Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 9

Norðurljósið - 01.01.1980, Síða 9
NORÐURLJÓSIÐ 9 Hvernig koma yndislegustu eiginleikar kristins trú- arlífs? Ur dimmustu skuggum mannlegrar reynslu. Heldur þú ekki, að Guð hafi verið mjög vitur og líka góður, þegar hann lét kirsuberin vaxa á trjám, en vatnsmelónur niðri á jörð? Hvernig mundi ykkur líka, ef höfð væru hausavíxl á þessu? Bóndinn yrði að setja girðingu umhverfís tréð til þess að böm og kjúklingar færu ekki inn undir greinar trésins, því að ávöxtur, sem niður dytti, gæti deytt þau. Þetta mundi hækka verð þeirra. Guð gerir allt af visku, og við ættum að tilbiðja hann fyrir gæsku hans. Er það ekki einkennilegt, að trjárætur virðast hafa heila. Vatnið sýnist draga þær til sín með ómótstæði- legu afli. Þær fara allt um kring vatnsþró, uns þær fínna einhverja sprungu. Þá kalla þær á alla sína ná- granna og vini að skríða þangað, koma og njóta vatns- ins. Þær skríða meðfram skólpræsum og leita inn- gangs. Finni þær hina minnstu sprungu, þrýsta þær sér inn svo margar, að ræsið stíflast alveg að lokum, svo að það kostar stórfé og gera við það. Allt líf kemur frá Jesú Kristi. Hann skapaði sér- hverja plöntutegund, gaf sérhverri sitt eðlisfar. Hefur þú gefíð honum ævi þína? 2. KAFLI Maurar afla sér fæðu. Salómó var mikill konungur. Tvisvar beinir hann at- hygli vorri að maumum litla, til þess að vér gætum haft gagn af því. „Far þú til maursins, letingi, skoða háttu hans og verð hygginn.“ (Orðskv. 6.6.) Síðar í sömu bók ritar hann: „Maurarnir, kraftlítil þjóð, og þó afla þeir sér fæðunnar á sumrin.“ (Orðskv. 30.25.) Fyrst þessi góði og vitri konungur mælir með því, að við förum í skóla hjá maurnum, skulum við gjöra það. Það vekur bæði ánægju og áhuga, það er ég viss um. Einhver hefur sagt, að annríki maursins sé meira en hjá nokkurri annarri skepnu. En hvar sem fólk neytir matar úti við að sumrinu, þangað gefur hann sér tíma til að fara. Þeir heimsækja líka matargeymslur. Ávaxtahlaup þykir þeim gott og sulta. Þeir fagna yfír sykri og sírópi. Það er ekki létt verk að halda þeim frá að komast inn. Áhugasamir eru þeir mjög og kapp- samir í öllu sínu starfí, iðnir og árvakrir í leit að fæðu. Óþreytandi sýnast þeir í erfíði sínu. Þeir vinna, „með- an dagur er,“ og eru heima á nóttunni, eins og öll góð börn eiga að vera. Dag nokkurn tók ég áminningu Salómós alvarlega og fór út í skemmtigarðinn með fólki mínu til að neyta matar þar. Stækkunargler tók ég líka með mér. Eg fann örsmáa götu gegnum grasið, er maurar höfðu búið til. Eg lagðist niður í grasið hjá þessari götu og beið þess, að maurafrú kæmi. „Látið konurnar vinna,“ en karlmauramir eru kyrrir niðri í jörðinni. Þeir annast litlu bömin og sjá um öll heimilisverkin. Auðvitað þurfti Salómó aldrei að gjöra þetta. Hann átti nógu margt hjálparlið. Ég þurfti ekki að bíða lengi. Yndisleg, lítil maur-frú kom labbandi eftir götunni í leit að kvöldverði. í skyndi lét ég litla ögn af brauði á götubrúnina. Minn litli gestur fann hana brátt. Hún tók eins mikið og hún gat borið og lagði af stað heim aftur með dýrmætu byrðina sína. Önnur maurfluga mætti henni bráðlega. Mér var unun að sjá, hvað þá fór fram. Fyrri maurinn lagði niður brauðögnina og með framfótunum snan hún mjúklega líkama hinnar. Gaf hún henni til kynna á einhvern hátt, hvar hún hafði rekist á þennan ágæta „fund“ sinn. Mér til undrunar gerði síðari maurflug- an enga tilraun að ná brauðmolanum, sem hin hafði lagt á jörðina. Þannig endurtók þetta sig, og alltaf var molinn á jörðinni ósnertur af hinni. Þetta er námsefni handa hjörtum okkar. Hænsni, hundar eða grísir flýta sér að ná í matarbita, sem ein- hver annar hefur lagt frá sér, og hlaupa af stað með það. Maurinn þekkir ekki slíka ósvífni. Maurinn virð- ir eignarrétt annarra. Hann er laus við alla eigingirni. Maurarnir héldu heimleiðis og báru sínar dýrmætu byrðar. Þær sögðu svo mörgum frá, hvað þær höfðu „fundið“, að brátt streymdu aðrir maurar að. Bráð- lega var brauðið allt farið og komið í óhulta geymslu neðan jarðar yfír veturinn. Hver maur hefur fjögur pör eyrna (sumir drengir halda, að kennarinn þeirra hafí sextán pör.) Eitt parið er á framfótunum, annað á kviðnum, þriðja á brjóst- inu og hið fjórða í höfðinu. Guð er náðugur. Skordýr- ið er lítið, og hann hefur gætt það eiginleikum heyrn- ar, sem óvenjulegir eru. Það er svo smávaxið, að það getur lítið séð frá sér og ekki varast hættu með sjón- inni. Guð sýnir maurum jafna umhyggju og fílum. Hann ber umhyggju fyrir þér líka, hve smávægilegur, sem þú ert, í eigin augum. Hvert andartak á ævi þinni ann- ast hann um þig, og hann langar til að sjá hjá þér guð- rækni og traust. Maurar eru iðnir og athafnasamir á sumrin, af því að þeir vita, að veturinn kemur. Þá geta þeir ekki farið út og aflað sér fæðu. Einhvers staðar að hafa þeir lært, að frosna fæðu er ekki hægt að bera né losa hana frá jarðveginum. Hvar lærðu maurarnir allt þetta, sem þeim er svo nauðsynlegt? .. . Eigum við ekki að safna saman kenn- urum úr nokkrum af stóru háskólunum okkar og fá þá til að skýra þennan leyndardóm. „Guð hefur gert að heimsku speki heimsins.“ Allir löggjafar,... íþrótta- fréttaritarar, fjáraflamenn, . . . háskólakennarar, stjórnmálamenn og vantrúaðir predikarar í landinu

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.