Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 62

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 62
62 NORÐURLJÓSIÐ Kall Drottins Eftir Guðvin Gunnlaugsson. I dag skulum við hugleiða kali Drottins til okkar mannanna, leit hans að okkur týndum og glötuðum mönnum. Fyrst skulum við lesa úr 50. sálmi, 1.-7. grein: „Alvaldur Guð, Drottinn talar og kallar á jörð- ina í frá upprás sólar til niðurgöngu hennar. Frá Zíon, ímynd fegurðarinnar, birtist Guð í geisladýrð. Guð vor kemur og þegir ekki. Eyðandi eldur fer fyrir honum, og í kringum hann geisar stormurinn. Hann kallar á himininn uppi og á jörðina, til þess að dæma lýð sinn: „Safnið saman dýrkendum mínum, þeim er gjört hafa sáttmála við mig með fórnum." Þá kunn- gjörðu himnarnir réttlæti hans, því að Guð er sá, sem dæmir. „Heyr, þjóð mín, og lát mig tala, fsrael, og lát mig áminna þig, ég er Drottinn, Guð þinn.“ Drottinn talar. Drottinn kallar á mennina, frá sólar- uppkomu til sólarlags. Allt frá því að hann kallaði á Adam í Eden-garði, er samband hans við Guð hafði rofnað, vegna syndar hans og óhlýðni, hefur Guð ekki látið af að kalla á hina fráviiltu, föllnu og synd- ugu menn. „Hvar ertu?“ sagði hann við Adam, sem í fávisku sinni var að reyna að fela sig, flýja burtu frá Guði. „Hvar ertu?“ kallar hann enn í dag. „Hvar ertu? Hvar ertu?“ Ó, hve mikið felst í þessum tveimur orðum! Mikil elska, mikil þrá, mikil löngun, að við mennirnir höfum samband við hann, komum til hans og sættumst við hann og öðlumst fyrirgefningu og frið fyrir Jesú blóð.- Það er Guð, sem kallar til mannsins, sem hefur villst burtu og er að reyna að fela sig fyrir Drottni sínum og skapara. Þessi saga hefur endurtekið sig, ár eftir ár, öld eftir öld. Það er Drottinn, sem kallar, það er Drottinn, sem leitar hins fallna og villuráfandi manns. Það er hann, Drottinn, sem á alltaf frumkvæð- ið - - ekki maðurinn. Og í allar þessar mörgu aldir, hefur maðurinn ekki breytst. Mannleg heimska, mann- leg einfeldni er eins og hjá hinum fyrsta manni, sem reyndi að fela sig fyrir Drottni. Þrátt fyrir allar framfarir og tækni, geimferðir og uppfyndingar eru menn 20. aldarinnar svo heimskir, að þeir halda, að þeir geti falið sig fyrir Guði. Þeir hrópa upp í fáfræði sinni: „Enginn Guð!“ eða „Ég sé ekki Guð!“ En Guð sér öll mannanna böm, og hann er að leita, hann er að kalla. „Hvar ertu? Hvað hefir þú gert?“ Því að hann vill fá mennina til að játa syndir sínar og iðrast. Hann stendur við dyrnar og knýr á. Ef einhver heyrir og lýkur upp dyrunum, mun hann koma inn til hans með náðargjafir sínar, fyrirgefningu og frið sinn. Því að orð Guðs segir: „öllum þeim, sem tóku við honum, Jesú, gaf hann rétt til að verða Guðs börn. Er það ekki dásamlegt, að við, þessi fávísu, syndugu og óhlýðnu mannanna börn, megum koma til Drottins og kallast hans böm, ef við aðeins játum syndir okkar og Iátum af þeim. Hversu margar, miklar og hræðileg- ar, sem syndir okkar hafa verið, eru þær allar þurrk- aðar út. — Þeirra er ekki framar minnst, ef við aðeins hlýðum kalli Drottins og komum til hans, heyrum, þeg- ar hann kallar, ljúkum upp fyrir honum og leyfum honum að koma inn í hjörtu okkar og hreinsa þau og helga, svo einfalt er þetta. Þess vegna eigum við að hlusta, þegar Drottinn kallar: „Hvar ertu?“ Þetta kall er einnig til okkar, sem lifum á þessum tímum. Þetta kall er til þín, og þetta kall er til mín. Heyrum við, þegar hann kallar? „Hvar ertu?“ Ef ti! vill hefur þú einhverntíma heyrt kall Drottins og komið til hans, en síðar hefur þú villst frá honum aftur, út í synd og óhlýðni, því að það eru fleiri en Drottinn, sem kalla á okkur. Heimur- inn kallar, okkar gamli maður kallar og Satan kallar og reynir að tæla okkur burtu frá hlýðninni og ein- lægninni við Drottin. Þess vegna er okkur nauðsynlegt, ef við höfum feng- ið að þekkja náð Guðs — hina fyrirgefandi náð Guðs í Jesú Kristi að halda okkur við Orð Guðs, lesa það og biðja Drottin um nýjan kraft á hverjum degi. Einn þjónn Drottins hefur sagt: „Annaðhvort heldur þessi bók — Biblían — þér frá syndinni, eða syndin mun halda þér frá þessari bók,“ Biblíunni. Ef þú hefur fengið þá náð að vera Guðs barn, notaðu þá Biblíuna, hún er kölluð „sverð Andans“. Drottinn kallar einnig til þín, sem eitt sinn svaraðir kalli hans, sem eitt sinn fékkst að þekkja náð Guðs í sannleika, en villtist svo frá: „Hvar ertu? Hvar ertu?“ hljómar til þín frá Orði Drottins í dag. „Heyr þjóð mín, lát mig áminna þig.“ „Komið, vér skulum hverfa aftur til Drottins, því að hann hefur sundurrifið og mun lækna oss, hann hefur lostið og mun binda um sár vor, hann mun lífga oss og reisa oss upp, til þess að vér lifum fyrir hans augliti. Vér viljum og þekkja kosta kapps um að þekkja Drottin. Hann mun eins áreiðanlega koma eins og morgunroðinn rennur upp, svo að hann komi yfir oss eins og regnskúr, eins og vorregn, sem vökvar jörðina.“ IHósea 6. 1.-3. Þetta segir einn hinna fornu spámanna ísraels. Það er eins satt nú á okkar dögum, eins og þegar hann sagði það. Guð talar og lcallar á menn- ina: „Hvar ertu, mitt lcæra, blóðkeypta barn? Komdu, því að ég elska þig. Ég sendi minn eiginn son í heiminn til að leita að bér og frelsa big, til þess að þú glatist ekki, heldur eignist eilíft líf í himninum með mér.“ Guð talar til okkar allra. Látum hann áminna okkur. Látum okkur muna, að við erum kölluð til samfélags sonar hans. Segjum öll: „Hér er ég, Drottinn, ég vil koma til þín. Ég vil opna dyr hjarta míns fyrir þér og bjóða þig velkominn, til að gefa mér nýtt og fagurt og sæluríkt líf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.