Norðurljósið - 01.01.1978, Side 65
NORÐURLJÓSIÐ
65
Öryggi
Eftir Jógvan Purkhús.
Á hvað byggjum við okkar traust?
„Akkeri sálarinnar.“
„Heilagi Drottinn, helga þú þennan vitnisburð, að
hann megi færa þér vegsemd og hlustendum blessun."
Segja má, að við búum í rótlausum, friðvana heimi.
Víða er ótryggt í kring um olckur. öryggisleysið er
mikið í heiminum. Kvíði og ótti er undir yfirborðinu,
þótt mikið sé rætt og ritað um öryggismál og velferð
þjóða og einstaklinga. öryggismálaráðstefnur eru víða
haldnar. Þau mál eru ofarlega á dagskrá. öryggis-
kend mannsins er ein af frumþörfum hans. Hver vill
elcki búa öruggur með sínum nánustu? Hver vill ekki
eiga sér griðastað? Þarf maðurinn eklci skjól og öryggi
í stórviðrum lífsins? Þarf hann ekki kjölfestu á sigl-
ingunni um lífsins haf? Vissulega, maðurinn er um-
komulaus og oft lítils megnugur í andstreymi lífs-
baráttunnar.
I þessum stutta útvarpsþætti, langar mig að ræða um
öryggi mannsins. Bæði hið ytra öryggi hans, en elcki
síður hið innra öryggi mannsálarinnar, því að við
mennirnir erum í svo mikilli þörf fyrir innra öryggi,
innri frið í sál. Til eru margskonar tryggingar í heimi
þessum, jafnvel líftryggingar, en þær ná ekki nema að
visssu marlci. Milcið er gert til þess að gæta öryggis
farþega og farartækja, bæði á sjó og í lofti, en við
vitum, að slíkar mannlegar öryggisráðstafanir geta
samt brugðist.
Á hvað setjum við oklcar traust? Margir setja
traust sitt á auð og auðlindir og margir binda vonir
sínar við hagvöxtinn, en það öryggi er líka fallvalt
og svíkur. Drottinn Jesús sagði: „Þótt einhver hafi
allsnægtir, þá er líf hans elcki tryggt með eigum hans.“
Síðan sagði hann dæmisöguna um ríka bóndann, sem
setti allt sitt traust á velgengni sína og eigur. Hann
sagði við sjálfan sig: „Sál mín, þú hefur mikil auðæfi,
geymd til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver
glöð“. (Lúk.12.19.). Drottinn bendir á í þessu dæmi,
að ríki maðurinn hafði eingöngu hugsað um hið ytra
öryggi. Hann hafði byggt traust sitt á fölsku öryggi,
bundið vonir sínar við það, er reyndist blekking. Hann
hafði gleymt hinu eilífa öryggi sálarinnar, hann hafði
gleymt þeim eilífa hag: að vera ríkur í Guði.
Það er álit margra, að sá búi öruggur, er búi í skjóli
valds, og er það að vissu leyti rétt. Mikið er lagt upp
úr því, að í heiminum haldist valdajafnvægi. En það,
að búa í skjóli hernaðarvalds, nægir hvorki þjóð né
einstaklingi til lengdar. Hernaðarvald er ekki gott
vald, það byggist á gagnkvæmum ótta. Slíkt öryggi er
blekking. En barnið, sem býr í skjóli góðra foreldra,
það býr við öryggi hins góða valds, er grundvallast á
kærleika. Það dafnar í skjóli umhyggjusamrar móður,
og treystir föðurvernd, það lýtur góðu valdi. Jesús
sagði eitt sinn við lærisveina sína: „Allt vald er mér
gefið á himni og jörðu.“ Hans valdi er gott að treysta.
Hans valdi er gott að lúta.
Drottinn Jesús talaði um að byggja á bjargi, og
felst mikið í þeim orðum hans. Við þurfum að byggja á
þeim grunni, er eigi lætur undan. Við þurfum að festa
traust okkar á þvi, er aldrei bregðist né svíki. Þegar
á reynir, þá er sá einn öruggur, óhultur, sem leitað
hefur skjóls hjá Guði. „Blessaður er sá maður, sem
reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf
sitt.“ (Jerem. 17.7.) Við syngjum í einum olclcar sálmi:
„Drottinn er slcjól. Drottinn mun geyma sína, Drottinn
er öruggt eilífðarskjól, hann geymir sína.“
Davíð konungur var maður mikillar lífsreynslu og
trúarreynslu. Hann segir í 26. sálminum: „Fótur minn
stendur á sléttri grund.“ Davíð fann fótfestu í róstu-
samri Iífsbaráttu, því að hann setti allt sitt traust á
Drottin sinn. Hann margreyndi það öryggi, er trúin á
Guð veitir þeim, er á hann treysta. Hann lýsir þessu
guðdómlega öryggi svo í 18. sálminum: „Ég elslca
þig, Drottinn, þú styrkur minn, Drottinn, bjarg mitt og
vígi, athvarf mitt. Guð minn, hellubjarg mitt, þar sem
ég leita hælis.“ Gott er að finna slíkt öryggi, slíka fót-
festu í lífinu, eiga slík markmið og slíka framtíðarvon.
í Biblíunni er talað um „akkeri sálarinnar", að sjálf-
sögðu á líkingamáli. ! Heb.6.19. er sagt, að Guð láti
þá, er trúa, „fá öruggt traust, til þess að höndla sælu-
vonina, sem oss er geymd, sem vér höfum eins og
alckeri sálarinnar, traust og öruggt.“ Skyldu sálfræð-
ingar vorra tíma benda á þetta alckeri sálarinnar, sem
er trúin á Drottin Jesúm Krist?
Frelsarinn, Drottinn Jesús, lcorn í heiminn til þess
að búa olckur eilíft öryggi. Hann fæddist sem maður.
Þess minnumst við á jólum. Hann kom til þess að
fullkomna hjálpræðisáform Guðs, okkur breyskum,
syndugum mönnum til handa. Með lífi sínu gaf hann
olckur fullkomna fyrirmynd, að við mættum feta í
fótspor hans. Á krossi gaf hann líf sitt til lausnar-
gjalds fyrir marga, eins og ritningin segir. Og nú
megum við tala orð krossins, eins og útvarpsþáttur
þessi heitir. Við megum boða hjálpræði Guðs, sem
grundvallast á fyrirgefandi kærleika hans. Drottinn
Jesús gerðist þannig frelsari heimsins, að við mættum
verða hólpin, óhult, sæl, frelsuð í þeirri merkingu,
að við tökum á móti honum í trú, sem okkar frelsara
og Drottni. öryggi er að finna hjá honum. Hefur þú
fest traust þitt á honum? Hefur þú leitað hans? „Hann
er fullríkur fyrir alla þá, er ákalla hann.“
„Þú leiddir mig fram af móður’.ífi, lést mig liggja
öruggan við brjóst móður mnnar.“ (Sálm. 22.10.)
„Fær lcona gleymt brjóstbarni sínu? .... Og þó að
þær gætu gleymt, gleymi ég þér samt eklci.“ (Jes. 49.15.)