafa þeir engan gaum gefið og leiðbeining minni hafa þeir hafnað." Hér er það maðurinn, sem er í öndvegi. Hér er ekki spurt um Guð eða vilja hans. Lesum líka Rómverja- bréfið 1. kap.18.-23. v. „Því að reiði Guðs opinberast af himni yfir sérhverjum óguðleik og rangsleitni þeirra manna, er drepa niður sannleikanum með rangsleitni. Með því að það, er vitað verður um Guð, er augljóst á meðal þeirra, því að Guð hefur birt þeim það. Því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.