Norðurljósið - 01.01.1978, Page 67
NORÐURLJÓSIÐ
67
Sigurður Þórðarson
frá Egg í Hegranesi
MINNING
Er mér barst andlátsfregn míns aldna vinar, Sig-
urðar frá Egg, komu mér í hug þessi orð úr 2. Samúels-
bók, sem Davíð sagði um Abner Nersson hershöfðingja:
„Vitið þér ekki, að höfðingi og mikill maður er í dag
fallinn í ísrael?“ Já, nú er vissulega fallinn höfðingi
og mikill maður á íslandi, þar sem er trúbróðir minn
Sigurður á Egg, eins og hann var jafnan kallaður í
Skagafirði.
Sannarlega var hann „höfðingi í lund og ekkert
smátt af því, sem hann gerði,“ eins og sr. Þórir Stephen-
sen segir um hann í minningargrein í Morgunblaðinu
24. jan. sl. En hann var líka höfðingi meðal bræðra
sinna. Því að hvar, sem hann fór, tók hann virkan þátt
í vitnisburðinum um Drottin sinn og frelsara af lífi og
sál. Hann reyndi aldrei að fela trú sína, eða setja ljós
sitt undir mæliker.
Sigurður mun, þegar sem barn, hafa orðið fyrir
trúarlegum áhrifum, enda átti hann trúaða móður, og
frá henni mun margt frækomið hafa fallið í hinn
bljúga og móttækilega bamshuga.
„Bænir móður minnar hafa fylgt mér alla mína mörgu
daga sem Ijósberi guðlegs kærleika," skrifaði Sigurður
í handriti, sem ég hefi undir höndum. En svo fölskvaðist
þetta ljós, er kom fram á unglingsárin, og heimurinn
og syndin drógu hann burtu frá Guði. Þó leyndist alltaf
þrá eftir Guði innra með honum, og aldrei var hann
ánægður, eða leið vel í syndinni, sagði hann mér.
Er enski trúboðinn Frederick Jones, sem lét byggja
húsið á Sjónarhæð á Akureyri, var hér, kom Sigurður
til Akureyrar og fór þá nokkram sinnum á samkomur
hjá honum með Halldóri söðlasmið. Líkaði honum vel
og varð fyrir miklum áhrifum, en tók þó ekki ákveðna
afstöðu. Þessi glóð kulnaði þó er frá leið, en þó mun
hún aldrei hafa dáið með öllu.
Svo mun það hafa verið árið 1917 eða 1918, sem
hann fór að kaupa Norðurljósið og hafa samband við
Arthur Gook. Mun hann á þeim áram hafa eignast
afturhvarf og lifandi trú. En skírn tók hann á Sjónar-
hæð 28. marz 1926 og sonur hans, Þórður Skíðdal 13.
maí sama ár, þá 18 ára. Ekki gekk hann þó í Sjónar-
hæðarsöfnuð, en úr þjóðkirkjunni mun hann hafa
gengið stuttu síðar. Það er rétt, er sr. Þórir Stephensen
segir í áður áminnstri minningargrein: „Hann fann t. d.
engan söfnuð hér á landi, sem hann felldi sig alveg
við, og lét því, er hann sagði sig úr þjóðkirkjunni,
skrá sig utan safnaða. Persóna Jesú Krists og Heilög
ritning vora honum eitt og allt í trúarlegum efnum:
„Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs“ og „Guðs orð
er lifandi og kröftugt,“ eru ritningarstaðir, sem hann
unni mjög.“ Þetta vora orð sr. Þóris.
En þrátt fyrir þetta vildi hann eiga samfélag við
alla trúaða, hvaða söfnuði, sem þeir tilheyrðu.
Árið 1944 sendi hann, ásamt Jóni Þorbergssyni,
bónda á Laxamýri, bréf til allra forstöðumanna, eða
stjómenda kristilegs starfs á íslandi, með ósk um,
að þeir hefji samstarf á grundvelli kross Drottins Jesú
Krists. Stinga þeir upp á því, að ha’din verði sameigin-
leg mót og samstarfið skipulagt á annan hátt. Þeir segj-
ast líta svo á, að gagnvart Guði, hljóti þjóðin að skiptast
aðeins í tvo flokka — trúaða og vantrúaða. Mig minnir,
að Sigurður segði mér, að þeir hefðu aðeins fengið svar
við þessu frá Arthur Goolc, sem var fús til þessa sam-
starfs. En bréf þeirra og svar hans er birt í Norðurljós-
inu 1944. Ég veit, að þessi málalok urðu þeim sár
vonbrigði.
Sigurður á Egg var skapstór og hélt fast á sínu máli,
hver sem í hlut átti. Gerði hann þar engan mun á
mönnum, hvort sem þeir voru kallaðir hátt eða lágt
settir. En fyrir Guði sínum var hann auðmjúkur og
sagði, að allt, sem hann var, væri aðeins af náð Drott-
ins.
Eins og áður er sagt elskaði hann orð Drottins og
las það mikið, sérstaklega á síðari áram. Þó sagði hann,
eftir að hann missti sjónina, að hann iðraði þess mest,
að hann hefði ekki lesið það miklu meira, meðan hann