Norðurljósið - 01.01.1980, Page 8

Norðurljósið - 01.01.1980, Page 8
8 NORÐURLJÓSIÐ SMÁSÖGUR LÆKNISINS Eftir Walter H. Wilson Birtar með leyfi dr. John R. Rice, Murfreesboro, U.S.A. 1. KAFLI Þekkir þú baunir? Farðu nú ekki að hlæja, þó að þannig sé spurt, því að verið getur, að þú þekkir þær ekki. Baunir vekja áhuga, klifurbaunir, t.d., eru örv- hentar. Ég er viss um, að þú veist ekki, að þú hefur etið um dagana örvhentar baunir. Dag nokkum var ég staddur á sveitaheimili. Ég horfði út um gluggann. Ég spurði bóndann, hvort hann vissi, að baunimar allar í garðinum hans voru örvhentar. Hann svaraði. „Þú getur verið góður lækn- ir, en það sem þú veist um búskap hylur ekki eitt frí- merki.“ „Þetta getur átt sér stað. En viljir þú fara út og rann- saka hávöxnu baunastengumar sem ég sé í garðinum, þá muntu sjá, að þær vinda sig upp stöngina frá vinstri til hægri.“ Hann var viss um, að mér skjátlaðist. Hann fór undir eins út til að sanna það. Hann gekk frá einni stöng til annarrar. Ég horfði á eftir honum og sá, að óvenjulegur svipur var á andliti hans. Satt var það, allar voru þær örvhentar. Einn af vinum mínum rakti þær utan af stöngunum og vafði þær öfugt aftur. Allar dóu þær af sorg, er þær máttu ekki vaxa á þann hátt, sem þær vildu. Guðleysingjar, óvissutrúarmenn og vantrúarmenn, sem skipa háar stöður á sviði fræðslumála, geta alls ekki skýrt slíkar eðlishvatir í náttúrunnar ríki. Við vitum, að baunin klifrar þannig, en við getum ekki skilið það. Humlarnir klifra upp stöng frá hægri til vinstri. Þeir eru rétthentir. Hvers vegna klifra þeir þannig? Hvar er hinn háðski háskólakennari, sem út- skýrt getur þessa einföldu staðreynd í náttúurinni? Vitur maður veit, að Guð hefur gjört þetta. Heiðar- legur maður mun kannast við, að Guð einn gat þetta. Annað kraftaverk sést, meðan baunin er ennþá ung. Nokkru eftir, að þær vom settar niður, fer garðyrkju- maðurinn út íil að líta á garðinn sinn. Hér og þar sést, að moldarskorpan er að rofna. Einhver kraftur lyftir kögglum moldar upp. Bóndinn lyftir upp einum slík- um köggli. Hann getur verið nærri því hálft kg eða meira og verið harður. Undir honum finnur hann mjúk, græn blöð, mjúk eins og flauel. Á hverju blaði er hálf baun. Baunin er að koma upp með föður og móður til að sýna heiminum þau, sýna með hreykni, hve yndislegur Faðir (Guð) og móðir (jörðin) fram- leiddu svo yndisfagra plöntu. Hvemig geta tvö mjúk blöð lyft upp hörðum, þungum moldarkekki? Þessi blöð em svo viðkvæm og mjúk, að væru þau lögð flöt á borð, mundi algengur þerripappír merja þau flöt. Hvaðan fá þau kraftinn, sem birtist í þessu fyrirbæri? Þetta er eitt af krafta- verkum Guðs, er mennimir geta ei skilið né skýrt. Vér sjáum þetta gerast. Vér getum ekki skýrt, hvernig það gerist. Guð getur einnig gert kraftaverk fyrir þig, ef þú vilt aðeins leyfa honum það. Margt skrýtið og skemmti- legt getur komið fyrir þá, sem ganga með Guði. Hefur þú veitt því athygli, að vatnsmelónur allar hafa jafna tölu af rákum? Tugum saman hef ég rann- sakað þær, bæði í búðum og á akrinum, en fundið enga með stakri tölu ráka. Appelsínur og sítrónur og fleiri ávextir deilast í jafna parta, eins og sést, þegar börkurinn er tekinn af þeim. Sömuleiðis melónur. Bananar koma í röð, hver upp af öðrum. í neðstu röð em ávallt jafnmargir bananar. Síðan fækkar alltaf um einn, uns þeir enda. Þegar Drottinn vor minnist á útsæðið og ávöxt þess, talaði hann um þrítugfaldan, sextugfaldan og hundr- aðfaldan ávöxt. Hann var ekki hugsunarlaust að minn- ast á staðreynd. Á hverjum stilki hveitistrásins eru jafnmörg korn. Sama gildir um rúg, bygg, hafra og maís. Þetta leiðir mig til að trúa því, að sáðberandi jurtir allar hafí korn sín í jöfnum tölum. Jafnvel blómin opna sig á reglubundnum tímum og loka sér. Grasafræðingur mikill, sænskur, Linneus, fullyrti, að með réttum jarðvegi, hita og raka gæti hann gróðursett margar tegundir blómjurta. Eftir því, hvenær þau væru með útbreiddum blómum eða lok- uðum, gæti hann sagt, hver væri klukkustund dags eða nætur. Hefur þú veitt því athygli, að blómin, sem opna sig á nóttunni, eru nálega alltaf ilmandi? Hvílíkur ilmur dreifíst frá þeim! Mána-blómið, „þessi ilmandi, sjálf- boðni mannvinur,“ fyllir loftið á nóttum með yndis- leika ilmsins síns, svo að ilmurinn berst langar leiðir og inn um opna glugga fólksins, sem býr í nánd við Mána-blómið.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.