Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 79

Norðurljósið - 01.01.1978, Blaðsíða 79
NORÐURLJÓSIÐ 79 Ég vitnaði í þessar biblíugreinar og skýrði þær fyrir honum og sýndi honum, að hjálpræðið er í Jesú, að Jesús hefur gjört allt fyrir okkur. Þetta upplýsti hann, og svo kallaði hann: „Þannig hef ég aldrei séð þetta!“ Við héldum áfram að ræða þetta dásamlega efni. Gamli maðurinn nam staðar öðru hvoru og hrópaði: „Þannig hef ég aldrei séð þetta!“ Við töluðum meira um þetta dásamlega efni. öðru hvoru nam gamli maðurinn staðar hugsandi og mælti fyrir munni sér: „Nú trúi ég. Nú trúi ég!“ Allt í einu nam hann staðar, rak stafinn sinn í veg- brúnina og sagði: „Nú skil ég það, nú skil ég það.“ Eftir nokkra stund sagði hann hugsandi: „En að ég skyldi hafa hitt yður í dag. Það lítur út fyrir, að þetta hafi verið áformað." „Já, og hugsið um það, hve ástríkur og góður Jesús er, sem mætti yður hér og hefur gert yður hamingju- saman og glaðan." Við áttum enn eftir að ganga um tvo kílómetra. Á leiðinni ræddum við alltaf saman um Jesúm, og hvað hann hafði gjört fyrir okkur. Ég rétti honum höndina. Hann tók í hana og sagði: „Við verðum bráðum í himninum, og þá mun ég þekkja yður aftur. Ég verð ekki mjög lengi hér úr þessu. Ég mun þekkja yður, þegar þér komið.“ Þá var sem aðrar hugsanir gripu hann. „Blessaðu hann! Blessaðu hann!“ Þar með skildu leiðir okkar. Saga þessi birtist fyrir nokkru í „Sverði Drottins" (í Bandaríkjunum), en er hér þýdd úr norska blaðinu „Livets Gang. S.G.J. Vitnisburður mikilmenna um Guð Oft er því haldið fram, bæði í ræðum og ritum, að engin eða þá mjög fá andleg mikilmenni hafi trúað á Guð eða á oppinberun hans í biblíunni og í náttúr- unni. Vér höfum áður í blaðinu vitnað til orða mikil- menna, er segja alveg hið gagnstæða. Hér koma fleiri vitnisburðir: Kopernikus. Hún (stjörnufræði fyrritíma manna) er ekki í samræmi við visku Skaparans. Þess vegna getur hún ekki verið til í náttúrunni. Stjörnufræði fyrri- tíðar manna má likja við mann, sem úr ýmsum átt- um hefur tínt saman hendur, fætur og aðra líkams- hluta, sem ekki standa í neinu sambandi hver við annan, svo að úr verður hræðilegt afskræmi, en mannsmynd engin .... Það olli sál minni kvöl, að menn höfðu ekki fundið réttu orsökina að hreyf- ingu himinhnattanna, sem eru þó skapaðir af vitrasta og fullkomnasta Meistaranum .... Hver mundi vilja hengja þetta ljósker (sólina) upp í skrautlegu musteri náttúrunnar á öðrum stað en þeim, þaðan sem það getur uppljómað allan heiminn. Frá konunglegu hásæti sínu stjórnar sólin öllum þeim stjömum, sem hreyfa sig umhverfis hana .... Ampére. Annað hvort hefur Móse haft þá þekkingu á vísind- um, eins og þau eru á vorri öld, eða þá að hann var innblásinn. Við þá klerklegu-stéttarmenn, sem áttu að búa hann undir nálægan dauða, sagði hann: „Þökk fvrir, herra ábóti, þölck fyrir. Ég hef þegar uppfyllt mínar kristilegu sky’dur, áður en ég hóf ferð mína hinngað!" Þegar skólastjóri menntaskólans í Mar- seille hr. Cechamps, fór að lesa upp nokkra kafla úr „Eftirbrevtni Krists,“ eftir Tómas á Kempis, sagði Ampére, að hann kynni bókina utanað. Það voru síð- ustu orð hans. Galilei. Heilög ritning getur aldrei logið eða henni skjátlast. Staðhæfingar hennar eru algerlega og óhagganlega sannar. Sjálfri getur henni aldrei skjátlast. Þeim, er skýra hana getur skátlast á margvíslegan hátt .... Heilög ritning og náttúran eru báðar sprottnar upp af hinu guðdómlega orði. Hin fyrri, af því að hún er innblásin af guðdómlegu orði, hin síðari, af því að hún er framkvæmd af guðdómlegum fyrirskipunum. Linné (Linneus). Maður, þekktu sjálfan þig í guðfræðilegum skilningi, að þú ert skapað,ur í Guðs mynd með ódauðlegri sál. I siðferðilegum skiltingi ert þú einn blessaður með skynsemi gæddri sál til að geta lofað þinn upphafna skapara. Af því að nýjar tegundir koma ekki fram lengur, er- um vér knúnir til að heimfæra sköpunarkraftinn til al- máttugs og alviturs lífs, til Guðs, er framkvæmdi sköp- unarverkið. Ég spyr: „Hvers vegna hefur Guð sett vitsmunum gædda menn á jarðarhnöttinn, ef maðurinn gefur ekki öðru gaum en dásamlega útbúnu umhverfi sínu í nátt- úrunni? Hvers vegna nema til þess, að maðurinn skuli lofsyngja og vegsama hinn ósýnilega Meistara fyrir hans dásamlega verk? — Þýtt úr „Livets Gang.“ S.G.). öll verk þín, Drottinn, vitni beri um veldi þitt og mátt. Það himins fjærstu heimar geri, þig hylli duftkorn smátt. Þig heiðri og lofi allt, sem andar og allt, sem geyma höf frá strönd til strandar, hvert lífsfræ, sem er lagt í mold, allt líf, sem er á himni og fold. — S.G.J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.