Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 75

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 75
NORÐURLJÓSIÐ 75 4. Áreiðanleiki upprisu votta Krists. Þeir, sem neita upprisu Krists, vilja ekki sleppa van- trú sinni, þótt leiddir séu fram svo margir vottar. Áreið- anleika upprisu-vottanna er því neitað. Voru þeir alveg áreiðanlegir eða ekki? Hvaða mótbárur eru bomar fram. Þessar eru helstar: 1. Þetta var ímyndun ein. „Eitt sinn, er hann sat að borði með þeim, bauð hann þeim að fara ekki burt úr Jerúsalem." Post. 1.2. „Vér erum vottar alls þess, er hann gjörði .... Hann deyddu þeir jafnwel, með því að festa hann á tré. — Þann hinn sama uppvakti Guð á þriðja degi og lét hann birtast, ekki öllum lýðnum, heldur vottun- um, sem áður voru af Guði kjörnir, oss, sem átum og drukkum með honum eftir að hann var risinn upp frá dauðum.“ Post. 10.39,—43. Þegar gestur kemur á heimili fólks, sem ber fyrir hann mat og drykk, er það þá ímyndun þess, að hann etur og drekkur með fólkinu? Það er fjarstæða. 2. „Þetta getur hafa verið missýning.“ Sýnt hefur verið fram á, að fimm hundruð og fjórtán karlmenn að minnsta kosti sáu Krist upprisinn. Getur verið, að 514 mönnum missýnist öllum við ýmiss ólík tæki- færi? Slíkt er með öllu útilokað. 3. Voru þetta vísvitandi blekkingar postulanna? Postularnir áttu þá andstæðinga, sem voru svæsnir mótstöðumenn. Staðhæfinguna, að Kristur væri upp- risinn, hefðu þeir tafarlaust hrakið, ef þeir hefðu get- að það. En varðmennirnir höfðu sagt þeim, hvað hafði gerst. Þeim var gefið fé til að ljúga því, að lík- inu hefði verið stolið, meðan þeir sváfu. (Matt. 28. 11. —15.) Menn, sem vitna um það, sem gerist, meðan þeir sofa, munu talin gagnslaus gagnvitni gegn læri- sveinum Krists. Þetta voru ekki blekkingar, sem postularnir boð- uðu. Vitnisburðurinn kostaði of mikið til þess. Þeir voru handteknir og húðstrýktir fyrir vitnisburð sinn. (Postulasagan 5.17.—41.). Postulinn Páll ritar um sig og hina postulana á þessa leið: „I öllu mælum vér fram með sjálfum oss eins og þjónar Guðs með miklu þolgæði í þrengingum, í nauð- um, í angist, undir höggum, í fangelsi, í upphlaupum, í erfiði, í vökum. í föstum.“ (2. Kor. 6.3.—5.) Þeir, sem vilja halda því fram, að grundvöllurinn að kristindóminum séu blekkingar, verða að svara tveimur spumingum: (A) Sé grundvöllur hans blekkingar, hvaðan koma bonum þá háleitar hugsjónir hans, strangar kröfur um heiðarleik og réttlæti? (B) Hvaðan kemur honum það afl, sem umskapar manninn, gerir lygara sannsögla og rangláta menn rétt- láta í breytni sinni. skækiuna skírlífa og ólæknandi of- drykkiumann að bindindismanni, sem missir alla löng- un í áfengi? 4. Var ekki upprisa Krists eingöngu á andlega svið- inu? Þessari spurningu verður að neita. Hefði hann birst sem andi, þá hefði líkið verið í gröfinni. En gröfin var tóm, eins og áður hefur verið sýnt fram á. Við minnumst þess, að lærisveinarnir hugðu fyrst, að þeir sæu anda, er þer sáu hann. En hann sannfærði þá um hið gagnstæða. Má lesa um það í Lúk. 24.36,— 43., sem áður hefur verið vitnað til. Hann sannfærði þá um líkamlega upprisu með því að láta þá þreifa á sér, sýndi þeim sáramerkin, át og drakk með þeim. Þegar ég var unglingur, líklega nálægt tvítugu, greip ég niður í bók, sem ræddi meðal annarra efna upprisu Krists. Bókarkaflinn, sem ég hafði lesið, var algjört niðurrif á kenningunni um áreiðanleika biblíunnar. Mér datt þá í hug að sjá, hvað höfundurinn segði um upprisu Krists. Hann tilfærði kaflann úr guðspjalli Lúkasar, sem ég hef vitnað til hér að framan. Síðan segir hann, eftir því sem ég man best: „Engum, sem les þetta, getur blandast hugur um, að hér sé um lík- amlega veru að ræða. En hvemig á að skýra þetta? Þeir, sem vilja skýra upprisuna á náttúrlegan hátt, telja, að Kristur hafi liðið í dá á krossinum, en raknað vSð í gröfinni. En hinir trúa á kraftaverkið, og verður hver að trúa því, sem honum sýnist.“ Ég var nógu kunnugur frásögninni af dauða Krists til að vita, að útilokað var, að hann hafði verið í dái, þegar hann var grafinn. Þess vegna hlaut hann að hafa risið upp. En þá hlutu líka öll önnur kraftaverk, sem biblían segir frá, að hafa átt sér stað, því að upp- risa Krists var mest þeirra allra. Bókina lét ég aftur í hilluna, þar sem hún hafði verið, náði í hestinn minn og reið af stað rólegur heim. Upprisa Krists var ekki á andlega sviðinu. Líkami hans var reistur upp frá dauðiun. 5. Táldró Jesús Kristur lærisveina sína? Þeir, sem halda því fram, að upprisa Jesú Krists hafi ekki verið líkamleg, heldur hafi hann verið líkamalaus andi, gera sér ekki ljóst, hvað þeir bera Drottni vorum Jesú Kristi á brýn. Sá Jesús, er hafði sagt: „Hver yðar getur sannað á mig synd?“ hann verður sekur um ó- sannsögli og blekkingar, ef hann birtist sem líkamalaus andi, en sannfærði sína lærisveina um hið gagnstæða. Hann hafði þá við dauðann breytst í táldræga, spillta veru. Þá hefði hann látið lærisveina sína fara út um heiminn til að blekkja og táldraga aðra. Hann hefði þar með orðið orsök þess, að allir þeir glötuðust, sem festa trú sína og traust á honum. Páll postuli ritar á þessa leið: ..Ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð ennþá í svndum yðar, og jafnframt einnig þeir q'ataðir, sem sofnaðir eru í trú á Krist .... En nú er Kristur UDprisinn frá dauðum." (1. Kor. 15.17.-18.). Þar sem sjónarvottar sannfærðust um það, að hann reis upp í líkama sínum, bá er oss nútímamönnum með engu móti kleift að hrekja vitnisburð þeirra eða af- sanna hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.