Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 66

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 66
66 NORÐURLJÓSIÐ Hvað býður Kiristur okkur mönnunum? Eftir Jógvan Purkhús. „Líkt er himnaríki fjársjóði.“ (Matt. 13.44.) Átt þú ekki þennan fjársjóð trúarinnar? Hvað hefir eilíft gildi? Okkur stendur margt til boða í þessum heimi. Margt er rétt að okkur, og það úr ýmsum áttum. Margt er boðið fram: Stjórnmálastefnurnar bjóða sitt með fögr- um fyrirheitum. Viðskiptalífið býður mönnum fé og frama. Skemmtanaiðnaðurinn býður sína sælu. Heims- trúarbrögðin halda fram hvert sínum sannleika. Mig langar að hefja mál mitt með því að varpa fram þessum spurningum: Hvað býður Kristur okkur mönnunum? Hefur hann eitthvað að bjóða þér og mér? Kom Kristur færandi hendi inn í þennan heim? Hverjar eru raunverulegar þarfir okkar og hvað er okkur fyrir bestu? Drottinn Jesús kemur til okkar með stórkostlegt tilboð, því að hann býður okkur: Leiðsögn og öryggi — Kjölfestu og fullvissu. Frelsi og sættir — Fyrirgefning og endurlausn. Vináttu og visku — Kærleika og umhyggju. Siðferðisstyrk, markmið — Hjálp í lífsbaráttu og ný verkefni. Hreinsun, helgun og framtíðarvon — Andleg verð- mæti, líf og nægtir. Hvar finnst sá, sem getur hafnað slíku? Hver er svo vel á sig kominn, að hann þurfi ekki á slíku tilboði að halda? Drottinn býður okkur ekki aðeins þetta allt, hann kallar — kallar — á hvern einstakling til fylgd- ar við sig. Þetta tilboð er handa hverjum þeim, sem vill þiggja af hans hendi líf og hjálpræði. Heilög ritning flytur okkur mikinn og áríðandi boð- skap frá Guði. Orð Guðs er ekki líkt og hugleiðingar eða vangaveltur um tilveruna, heldur er efni biblíunnar skýr og ákveðinn boðskapur til hverrar mannssálar. Guð talar til okkar í ritningunni á skiljanlegu máli. Boðskapur biblíunnar er myndrænn boðskapur. Upp eru dregnar margar myndir og líkingar, til að lýsa nákvæmlega, hvað Guð vilji segja okkur. Þessar lík- ingar eða dæmisögur eru byggðar á ýmsu því, sem ger- ist daglega í okkar lífi og gefur því hinn mannlega blæ. Byggist ein þessara mynda á þeim veruleika, að hægt er að villast af leið, að hægt er að verða viðskila við náinn ættingja, eða að hægt er að fjarlægjast góðan vin, jafnvel svo mikið, að sambandið við hann rofnar alveg. Biblían lýsir stöðu mannsins á marga vegu, cn þetta er ein af mörgum líkingum: Maðurinn villtist af leið frá Skapara sínum. Maðurinn fjarlægðist Guð í huga og athöfnum, Synd mannsins hefur gjört að- skilnað milli Guðs og okkar. Inn í þessa mynd kemur Drottinn Jesús. Hann kemur sem Frelsarinn og býður leiðsögn og boðar afturhvarf ti! Guðs. Inn í þessa mynd kemur hann sem góði hirðirinn, er leitar að týnda sauðnum „og er hann hef- ur fundið hann leggur hann hann glaður á herðar sér.“ Og rétt er að minnast orða Drottins, er hann sagði: „Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóh. 14.6.) Hann sagði líka: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins." (Jóh. 8.12.). Þetta merkir, að maðurinn hafi villst af leið frá Guði, hafi fjarlægst hann. En hann geti með einlægu afturhvarfi komist inn á lífsins veg, fundið hann og fylgt honum, sem er frelsari heimsins. Þannig býður Drottinn Jesús fram hina ómissandi leiðsögn, sem enginn megi vera án, sem enginn megi við að hafna. Önnur mynd er dregin upp í ritningunni, um afstöðu mannsins, gagnvart sekt og sýknun. Þessi mynd er sótt í dómsalina, eða í heim laganna. I þessum heimi höf- um við nógu glögg sýnishom af því, sem má kalla ranglæti, afbrot, ofbeldi, fjandskap, óhlýðni og öðru því, sem biblían kallar með einu orði synd. Við heyrum í fréttum um morð og rán og fjandskap bæði einstakl- inga og þjóða. Við heyrum um sáttasemjara, sem þeyt- ast landa í milli til þess að koma á friði milli stríðandi aðila. Þannig lýsir þá biblían stöðu mannsins, að hann er í ósátt við Guð sinn og skapara. Því að Guð getur ekki sætt sig við synd og ranglæti mannsins. En nú kannt þú, e.t.v., að segja, hlustandi góður: Ekki hefi ég verið talinn afbrotamaður til þessa. Ég stunda vinnu mína, ég borga gjöld mín, og ég læt náungann í friði. Þetta getur allt verið rétt. En hvort sem við erum heiðarlegir borgarar eða ekki, þá þurfum við á Guði að halda. Það reynist okkur mönnum erfitt. að gjöra okkur grein fyrir því, að við erum í raun og veru sífellt að syndga gegn Guði og hans háleita vilja. Það reynist manninum torvelt að átta sig á því, þegar hann fer sínar eigin götur, hundsar hann Skapara sinn og siðalögmál réttlætis hans. Inn í þessa mynd kemur Drottinn Jesús og býður fram sættir og fyrirgefning, býður fram náð og uppgjöf saka, sérhverjum þeim, sem vill í einlægni þiggja þetta af hans hendi. Hann kemur sem Frelsarinn, sem meðalgöngu maður milli Guðs og okkar mannanna. Ritningin segir: „Þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans . . . var hann með ill- ræðismönnum talinn, — hann sem bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.“ Jes.53.12. Þetta er fagnaðarerindið. Þetta er tilboðið mikla. Viltu tileinka þér hið mikla hjálpræði hans? Úr „Andlegum ljóðum“ S.G.J. Ó, sú eilífa náð, ó, það réttlætis ráð, að mín refsing öll lögð var á Krist. Það var friðgjöf mér góð, fyrir frelsarans blóð hefur friðurinn réttlætið kysst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.