Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 2

Norðurljósið - 01.01.1980, Qupperneq 2
2 NORÐURLJÓSIÐ FÆREYJAFERÐ 1979 Bogi Pétursson, Akureyri, segir frá 30. maí að kvöldi vorum við, sem erum ferðalangar í Færeyjaferð, mætt á Flugvelli Akureyrar. Næsta dag, 31. maí, er áætlunin að fljúga kl. 10 f. hádegi til Fær- eyja. I Reykjavík njótum við, sem erum 5 að tölu, gist- ingar hjá færeyskum hjónum, Ingibjörgu og Grími Eysturoy. Enginn verður þar fyrir vonbrigðum, svo vel er fyrir öllu séð. Við förum þessa ferð til að sækja kristilegt mót, sem Bræðra-söfnuðirnir í Færeyjum halda í Klakksvík um hvítasunnuna. Eg og félagi minn, Jógvan Purkhús, erum einnig í þessari ferð til að kanna, hvort unnt muni að selja vörur í Færeyjum frá verksmiðjum S.I.S. á Akureyri. Aðallega var ég með skó. I Reykjavík fengum við öll skjöl stimpluð hjá ís- lenskum yfírvöldum, svo að lítil fyrirhöfn væri að fara inn og út með sýnishomin. Skórnir voru, t.d., aðeins á annan fótinn. Veðrið var gott og sól á lofti. Var mjög gott að svífa með Fokkernum yfír hafíð. Um hádegisleytið lentum við á flugvelli þeirra í Færeyjum. Hann er á Vogi. Þarna er ein fínasta flugstöð, sem ég hef komið í, og allt þar mjög skemmtilegt. Við sjáum strax nokkra vini, sem komnir eru til að taka á móti okkur. Nú er bara að venda sér í gegnum tollinn. Við drögum upp pappíra okkar, stimplaða af íslenskum yfírvöldum. Nú gerist hið ótrúlega. Toll- þjónninn, sem er á allan hátt prúður og elskulegur maður, fræðir okkur á því, að færeysk yfirvöld viður- kenni ekki slíka pappíra. Hér fannst mér hlutirnir stangast á gagnvart íslandi. Eftir nokkurt þóf virtist eina lausnin vera sú, að við greiddum tryggingu, 2300 færeyskar krónur - 150-200 þúsund íslenskar krónur. Þannig hófst þá ganga okkar. En okkur var jafnframt tilkynnt, að þetta yrði endurgreitt, þegar við færum heim. Þegar þessu var lokið, var ekið af stað og yfír smá- hæð. Þá blasa við hinar stóru sumarbúðir Bræðra- safnaðanna í Færeyjum. Eru þær nefndar Zarepta. Hér dvelja böm í vikuflokkum, og eru um 230 börn í senn. Allt er þarna, byggingar og annað, stórt og byggt af þeim myndarskap, er auðkennir það starf, sem rekið er í Færeyjum, meðal annars er sundlaug í húsinu. Páll Pálsson, sem veitir þessu starfí forstöðu, tekur á móti okkur. Hann sýnir okkur staðinn og byggingar. Gaman er að minnast þess, að á sínum yngri árum var Páll að hjálpa til við Astjörn. Stutt er staðið við. Nú þurfum við að fara með bíla- ferju yfír til Vestmanna, sem er lítill bær handan fjarð- ar. Mér fínnst, að færeyskir bæir séu líkir um margt bæjum hér á Austurlandi. Þarna í Vestmanna eru raforkuver Færeyinga. Bær- inn er lítill og vinalegur. Frá Vestmanna er ekið til Þórshafnar, sem er höfuð- staður Færeyinga. Hann er að vexti álíka stór og Akur- eyri. Þangað fórum við til að sækja bifreið, sem vinur okkar var að láta gera við. Engin viðdvöl var höfð þar. Var ekið þaðan alla leið til Lorvíkur. A þessari leið kynnumst við því fljótt, að Færeyingar eru snillingar í vegalögn, einnig í því að bora göng gegnum fjöllin og opna þannig samgöngu- leiðir á milli byggðanna. Þurft hefur stórhuga menn í þessi störf. Dagur er að kvöldi kominn, og við förum í fyrstu ferju yfír til Klakksvíkur. Það er ekki löng sigl- ing. Brátt blasir við hinn vinalegi bær, Klakksvík. Hún minnir mig um margt á fæðingarbæ minn, Eski- fjörð. Við Þórarinn Guðmundsson gistum hjá foreldrum Jógvans, Elsu og Jakob. Þar erum við strax eins og heimamenn. Kærleikur þeirra hjóna er svo óþrjót- andi, að því verður aldrei gleymt, meðan við lifum, hversu gamlir sem við verðum. 1. júní, fostudagur, er kominn. Snemma morguns förum við á kreik, bæði til að heilsa vinum og finna kaupmenn. Það voru fagnaðarfundir, er við hittum marga gamla, góða hjálparmenn Ástjarnar-starfsins. Var það uppörvandi að fínna brennandi áhuga þeirra fyrir starfínu við Ástjörn. Slík áhrif eru ómetanleg. Þau gefa mikinn styrk til starfs. Um kvöldið er fyrsta samkoma mótsins. Það verður haldið í Betesda-salnum. Hann er afarstór og allt inn- an dyra sérstaklega hlýlegt. Þetta kvöld er bænasam- komu-kvöld. Kemur strax margt fólk og margir biðja. I huga mér vaknar löngun að flytja bæn á íslensku. Eftir nokkra baráttu í huganum geri ég þetta. Það er mjög gott við starfíð, sem Bræðurnir eru með í Færeyjum, hversu þeir leyfa heilögum Anda að starfa. Þannig kemur, að mínum dómi, jákvæðari ábyrgð á herðar sérhvers, sem er á samkomunni. - Er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.