Norðurljósið - 01.01.1980, Side 10
10
NORÐURLJÓSIÐ
gætu hvorki^efið dauðum maur líf né lifandi maur að
lifa. Við eigum lifandi Guð, sem þekkir allt þetta,
getur gert það og gerir það.....
Ritningin hrósar Nóa fyrir trú hans. Hann vissi,
hvað var í vændum og bjó sig undir það, smíðaði örk,
hlýddi boði Guðs og fór inn í hana.. .. Nú eru kjallar-
ar útbúnir til að standast fárviðri. . .
Ég vil hvetja hvern lesanda, að hann líkist maurn-
um í visku. Búðu þig undir storminn, sem er í vænd-
um, dóm Guðs.
3. KAFLI
Hundar verða alltaf hundar.
Það er alveg augljóst mál, að kenningin um þróun á
ekki við hundakynið. í 2. Mósebók, 11. kafla 7. grein
eru hundar nefndir. Síðast eru þeir nefndir í Opin-
berunarbókinni 22. kafla, 15. grein. í ritningunni er
oft minnst á þá, en aldrei á þann hátt, að það mæli með
þeim. Satt er það, að hundar sleiktu kaun Lasarusar.
Enginn nema hundur mundi gera það. Það virðistein-
kennilegt, að þetta húsdýr, dáð og mikilsvirt meðal
manna, fær engin meðmæli í ritningunni.
Við dáumst öll að St. Bernhards hundum, sem hef-
ur verið kennt að bjarga mönnum í fjallaskörðunum.
Við getum dáðst að fegurð þeirra, flýti eða hugrekki,
en Drottin gefur þeim engin hrósyrði.
Hvemig skyldi geta staðið á því? Ef til vill er það
vegna þess, að svo margt fólk eyðir svo miklum tíma,
fé og kærleika þeim til handa. Margur er sá maðurinn,
sem tíma hefur til að sinna hundinum sínum, en eng-
an tíma handa Guði. .. Þeir, sem ekki vilja ganga með
Guði, hafa tíma til að ganga úti með hundi. Þeir, sem
hugsa lítið um dýrð Guðs, hafa tíma til að hugsa um
þægindi hundsins síns. Sumir, sem gefa Guði ekki
neitt, eyða oft miklu vegna hundanna sinna.
Drottinn vor Jesús jafnaði óvinum sínum við hunda
í Sálm. 22. 17., er hann sagði: „Því að hundar um-
kringja mig.“ Villihundar voru til á þeim dögum. Þeir
voru líkir úlfum. Þeir ráfuðu um borgirnar, leituðu að
dauðum skrokkum, drápu og tortímdu. Menn voru
hræddir við þá.
Æpandi mannfjöldinn, umhverfís Golgata-hæðina,
hagaði sér eins og hundar, nísti tönnum gegn honum
og mundi hafa tætt hann sundur, hefði það verið
unnt. .. . Það er í Jesaja 56. kafla 10. og 11. grein, sem
ritningin lýsir vissri tegund predikara: „Varðmenn
hans (Israels). .. eru allir sem hljóðlausir hundar, sem
ekki geta gelt. Þeir liggja í draummóki, þeim þykir
gott að lúra.“ Þeir hugsa um þægindi sín, en umhyggj-
an fyrir sálunum er horfín. .. Þeir sofa, meðan orrust-
an milli Krists og Satans geisar. Þeir vara ekki óguð-
lega menn við hættunni. En gjafír þiggja þeir af þeim
sem gjald fyrir þögnina. . . .
Gætið yðar fyrir öllum þeim, er afneita guðdómi
Krists, hjálpræðinu, sem aðeins veitist fyrir náð vegna
hins dýrmæta blóðs Krists, fullkomnum innblæstri
ritninganna, refsingu hinna glötuðu syndara, líkam-
legri upprisu og endurkomu Drottins Jesú Krists.
4. KAFLI
Hænueggið.
Mörg eru þau undrin í náttúrunni. Efsta sessinn
meðal þeirra skipa eggin. Leyndardóminn, hvemig
eggin ungast út, geta engir skýrt, jafnvel ekki skær-
ustu gáfnaljós heimsins. Tíminn, sem útungun tekur,
er deilanlegur með sjö. Egg lúsar þeirrar, sem lifir á
kartöflugrasi, ungast út á 7 dögum, kanarí-fuglsins á
14 dögum, hænuegg á 21 degi, andaregg á 28 dögum,
gæsaregg á 35 dögum og páfagauksins á 42 dögum.
Ekki ræður tilviljun hlutunum í náttúrunni. Guð
hagar öllum málefnum lífsins, - hvort sem þau eru í
jurtaríkinu eða dýraríkinu.
Hefur þú nokkru sinni íhugað það, hvernig stendur
á því, að skrautlegar fjaðrir páfagauksins, með hrein-
skiptum litum, komi úr eggi, sem inniheldur ekkert
nema eggjarauðu og eggjahvítu? Hvers vegna eru
þessir litir á þessum fugli? Hvaðan koma þeir? Þegar
hann breiðir úr stélinu, eru þeir allir afmarkaðir og á
nákvæmlega réttum stað, aðeins hinn lifandi Guð get-
ur gert þetta. En nú lítum við aftur á hænu-eggið.
Skelin á mjóa endanum er miklu þykkri en á hinum.
Unginn kemur út úr egginu á stærri endanum. Þess
vegna hefur Guð haft skelina þannig, að unginn litli
geti með léttu móti höggvið gat á hana þar.
í stærri enda eggsins er lofthol. Þetta sést, þegar
skurnin er tekin af sverari enda harðsoðins eggs. Er
unginn myndast í egginu, er hann þannig settur, að
höfuð hans er í sverari endanum. Litli goggurinn
hans er í loftholinu. Hvernig svo sem mamman snýr
egginu, meðan varir útungunar tíminn, vikurnar
þrjár, þá breytir það í engu stellingu fóstursins. Þetta
er annað kraftaverk Guðs. Mennirnir gætu ekki hagað
þessu þannig. Ekki getum vér heldur skilið, hvernig
Guð framkvæmir það. Þótt barn leiki sér að egginu og
hringsnúi því, rótast ekki innihald eggsins. Goggur-
inn verður alltaf í stærri endanum.
Gefa má því gaum, hvemig rauðan er. Hún lýtur
sama lögmáli og ormstuskip. Neðri endi rauðunnar
er fremur þéttur og þungur. Efri hlutinn er hins vegar
léttur og þunnur. Rauðan helst því upprétt allan tím-
ann. Auk þessa eru tvö eggjahvítubönd utan á hliðum
rauðunnar. Annar endi þeirra er festur við hana. Á
leyndardómsfullan hátt er hinn festur innan áskelina.
Þessi festing eru mjög hál liðamót, svo hál, að hvemig
svo sem egginu er hingsnúið, þá snýst rauðan aldrei
við. Böndin halda rauðunni uppréttri. Þessi bönd